29.10.2008 | 22:21
56 dagar til jóla takk fyrir
Komin með drullu á þessari umræðu um peningamál, maður á eflaust eftir að finna fyrir því en læt hverjum degi nægja sína þjáningu og segi niður með Dabba og sjálfstæðisflokkinn í heild sinni.
Fékk að taka prófið í hjúkrun aftur, fékk 9.5 var gríðarlega ánægð með það, var svo að fá út úr tveimur verkefnum í stjórnun 2 x 10 þar, get ekki annað en verið sátt, líður hreinlega eins og Einstein haha NOT.
Hildur sys bauð mér í óvissuferð í kvöld, sótti mig kl 20.30 og var lúmsk sagði mér að vera með húfu og vettlinga, ég bætti um betur og setti á mig trefil. Færði mér líka endurskinsmerki með bleiku slaufunni sem ég setti á mig og styrkti þetta mig enn í því að við værum að fara í göngu. Enduðum í jólahúsinu, bara frábært að koma þangað alltaf. Keyptum okkur sæta kertastjaka og sleikjó handa litlu börnunum okkar. Síðan enduðum við túrinn á súkkulaði Latte í te og kaffi og skoðuðum nýjasta slúðrið, agalega gott að komast svona út. En þetta ætlum við að gera mánaðarlega við systur og systurnar Solla og Rósa með okkur, þær bara komust ekki í þetta skiptið. Gaman saman:)
Stóran mín varð 15 ára í gær og vorum við með smá kaffi, pabbi, Hildur og dætur komu og svo eftir það fór hún með pabba sínum og fjölskyldu að heimsækja Rögnu ömmu Brynju en hún var að koma úr stórri aðgerð og óskum við henni góðs bata og vonum að allt hafi náðst sem átti að nást. Við gáfum henni Cintamani peysu og svo gáfum við henni með pabba hennar og familiu gervigrasskó og gervigrasbuxur, frá Einari og Unni fékk hún vettlinga, bodylotion, frá Kötlu bol og andlitskrem, frá Unni og Alla 8000 þús, pabba 5000 kr, frá Hillu kerti og stjaka, vettlinga og sturtusápu og bodylotion og stjörnur sem amma Lilja hafði heklað.:) Bara heilan helling:)
Brynja fór í bæinn aðeins í dag með pabba sínum og fjölskyldu, komu svo aðeins hérna í heimsókn, Katla varð skíthrædd við Sigurpál og hágrét haahahha, agalega feimin litla greyið.
Lítið annars að frétta var bara að detta inn, Brynja úti á lífinu, Katla sefur og mér heyrist kallinn vera á leið í bælið líka og kannski er réttast að detta þangað inn líka.
Sjúlli kveður með súkkulaði Latte í mallanum *rop*
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.