Bleikt þema mánaðarins

Bleikt er litur mánaðarins vegna brjóstakrabbameinsátaksins sem er í gangi þannig að bleikt skal það vera hjá mér núna, var svolítið sein að taka við mér en eins og maðurinn sagði "betra er seint en aldrei"

Klikkað veður allt í kringum mann skilst mér, fínt veður hér á neðri brekkunni bara blíðan, spurning um að skella sér í toppinn og sveifla sér um garðinn, tja kannski bíð með það. Ekkert að frétta hérna, Katla sofnuð, Brynja gónir á tv, Eyþór að tralla með kirkjukórnum einhversstaðar og ég er í tölvunni, já það gæti komið mörgum á óvart. Er að vinna í því að byrja á lokaverkefninu mínu og búin að afla mér hellings heimilda, en á eftir að tala við hjúkku í heimahlynningu hér á Akureyri en eftir það eru okkur Huldu allir vegir færir en við erum tvær saman með þetta verkefni.

Þarf svo að fara í klippingu er að verða eins og argasti hellisbúi hérna, mér lokkana hangandi hingað og þangað og allt í óreiðu, ætla að finna mér tíma í vikunni til þess að láta sneiða af mér dulítið hár. Get ekki litið út alveg eins og drusla:)

Fórum í morgun familian út í garð, við mæðgur slógumst aðeins, ég vann ekki, neibb ég eiginlega var bara algerlega yfirbuguð af stóra barninu, endaði með snjó innan við gleraugun svo ég sá ekki baun, Eyþór setti vetrardekk undir passat og fórum svo i grjónsa til Hillu og dætra, ég át næstum allan pottinn elska grjónagraut, pabbi kom líka jebba.

Ég nenni ekki að segja neitt meira ég ætla að fara að hugsa haha jáhá right.

Sjúlli kveður alger haugurW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Æi Erna þú ert frábær heyrumst Ragnheiður skólasystir P. s.  Þú ert alltaf velkomin íheimsókn  það er stutt á milli okkar

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 25.10.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Heyrðu Hafðu samband við Hörpu hún er með slóðir inn á einhverjar leiðir í LCP Gangi þér vel  jóhanna aðstoðaði mig við að láta broskalla

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 25.10.2008 kl. 23:02

3 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

gott að eiga þessar dætur

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 25.10.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

jæjja maður er núna komin með 3 athugasemdir og er að skrifa þá fjórðu klikkhaus getur maður verið æjæjæj

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 25.10.2008 kl. 23:03

5 identicon

flott mynd þarna efst á síðunni hummm, bleikir sveppir hvernig ætli þeir séu á bragðið hummmmm. 

Guðný hans Hreidda (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:50

6 identicon

Erna mín..

Viltu knúsa hana Brynju frá okkur í tilefni dagsins, við erum svo slök að við erum ekki einu sinni með gemsanúmerið hennar...

Bestu kveðjur frá okkur hér í Auðbrekkunni og líka liðinu á Hjarðarhólnum..:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband