21.10.2008 | 22:59
dugleg.is
Já mér finnst ég dugleg:) Eftir að hafa lesið pistil hjá skólasystur minni henni Ragnheiði um hreyfingu, ákvað ég kl 20.30 að hendast á hlaupabrettið mitt og hlaupa eins og 5 km og jösss hafði það af, henti mér í sturtu, setti í vél, hengdi upp úr henni, kláraði eitt verkefni í Inngangi að kennslufræði, fór langt með annað í stjórnun og já ég á alveg skilið viðurnefnið dugleg.is *más* er meira að segja að drepast í löppunum hljóp svo hratt vííííí.
Stóra genið mitt er komið heim og mikið ofsalega var gott að sjá hana þessa elsku detta út úr rútunni. Ég var voða hissa þegar ég sá að hún var bara með sömu töskuna og þegar hún fór út ekkert auka, en þegar ég greip í hana hætti ég að vera hissa og komst að því að lengi er hægt að troða haha. Hún keypti sér helling en kom samt heim með helling af pening sem ég ætla að fara að skipta í íslenska aura á morgun. Keypti voða fallegt sett á systir sína og svo man. united baby bol á hana ógeðslega flottan. Þær systur hafa svo verið að eyða deginum í að slást og fannst litla stubb það ekki leiðinlegt enda var hún verulega fljót að sofna. Svo keypti hún helling handa sér, var að minna mig á að hún ætti nú afmæli eftir viku, svo hringdi pabbi hennar og við vorum að spá i að gefa henni saman Cintamani úlpu en nei hún vill það nú ekki finnst við vera búin að gefa sér nóg, en langar samt í gervigrasskó þannig að líklega gefum við henni þá bara og eitthvað smotterí með. Ragna og Maggi gáfu henni í afmælisgjöf sem hún valdi úti geggjaðan kjól og belti og er hún ekki lítið flott í honum enda á ég svo fallega stelpu:) En allavega ljómaði hún eins og sól þegar hún kom eftir ferðina og að sjálfsögðu stóð upp úr að fara og sjá Man United á heimavelli. Bara allt frábært í alla staði. Rauk svo á opið hús eftir kvöldmat.
Systur og Hillus komu svo aðeins í dag sprækar að vanda, eru alltaf svo mikil krútt þessar litlu frænkur mínar, knúsa þær í botn og Hillu sys líka barasta, svona risaknúsa dagur hjá mér í dag:)
Sakna hennar mömmu minnar helling þessa dagana, jólin voru hennar tími, og um leið og var farið að týna skrautið upp í búðunum var hún dottin inn með jólakerti, jólaengil eða eitthvað, allavega sakna hennar bara...
Eyþór fer að skoða síðasta orgelið á morgun, fannst hann nú vera þreyttur en hann var á rölti um einhverja borg í Þýskalandi held Berlín með myndavélina á lofti en er líklega sofnaður núna I hope. Leggur svo af stað heim um hádegi á fimmtudag.
Fékk svo að vita að það kostar marga marga peninga að gera við hurðina á Passat, en það verður að gerast svo maður komist inn og út úr honum, ætla að setja viðgerðina á Polo á hold framyfir áramót, fer að safna mér fyrir þeirri viðgerð, pjúff óþolandi þegar bílarnir fara að bila.
En farin að lúlla mér hafið það gott allir og verið góð við hvert annað, þýðir ekki annað á þessum tímum.
Sjúlli kveður á ljúfu nótunum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.