Bloggídi blogg

Nú skal segja hvað...hmmmm hef mest lítið að segja en það er nú bara þannig að þegar ég sé tölvu þá bara kemur yfir mig sú tilfinning að ég bara hreinlega verði eitthvað a tjá migGasp

Eyþór var að koma heim og fer aftur kl 20 og held hann sofi í augnablikinu, veitir ekki af kallgreyinu. Brynja er í fermingarfræðslu og rétt kemur heim til að drífa sig á bretti í fjallinu, segir sig kannski sjálf að hún fari í fjallið en ekki niður á poll....döh.

Hef verið bara heima í dag, Solla kíkti aðeins í kaffi í morgun og svo Hilla og Sólin áðan gaman að þvíHappy Hlusta á internetútvarpið hérna hægri vinstri jolin.is og það eru bara fín jólalög spiluð þar ekki bara rokklögin heldur eldgömul sem ég man eftir síðan ég var pínu púki en það er nú ekki langt síðan þar sem ég er nú bara 34....Solla hvað ert þú aftur *hóst* alveg að verða 35 er það ekki HAHA. Gamall brandari en sígildur alltafBlush Hún er nebbilega fædd í jan 1972 en ég í nóv 1972 þannig að hún er alltaf næstum ári eldri en ég ótrúlegtPolice

Hérna er rigningarsuddi, vildi nú heldur hafa bara snjókomu og frost en maður fær nú aldrei að ráða veðrinu, merkilegt að enginn skuli vera búinn að finna út úr því.....

Ætla að fara að setjast ofaná kallinn hann sefur ekki lengi eftir það, hlussan sest og hann sekkurLoL

Sjúlli kveður alveg gjörsamlega snargeðveikurW00t ekkert að því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ.

Ég veit ekki betur en ég sé 34 ára og þá erum við jafn gamlar (jafn ungar).... báðar fæddar 1972 

Við eigum líka 20 ára fermingarafmæli í ár... hvenær eigum við að halda upp á það??? 

Kv. Solla.

Solla (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband