Já og hvað....

Veit aldrei hvað ég á að setja í fyrirsögn, asnalegt að þurfa að hafa eitthvað þar, er ekki nógu skapandi til að geta sett einhverja virkilega frumlega setningu en svona er það nú bara. Sit hérna í kirkjunni og er að bíða eftir að Ingi litli klári að spila í jarðarför, ætlum svo að fara og fjárfesta í einhverjum pípum í vaskann á baðinu húsbóndinn var svo sterkur í gær að hann spændi það allt saman í sundurGaspsvo sterkur þessi elska.

Var að koma úr hjartaómuninni, holterinn kom ekki vel út er alltaf með púlsinn í 100-110 eðlilega og svo skýst hann upp í svona 140-150 þess á milli. Er samt ekkert að sjá á hjartanu mínu og ekkert í lungunum mínum heldur en þetta er ekki eðlilegt ekki einu sinni þó svo að ég sé ólétt sagði hann Gunnar Þór hjartaspekúlantHeart en ég á að koma aftur 11. des og þá ætlar hann að taka samanburðarmyndir og líklega að senda mig í blóðprufur og eitthvað dæmi. Hann ómaði líka bumbuna mína og sagði svo allt í einu "nei þarna er þetta líka fína tippi" og svo hló hann eins og vitleysingur og sagðist mega þakka fyrir að vita hvað væri á þessari ómmynd, þetta gæti allt eins verið handleggur hahahahah húmorinn í botni. Þannig er það nú bara í pottinn búið......

En annars er bara allt fínt að frétta, fallegt veður og bara 2 stiga frost, verulega fínt nema það er ógisslega hált.

Eitt gæludýrið okkar kvaddi þennan heim á föstudagskvöldið en það var fuglinn Grettir sem Brynja var búin að eiga síðan hún var 7 ára s.s. 6 ár en hann var nú búinn að vera eitthvað veikur......þannig að nú eigum við bara 7 fugla....haha en blessuð sé minning hans engu að síður. ´

Okkur hjónum var boðið í eðal svínakjöt og með því í Einholtið og kaffi og konfekt og viskí og ég veit ekki hvað og hvað á eftir en auddita drekk ég ekki þannig að ég fékk mér bara kaffi og mikið af konfektiLoLstór kona þarf mikið að borða enda borða ég fyrir tvo, fæ aldrei leið á þessari afsökun Shocking

Brynja kom af skaganum í gærkvöldi eitthvað um 8 leytið þvílíkt sæl og glöð en þreytt, og hafði eignast helling af nýjum vinkonum þannig að þetta hafði verið nákvæmlega eins og það átti að vera, nema þær töpuðu fyrir skagastelpum 2-1 og 1-0 ekkert stórt en djöfulli vont samt...við töpum helst ekki er nebbilega þeirra mottóWoundering

Slúðri lokið í bili og ætla ég að setja fætur hér upp á borð og hafa það huggó þar til karlinn kemur..

Sjúlli kveður í ró og spekt

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var búin að frétta af konfekti í Einholtinu.. og svo sé ég hér að þú ert búin að fara þangað í mat og næra þig..þannig að ég bara býst passlega við að konfektið sé búið..

Best að hringja í frúnna í einholtinu og biðja hana um að kaupa meir því ég fer alveg að fara þangað..:)

En djö fannst mér þetta gott hjá doktornum að segja þetta með litla spollann...hehehe hefði viljað sjá svipinn á þér..(",)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband