Loksins heima

Eftir langa og strembna fjarveru að heiman er maður loksins kominn heim.  Dagarnir í Þýskalandi voru frábærir.  Heimferðin þó frekar leiðinleg, fór af stað frá Oppenheim með lest kl 7 að íslenskum tíma á fimmtudag.  Beið í Mainz í dágóðan tíma, þurfti reyndar að kaupa mér hvítar buxur fyrir söng Hymnodiu við afhendingu sjónlistarverðlaunanna daginn eftir.  Ég fór síðan með rútu frá Mainz til Frankfurt Hahn flugvallarins.  Eftir bið þar flaug ég til London Stansted og beið auðvitað þar lengi. Lenti í smá basli með að koma öllu dótinu í gegn um öryggisskoðun, þar sem bakpokinn minn var full stór, en eftir að hafa troðið drasli í alla vasa gekk það upp.  Kom svo heim til ömmu um kl 1 eftir miðnætti og flaug norður með fyrsta flugi morguninn eftir.  Hymnodia söng svo um kvöldið frábæra útsetningu af Blástjörnunni eftir Michael Jón Clarke.  Þessu var sjónvarpað beint á RÚV.  ÉG var að basla við að læra textann á síðustu stundu, enda hafði ég óvart hent nótunum mínum í London þegar ég var að taka til í bakpokanum.  Verkefnin hlóðust upp á meðan ég var úti og núna er vinnutörn.  Reyndar ætla ég að fara á gæs í fyrramálið með Mása.  Verður dásamlegt að liggja í moldarskurði í kulda og rigningu (Þetta er sagt algerlega án kaldhæðni).  Ég fór á gæs daginn áður en ég fór út og það var bara fínt. 

Meiri fjölskyldufréttir síðar,

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því vel að það sé gaman að fara á gæs í moldarskurði.

blog.central.is/orgelstelpa (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 16:58

2 identicon

Ég heyrði að þessi gæsaferð hefði skilað miklum afla....(",)
KV Lilja

Lilja Hr (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband