1.7.2007 | 23:22
Strikið prikið út með rykið
Orðið að þaga er eitthvað sem ég veit held ég ekki hvað þýðir þar sem ég kann allavega ekki að þegjafinnst ofsalega gaman að tala og er alveg sátt við það sjálf en held að mörgum finnist ég tala og tjá mig meira en góðu hófu gegnir allavega kannski ef miðað er við karlinn minn sem er frekar orðvar og prúður maður
En allavega í dag er hann búinn að vera giftur mér í heilt ár og á hann alveg mikið hrós skilið því mér skilst að ég sé frekar erfið í sambúð enda erum við hjónin frekar ólík sem er alls ekki verra, myndi nú ekki halda að það væri eitthvað betra að við værum svo lík að við myndum kúka sama kúknum næstum því *glorr* Ef þið lásuð teiknamyndasögurnar um Gorm þá munið þið líka eftir þessu *glorr* fannst það frekar fyndið en nú er ég komin út fyrir efnið.
Ætla ekki að tjá mig meira um það.
Fórum svo seinnipartinn hjúin niður í te og kaffi og ég fékk með Swiss mokka og súkkulaðiköku og Eyþor Coke light og dökkt súkkulaði er svo duglegur núna að passa sig í sykrinum á alveg hrós skilið fyrir það. Ég var með samviskubit og fór því og bræddi úr brettinu ok skal segja satt frá brettið bræddi úr mér jók mig og skokkaði 2.5 km núna og svo drap ég boxpúðann aðeins, hugsaði um hamborgarann og bara trylltist snilld.
Katla mín búin að vera yndisleg í dag ekkert mallavesen bara gleði hjá henni þessari elsku, búin að hjala og tralla og drekka þess á milli, ég endurtek EKKERT í maganum í dag Var svo slæm í gær greyið að það var ferlegt en í dag bara tóm gleði.....sofnaði kl 21 og steinsefur enn....best að fara að halla sér hjá henni svo maður nái að hrjóta smá áður en hún vill snabbann sinn...
Sjúlli Tyson kveður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 15.11.2008 kl. 23:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.