Hor og aftur hor

Ef það er eitthvað sem fer í taugarnar á mér þá er það að vakna með nefið og hausinn fullt af hor, enginn undirbúningur ekkert bara allt í einu plaff og það var hor. Þannig dagur hjá mér í dag og ég er sko alls ekki sátt, er alls ekkert lasin bara með hausinn fullan af þið vitið hverju. Best af ofgera ekki orðinu:)

Páskarnir búnir með öllu sínu áti sem reyndar var með minna mótinu hér á þessu heimili allavega ef litið er til kvenpeningsins, við Brynja vorum eins og litlu börnin á páskadagsmorgun vöknuðum snemma til að opna páskaeggin en þegar við vorum búnar að fá málsháttinn þá langaði okkur ekkert í eggin, enda finnst mér þessi egg nú hálfgert prump miðað við það sem var þegar ég var lítil. Núna opnar maður eggið og það er fullt af einhverjum pappír allt nammi er komið í pappír þannig að í raun er eiginlega ekkert nammi inni í egginu frat segi það enn og aftur.

Fórum út í göngutúr í gær að skoða girnileg einbýlishús og láta okkur dreyma, verður ekki nema draumur í bili allavega, eigum okkar góðu íbúð sem við erum ánægð í en er eiginlega að verða heldur lítil núna, fylgir ótrúlega mikið dót henni Kötlu og einhversstaðar þarf það að komast fyrir, kemst ekki meira inn til okkar eiginlega þar er komið skiptiborð og rimlarúm og var nú herbergið enginn salur sko:)
Verð að vinna í Lottó eða eitthvað svoleiðis þá færi ég beina leið og keypti mér einbýlishús, eins og segir í auglýsingingunni "ég hætti ekki fyrr en ég fæ seðil" og minn endir verður "og kaupi svona hús" haha damn er maður ekki bara fyndinn svei mér mætti nú alveg segja mér það.

Ég fór svo í göngutúr í dag með mömmu, Hildi, Brynhildi og Kötlu minni á meðan Brynja og Ragnhildur fóru í bíó, röltum við okkur í bæinn og enduðum á Bláu könnunni í heitu kakó svaka huggó og slúðruðum svolítið alltaf gaman að því:) Vorum svo boðin í mat til Hildar í kvöld og fengum þar dýrindis lambalæri og með því alveg typpikal.

Búin að vera í dag að dunda mér við að gera verkefni í Power Point sem er svolítið flókið í makkanum þar sem allar leiðbeiningar eru eins og maður sé með Pc en ég er samt búin að geta gert 2 verkefni af 4 en þar strandaði ég þar sem ég finn hvergi einn fídus á makkanum alltsvo í Neo office eins og office pakkinn heitir á þessu epli:) En mögnuð talva samt:)

Sótti um í vinnuskólanum fyrir Brynju í dag ætlaði að vera búin að því fyrir löngu en alltaf eitthvað tafið mig, verður frá 10 júní - 27 júlí minnir mig og fyrir hádegi þar fyrir utan, svo er bara spurning hvort hún kemst í Hagkaup eða eitthvað seinni hlutann kemur allt í ljós annars sýnist mér það verða nóg að gera í boltanum í sumar sem er bara af hinu góða:) Svo voru pabbi hennar og Kristín að bjóða henni til Spánar held ég að sé staðurinn og verður það frá 3-10 sept annars kemur það betur í ljós á morgun eða næsta, átti eftir að panta ferðina:)
Bara æðislegt spurning um að gerast laumufarþegi:)

Best að fara að athuga með litla barnið liggur eins og engill í rimlarúminu sínu:)

Sjúlli kveður ofsa hvítur og vel hærður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband