30.3.2007 | 17:50
Hér sé stuð
Kominn tími til að blogga, eða hvað. Ekki eins og ég hafi eitthvað annað að gera en að leggja mitt af mörkunum til röflsamfélagsins:)
Allt gott að frétta héðan, vorum að koma inn frá því að kaupa skírnartertuna, skutla Brynju á æfingu og að sjálfsögðu renndum við í sjoppu og fengum okkur pylsu nema hvað þær voru vondar, er kannski komin með nóg af pylsum fyrir lífstíð, borðaði pylsu á hverjum degi síðustu vikur meðgöngunnar skal nú segja ykkur það:)
Hilla og Guðmundur komu í hádeginu með dæturnar sínar tvær, Hilla var að fá sjá makka langaði að vera svona makka djellu mamma eins og ég my gad:) Verð nú alltaf flottust samt sko.
Er búin að vera með þvílíkasta helvítis hausverkinn í dag sem by the way orsakast af vöðvabólgu og gömlum hálsmeiðslum, ætla að reyna að komast að í þjálfun eftir helgi, allavega nálar til að byrja með.
Er að bíða eftir að Eyþór klári einhvern fund sem hann er á því þá ætlum við að fara í brjálæðið í Bónus og reyna að ná okkur í einhvern matarbita, ekki það að lystin er ekki upp á mjög marga fiska hjá mér allavega, hef bara eiginlega enga matarlyst, helst í ávexti ef eitthvað er, merkilegt.
X-factor í kvöld ætla að horfa þó svo að ég þoli ekki Ellý guð minn góður hvað hún á eitthvað bágt eða ekki bágt:) En vil sjá Guðbjörgu fara út í kvöld, hefði viljað sjá hana fara síðast en mér varð ekki að ósk minni damn, fer í kvöld trúii ekki öðru, annars skal ég hundur heita já t.d. snati:)
Röflari af guðs náð..
Sjúlli kveður já og ekkert meir um það að segja
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.