Ekkert.

Þarf ekki alltaf að troða einhverri fyrirsögn eins og ég hef reyndar svo oft sagt:)
Var að lesa fréttablaðið áðan sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema enn er kallinn þarna Kristján sem tuðaði hvað mest út af laginu hennar Silvíu Nætur í fyrra byrjaður að tuða út af textanum við lagið sem Eiríkur syngur, afþví að hann samdi íslenska textann gerði hann líka texta á ensku ef ske kynni og nú er hann brjál af því að annar var fenginn til að gera textann sem er reyndar finnst mér mikið flottari en þessa Kristjans sítuðandi.....Skal segja ykkur það sumir þurfa að tuða yfir öllu og hann er greinilega einn af þeim.

En svona er þetta bara. Var að draugast á lappir vaknaði reyndar kl 7 en þá vildi litla mín fá sopann sinn og svo hef ég legið og dáðst bara að henni en er s.s. komin á skankana og byrjuð að tölvast, sit hér með allt skóladótið fyrir framan mig og langar ekkert til að fara að læra en geri það nú fyrir rest. Er samt svo þreytt eitthvað og eins og lík í framan og það breytist ekkert:)

Elín sys droppaði aðeins hér inn í gær og færði mér svona heklað ullarvesti hrikalega flott auk þess sem það kemur til með að verma júllurnar á mér svo þær frjósi nú ekki....alltaf svo hugulsöm þessi elska.

Annars er ofsalega fallegt veður hér, rigning og bara hlýtt nokkuð 5 stiga hiti held ég bara. Ætlaði að fara út í smá göngu en ég er ekki viss um að ég geri það alveg strax svona. Segir mér svo hugur að ég ætti að bíða í nokkra daga:)

Búið að ákveða skírnardag s.s. á sunnudag kl 15 í kapellunni í Akureyrarkirkju og að sjálfsögðu verður það s. Óskar Hafsteinn vinur vors og blóma sem sér um að skíra litla gullið okkar kemur enginn annar til greina:) Hún á að heita.......kemur í ljós á sunnudaginn ekki þessa forvitni alltaf:)

Best að láta hér staðar numið og fara að blogga um fallegasta barn allra tíma á barnalandi......

Sjúlli kveður þreyttur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar... gott að allt gengur vel....ég fer nú að detta inn og knúsa litlu pínu....ætla að leyfa mesta gestaganginum að líða hjá....svo kem ég(",)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband