Handbolti, Júró og hvaðeina

Jæja enn ein vikan byrjuð, þetta er með ólíkindum hvað tíminn líður hratt, mætti samt alveg líða ögn hraðar allavega næstu 7 vikurnar, pjúff er alveg komin með nóg af því að vera kona í yfirstærð. Verð nú að segja að ef að þeim sem eru mikið yfir kjörþyngd líður eins og mér þá myndi ég sko löngu vera búin að gera eitthvað í málunum, ég meina ég get ekki reimað skóna mína....ekki snyrt á mér tærnar...fyrir utan allt annað...En þetta er nú samt ekkert illa meintBlush

Helgin leið nokkuð stórslysalaust enda varla við öðru að búast þar sem fjölskyldan hélt sig mest innan dyra. Eyþór fór samt á föstudagskvöldið á árshátíð kirkjukórsins, var að spila þar og kom heim um 23:00. Laugardagurinn var án klæða alltsvo vorum öll á náttfötunum frá morgni til kvölds fyrir utan að Eyþór labbaði niður í Nettó að ná í mat handa okkur svo við gætum nú haldið áfram að vaxa og dafna í okkar letistellingum. Handboltinn maður minn pjúff mikið var ég fegin að Ísland vann Slóveníu á laugardaginn vá hvað það var erfitt að horfa maður minn....en sem betur fer þá unnu þeir með eins marks mun því þeir hefðu held ég aldrei haft Þjóðverjana í gær þó svo að þeir hefðu verið með sitt besta lið....

Hlakka til að sjá þá á móti Danmörku á morgun eiga fína möguleika í að vinna þá ef þeir eru í formi, meira og minna að verða krambúleraðir greyin, nokkuð margir komnir með meiðsl en svona er þetta...Þakka eiginlega fyrir að vera bara í fríi á þessum tíma svo ég missi ekki af neinu...hahaha

Júróvísion var líka á laugardagskvöldið og því miður þá komst pabbi Brynju og hans hljómsveit ekki áfram hefði verið heldur betur gaman fyrir hana að sjá þá fara áfram en þeir voru með alveg ágætis lag fannst okkur allavegaHalo Gengur bara betur næst........Fannst nú eiginlega að Friðrik hefði ekki átt að fara fannst það frekar svona leiðinlegt lag, en Eiríkur svínvirkaði og svo er Jónsi alltaf góðurGasp Brynja fór í Júrópartý til Þórsstelpna og pöntuðu þær sér pizzu og var alveg dúndrandi stemmingGrin

Ég var löt um helgina og nennti ekkert að læra og eins og sést þá er ég enn löt og nenni enn ekki að læra, hvernig fer þetta eiginlega. Annars er voðalega mikið bara upprifjun því það eru margar sem hafa ekki verið í skóla síðan 1700 og súrkál við erum held ég 14 í þessu fjarnámi og þar af er ég 4 yngst hinar eru fæddar '47 og ´52 megnið af þeimGetLost Gaman að því.....Voru tvær sem ætluðu í þetta nám sem voru að vinna með mér í heimahjúkrun en held þær hafi guggnað hef allavega ekki séð þær inni á námssíðunni, þarf að fara að hringja í þetta lið og kanna málið, hefði verið svo fínt að hafa þær og geta hist kannski eins og x 1 í mánuði og farið yfir þettaGasp

Eyþór er í borg Davíðs á óteljandi fundum í dag blessaður, keyrði hann á völlinn kl 7 og kemur hann aftur í kvöld í kringum 20 leytið. Brjálað að gera, var nú samt í fríi alla helgina og held ég að hann hafi nú heldur betur haft gott af því.

Best að fara að læra eitthvað smá...

Sjúlli kveður letin uppmáluðW00t

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband