Undur og stórmerki

Það er eiginlega til skammar að ég skuli alltaf láta konuna mína sjá um að blogga hér.  Ég opnaði síðuna og ætlaði að vera ofsa duglegur.  En nú kemur ein færsla.  Er að fylgjast með Venna Páer í sjónvarpinu.  Mér finnst Venni nefnilega fyndinn. Aulahúmorinn er akkurat fyrir mig.  Ég hangi sem sagt heima.  Er drullu slappur vegna blóðsykursóreglu.  Er í fríi um helgina og ætla að taka því rólega.  Nú eru bara 8 vikur eftir að meðgöngunni og undirritaður orðinn verulega spenntur.  Er að fara á taugum vegna utanlandsferðar sem ég þarf að fara í eftir tæpar 4 vikur.  Er að reyna að finna leið til að sleppa við það. 

Myrkir Músíkdagar eru búnir hjá Hymnodiu, fyrri tónleikarnir voru í Langholtskirkju og gengu alveg ágætlega og þeir síðari í Laugarborg í Eyjafirði og gengu þeir stórvel. 

Mig langar rosalega í veiði.  Setti mynd af sjálfum mér þar sem ég sit við Ölvesvatn í miðnætursól á desktoppið á tölvunni minni.  Veit að það er mjög mikill egóismi hjá mér, en ég varð að hafa veiðimynd uppi við.  Spurning hvort ég fari ekki að æfa fluguköstin úti í skafli eða skjóti á olíubrúsa uppi á heiði :)

ekki vil ég nú blogga of lengi svona fyrsta skiptið eftir hlé.  Gæti fengið harðsperrur

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta "undur og stórmerki"

Bumban (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband