Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

útskrift loksins:)

Loksins eru einkunnir búnar að skila sér og ég alveg sátt, hjúkrun 8 og stjórnun 7 en á reyndar eftir að fá úr inngangi að kennslufræði en hugsa að þar hafi komið 9 án þess að ég sé viss:) Loksins er þetta búið og ég er s.s. orðin sérhæfður sjúkraliði, eða ofursjúlli eins og við vorum að djóka með. Útskrift verður í háskólabíói  á föstudag kl 16 en ég ætla ekki að fara, er bara ekki í standi til þess.  Skilar nokkrum aukakrónum á reikninginn minn og vonandi víkkar þetta starfsgrundvöll minn.  Ég er alsæl.

Rakel Ýr er að koma í kvöld lendir hér á Akureyri kl 20 og ætlum við Katla að bruna eftir henni þar sem Eyþór er með tónleika. Verður hérna þangað til 7 janúar minnir mig. Fórum niður og gerðum herbergið hennar klárt til vistar áðan...

Ætlum að renna aðeins í bæinn á eftir við þrjár mæðgur og kaupa í matinn og aðeins jólagjafir og svona eitt og annað m.ö.o draga björg í bú. Hef lítið að segja svo sem meira en þetta varð bara að lýsa yfir gleði minni á því að vera búin með þetta allt saman.

Skrifa meira seinna

Sjúlli kveður agalega sérhæfður 


10 dagar til jóla

Styttist óðum til jóla og eins og venjulega þrátt fyrir miklar fyrirætlanir um að hafa það einmitt öfugt, þá á ég töluvert mikið eftir að gera fyrir jólin og þá er ég ekki að tala um þrif því ég er löngu búin að fatta að þrátt fyrir skít á skápum og í skúffum þá koma jólin samt. Þannig að ég hef öfugt við marga þrifið á haustin þegar fluguskammirnar eru farnar:) En allt kemur þetta og ætla ég að baka piparkökur á eftir og skera út einhverja kalla og kellingar fyrir litla dverginn að mála, ekki að stóri dvergurinn minn hefur held ég alveg jafn gaman að því.

Fórum á Húsavík í gær við systur með dæturnar okkar fjórar. Eyþór var að vinna og komst ekki...:( Vorum komnar austur rétt fyrir þrjú og fórum til Mása og co og sníktum mat hjá honum, var ekki hissa þó tengdasonur hans spyrði hvort ekki væri til matar á Akureyri þvílíkt hungur var í liðinu...múhaha sátum svo þar lengi og spjölluðum og fórum svo í nammi- og jólaljósarúnt. Kíktum svo til Örnu og Áka í mandarínur og með þeim:) Hef ekki komið til þeirra í 100 ár, var næstum daglegur gestur þar á tímabili svona er lífið. En síðan fórum við í hangi- og sauðakjöt til Elínar og borðuðum mikið og vel. Mási fékk sauðakjöt hjá einhverjum kalli. Allavega þetta var bara góður dagur og gott að hitta gengið sitt allt saman, en Linda, Lilja, Fannar og Guðný voru líka ásamt börnum og svo Bjartur og Hilmar rúsínurass:)

Katla sofnaði fljótlega eftir að við lögðum af stað og svaf alveg s.s. til kl 7 í morgun Eyþór bar hana bara inn í rúm þar sem hún hraut áfram. Er foxill hérna á gólfinu núna því jólabangsarnir hennar neita að hlýða skipun hennar um að setja heldur detta alltaf og almáttugur hvað mín getur orðið ill yfir því haha..Brynja fór til vinar síns um leið og við komum og skutlaði Hildur henni þangað þannig að við hjónin sátum hérna í þrjá tíma og hlustum á Palla og ræddum heimsinsgagn og nauðsynjar.

Einkunnir enn ekki komnar, er hætt að nenna að kíkja bara til að verða fyrir vonbrigðum, verð bara þeim mun glaðari þegar ég lít svo loksins og sé að jú ég hef líklega bara náð öllu:)

Best að fara að leita uppi jólaskraut og hafa eitthvað ofanaf fyrir litlu elskunni minni.

Sjúlli kveður á svo yndislega fjölskyldu vítt og breitt 


Er ekki málið bara að blogga:)

Hangi í tölvunni á milli þess sem ég hendi plötu af smákökum inn í ofninn, er að baka lakkrístoppa og hver plata er ca 20 mínútur inni í einu þannig að þetta tekur tíma sinn. Var snemma búin í vinnunni í morgun, skellti mér í ljós, fórum svo ég og Eyþór og keyptum eina jólagjöf og svo náði ég á meðan Katla svaf að kaupa 2 þannig að þetta er að verða komið bara:)

Mallinn ögn skárri, má taka Paratabs og það bjargar miklu, var látin taka Norgesic (morfín) minnir mig þegar ég fékk þetta 2003 og jesús minn ég röflaði eins og ég væri dauðadrukkin og þoldi þær engan veginn, var samt þá nestuð með ein 10 stk heim, pjúff 9 fengu að fjúka, en þakka guði fyrir að ég fékk ekki þann ósóma aftur:) Örlar enn á verkjum í maganum en mest samt á ógleði og ég finn að ég þoli ekki að borða fæ bara strax sviða í magann....en þetta grær

Bíð enn spennt eftir einkunnum, búin samt að fá staðfest að ég náði því sem ég hélt ég hefði fallið í þannig að ég allavega er save með það en með hvað ég náði veit ég ekki.

Hérna snjóar fallega í því sem næst logni og mikið fallegt veður, jólaskreytingar njóta sín vel. Dundaði mér við í gærkvöldi að hengja upp jólaóróana frá Georgi Jensen, á síðan 2000 Hilla hefur alltaf gefið mér þá nema núna þá gaf hún Eyþór hann hmm hvað á það að þýða hahaha...svo á ég tvo af minnigerðinni sem Tengdó gaf annan og pabbi hinn.

Best að hætta að rugla og fara að gera eitthvað gáfulegt hvað svo sem það getur verið

Sjúlli kveður bloggóður 


Slysó árla morguns

Gafst upp á svefnleysi og verkjum í maga kl 06.00 í morgun og hafði ég þá aðeins náð ca hálftíma. Fór og heimsótti Pálma lækni (ótrúleg heppni hann er alltaf þegar ég þarf) upp á slysó. Skilaði þar þvagprufu og ýmislegt annað sem var tekið. Eftir vangaveltur og spjall komumst við að því að líklega drykki ég of mikið kaffi á dag, væri með streitu á háu stigi (ekki náð að slaka neitt á síðan 3 júní í sumar) og þetta væri fullt af uppsöfnuðu, þannig niðurstaða miklar magabólgur líkast til og fékk ég lyf við því. Dreif mig svo í vinnuna alveg að farast í maganum og vá hvað ég var fegin þegar ég kláraði pliktina og fór heim. Ætla svo að leggja mig með Kötlu á eftir.

Eyþór var eitthvað slakur lika, sjóntruflanir og þungur hjartsláttur, vesen, búið að vera gríðarlegt vinnuálag á honum undanfarið og sér alls ekki fyrir endann á því. Verð að nudda kallinn þegar hann kemur heim í kvöld eftir tónleikana, svona ef ég verð ekki sofnuð. Agalegt ástand á okkur. Þurfum að komast í burtu frá heimsins stressi, best að fara að planera eitthvað.

Enn engar einkunnir og ekki lagar það líðanina í maganum, bara svo spennt...

Best að fara að leggja sig með trítli litla sem auðfinnanlega hefur dundað sér við að sinna kalli náttúrunnar á meðan mamman blaðraði hér.

Sjúlli kveður bólginn 


Góðverk dagsins:) já eða næturinnar

Ætla að sletta inn hérna smá bulli allt fyrir Ragnheiði gullmola samnemanda minn::)

Klukkan að labba sér í 2.00 og ég er gersamlega að drepast í maganum, hrikalegir verkir og ég sit hér með hitapoka á bambanum í von um að það skáni en lítið gagn, ógleðin að kála mér en get ekki ælt, kannski bara afleiðingar mikils stress undanfarna daga svo er núna svona spennufall og lýsir sér kannski svona hver veit. Samt er ég núna stressuð yfir einkunnum sem vonandi fara að detta í hús, rýk framúr á morgnana á brókinni og hendist í tölvuna eins og argasti tölvupervert, agaleg æst, opna WebCt og langar hreinlega til að grenja þegar ég sé að það er ekkert komið, kannski ekki skrýtið að maður sé með í maganum...Gasp

Búin að vera agaleg virk síðan ég kláraði prófið í gær sem by the way mér gekk alveg  ljómandi vel í að mér fannst allavega. Bakaði eina sort af smákökum í gærkvöldi, tók gardínur úr stofunni og þvoði, skrifaði á nokkur jólakort. Síðan í dag eftir vinnu tók ég til við að stytta gardínurnar og það gekk þolanlega, allavega eru þær komnar upp burtséð frá vandvirkni:)

Nokkuð hvasst hérna á neðri brekkunni núna, ekki vanalegt að maður heyri hvína í en það gerir það svo sannarlega núna, gott að vera inni bara enda hvað ætti ég að vera gera úti um þetta leyti tja maður spyr sig.

Ætla með pabba á morgun að kaupa nokkrar jólagjafir og í pósthúsið. Ætla að reyna að vera búin að gera það klárt sem ég ætla að senda þá líka, efast um ég nái því, alltaf eitthvað á síðasta snúningi. Erum að fara um helgina á Húsavík ef veður leyfir og borða eitthvað gott með systkinunum mínum þar og familium, Eyþór ætlar að reyna að hliðra til svo hann komist líka, góður matur einhversstaðar og minn maður sleppir ekki svoleiðis. Er að hugsa um að fara á tónleika annaðkvöld með Palla og stúlknakórnum ætla samt að sjá til hvað ég geri, ætlaði nú að bóna gólfið á slotinu, agaleg þörf komin á því að skipta um gólfefni hjá mér, ætla samt að bíða aðeins með það og athuga hvort ástandið í þjóðfélaginu batni ekki svo maður geti bara skipt um húsnæði, þolinmæði og ég eigum bara ekki samleiðW00t

Brynjan mín fer líklega 21 des til pabba síns og co og kemur aftur á annan í jólum, búin að vera á fullu í próflestri og ætlar sér góðar einkunnir inn í MA hef enga trú á öðru en hún geti það, klárar skólann 18 des held ég. Búin að vera í fullu að láta dekra við sig, klipping í gær, litun og plokkun og ljós í dag..mamman brá sér nú reyndar í ljós líka og steinsofnaði ekki alslæmt...

Verð að fara að reyna að sofa þrátt fyrir magaverkina, eru ekkert eðlilega slæmir skrýtið eins og agalegur sviði í maganum..hef fengið magasár einu sinni og það var vont man samt ekki hvort það var svona vont...jahérna

Sjúlli kveður þjáður 


Lærdómur, hryggur, Benedikt ofl.

Jólalyktin angar hér um allt núna, pabbi gaf okkur hamborgarahrygg síðan í fyrra eða hittifyrra (ótrúlegt sem leynist í kistum hjá fólki) og ég ákvað að testa hvort væri ekki í lagi með hann, enda búin að kaupa mér fyrir jólin:) Eyþór er að vinna en nær að skjótast aðeins heim til að slafra í sig.

Búin meira og minna að vera að reyna að læra í dag með Kötlu ýmist ofaná mér lesandi bók, klípandi mig í kinnar eða annað slíkt:) Hef aðeins samt náð að meðtaka. Renndum svo í morgun til að tékka á íbúðinni í Smárahlíð hvort ekki væri allt í lagi þar og svona og jújú allt í kei þar. Síðan áðan bauð ég bæði stóru og litlu í nammi og jólaljósarúnt og settum í leiðinni friðarkerti á leiðið hennar mömmu. Núna er bara verið að horfa á Benedikt búálf og dunda sér. Er ekki skemmtilegasta mamma í heimi núna en reyni að bæta fyrir það strax og prófin eru búin. Passar að þegar ég klára þá byrjar Brynja í prófum, annars er hún svo dugleg. Gleymdi að læra fyrir stærðfræðipróf í síðustu viku, allt í einhverju svona rugli eftir að við komum að utan og hún rúllaði samt eins og einni 10:) Sem er gott því hún er ákveðin að fara í MA og þá þarf hún að sýna góðar einkunnir.

Hef svo sem ekkert margt að segja, varð bara aðeins að hvíla mig frá hjúkruninni þó svo ég sé ekkert búin að læra yfir mig beinlínis, en líður samt betur að vera að fara í þetta próf en það síðasta. Ætlaði að vera rosalega dugleg og klára jólagjafir í dag en sá svo í hendi mér að ég get bara gert það úr því sem komið er eftir próf.

Hætt að röfla

Sjúlli kveður  


Ein martröð yfirstaðin, önnur framundan

Get svo svarið það, ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar ég kom heim úr stjórnunarprófinu í dag, henti mér upp í rúm hjá Kötlu og Eyþóri og langaði mest til að grenja, mér gekk svo illa. Fórum svo að þrífa hjúin eftir skapvonskukast sem reyndar enginn nennti að veita eftirtekt og þá svona fór ég að hugsa "jú kannski hef ég náð 5" krossa putta og vona búin að vera með 10 fyrir öll verkefni í þessu nema einu fékk 9,5 fyrir það, sendi hlýja strauma til Petru kennaraHalo

Er svo útflött hér á stofugólfinu núna að berjast við að rifja upp eitt og annað í hjúkruninni sem mér by the way finnst miklu skemmtilegri því þar liggur jú mitt áhugasvið. En erfitt engu að síður og mikið að læra en þetta hefst með guðs hjálp og góðum vættum ehakki.

Kjellurnar í vinnunni voru svo sætar að létta aðeins á mér þannig að ég gat farið heim að láta mig kvíða fyrir kl 11 í staðinn fyrir kl 13 og það var voðagott og ég var farin að skjálfa þegar ég loks drattaðist upp í skóla haha.  En nóg um þetta í bili..

Halli Hauks hafði samband og nú loksins er kominn tími á æðahnútaaðgerð, má velja um 8 jan eða 29 jan hugsa að ég taki 29 jan þar sem það er möguleiki á því að ég sé með sjúllanema með mér til 23 jan á eftir að kanna það. Hlakka til að losna við verkina úr fætinum og bara þetta er svo ljótt. Hef átt svolítið erfitt með að hlaupa undanfarið þar sem þetta háir mér smá. En allt að styttast bara.

Aðhald gengur þokkalega er komin niður fyrir 70 kg svona ykkur að segja er ég orðin 68 kg sem þýðir að síðan í ágúst eru 6 kg farin og einungis 4 kg eftir í að ég verði jafnþung og áður en ég varð ólétt en hver er svo sem að teljaSick En það er samt gaman að sjá þetta breytast, hef reyndar ekki hreyft mig mikið undanfarið kannski hlaupið x 1 í viku en passað matarræðið og ekki borðað mikið nammi nema bara núna í prófunum haha meira að segja hætt að hafa einhvern sérstakan nammidag, fæ mér alveg ef mig langar í en bara lítið og það er greinilega að virka, ætla að byrja í vaxtarræktinni þegar ég er búin í prófunum:)

Katlan mín er bara perla, nýtt hjá henni að hún kemur tekur um kinnarnar á manni og kreistir og segir "dú ett kútt" sem by the way þýðir " þú ert krútt" haha ég segi þetta alltaf við hana og núna bara étur hún allt upp eftir manni eins gott að missa ekki út úr sér eitthvað óæskilegt. Prumpulagið er enn afar vinsælt hjá henni og hún prumpar og puðrar með því alla daga snillingur:)

Jæja best að læra smá og fara svo að sofa kannski og reyna að ná meiru en 5 tímum svona eins og einu sinni, held í smá von að Katla sofi lengur en til kl 7 þar sem hún sofnaði ekki fyrr en kl 21.30

Sofið vel lömbin mín

Sjúlli kveður komin með rassæri 


Úttauguð, ósofin, magaverkir og hor

Þetta er s.s. eiginlega ég svona þessa dagana. Er að lesa undir próf sem by the way er á föstudaginn kl 14. Það er svo hrikalega mikið efni og ég er bara ekki að geta náð þessu öllu, en svona er þetta, fylgir því að vera í skóla. Síðustu daga hef ég byrjað að læra um kl 21 á kvöldin þegar Katla er sofnuð og lært til ca 1-2 og svo er maður þreyttur allan daginn og argur og leiðinlegur og agressivur og bara hundfúll:) Eyþór aldrei verið eins lítið heima, hélt reyndar að hann gæti aldrei toppað þegar ég sagði síðast að hann væri aldrei heima en tja þetta er magnaður gaur, enda kreppa og þá er eins gott að vinna bara eins og skepna sem aldrei fyrr, enda maðurinn þekktur fyrir að vera vinnualki.

Fékk út úr lokaritgerðinni okkar Huldu F í dag, fengum 8 djellurnar, þokkalega sáttar en hefðum viljað fá 9 fannst þetta svo flott hjá okkur. Enda setti hún ekkert alvarlega út á þetta þannig en það er fjótt að draga mann niður hver smá villa...

Fer svo í hjúkrunarprófið á þriðjudag og þá er ég búin með þetta nám íha....útskriftin verður 19 des í háskólabíói og ég ætla að sjá til hvort ég fer eða fer ekki, ákveð það bara á síðustu stundu langar en ég sé til.

Fór upp í garð til mömmu á sunnudaginn, kominn fallegur ljósakross á leiðið hennar en allt eitthvað svo kalt og napurt, finnst verra og verra að fara þangað veit ekki afhverju. Mér leið alltaf svo vel að koma þangað en núna líður mér bara illa yfir því, sakna hennar óendanlega þessa dagana. Hún hvatti mig svo duglega í þessu námi og ætlaði sko að koma með mér suður á útskriftina enda verið við allar mínar útskriftir s.s. 2:) en því miður verður hún þar ekki tja nema þá bara í anda þessi elska. Þessi tími er líka smá strembinn því maður gerði svo margt með henni á þessum árstíma þar sem hún var jólabarn jólabarnanna, enda bara alveg sama hvað ég reyni að komast í gírinn ég finn ekki litla jólabarnið í mér núna, hamast alveg við að reyna að baka til að finna fílinginn, setja upp seríur og finnst þetta allt voða gaman en það vantar eitthvað......

Best að hætta þessari ofurviðkvæmni og fara að sofa

Sjúlli kveður í tilfinningarússíbana 


Hann eldist eins og aðrir þessi elska

Já eiginmaðurinn er 35 ára í dag kallinn. Engin veisla eða neitt spurning að það verði haldið eitthvað upp á þetta seinna veit ekki aldrei að vita. Fórum snemma í morgun hele familien í frekar leiðinlegu veðri upp í Kjarna, ætlaði að finna mér köngla til að skreyta mér en minnsta meðlimnum var kalt og fannst ekki mikið gaman þannig að við fórum fljótlega heim bara.

Fórum svo mæðgur þrjár í að henda upp seríum í alla þá glugga sem ekki var komið í og eins fór ég aðeins í að þrífa í eldhúsinu og svona, annars bara rólegt þannig. Skutluðum okkur svo í ljós við Brynja og aðeins í húsasmiðjuna að kaupa smá efni í aðventukransinn sem er mjög einfaldur í ár en fallegur og stílhreinn hvítur og fjólublár.

Síðan brá Eyþór sér með myndavélina í Kjarna að mynda þennan mikla og fallega snjó og tók mikið af fallegum myndum. Fórum líka með Kötlu í kerrunni í bæinn að sjá jólasveinana og þegar kveikt var á jólatrénu, Kötlu fannst þetta allt mjög merkilegt. Síðan komu pabbi, Hildur, dætur, Elín og Viðar í smá franska súkkulaðitertu og kaffi. Nennti ekki einu sinni að elda handa kallinum en ætla að elda handa honum hangikjet á morgun taka smá forskot á sæluna, ef hann fer ekki á rjúpu það er að segja, ætlaði í dag en veðurspáin var bara alls ekki nógu góð en spurning um morgundaginn. 

Var búin að gefa Eyþóri snjóþrúgur í afmælisgjöf en þær brotnuðu við fyrstu ferð þannig að ég gat nú ekki annað en gefið honum smá pakka, keypti handa honum ilmvatn, andlitskrem og Mamamia sem við horfðum á í gærkvöldi og hún er æði. Fór aldrei að sjá hana í bíó þannig að þetta var bara snilld, sofnaði reyndar hjá Kötlu sem rumskaði þegar korter var eftir af henni og ég svaf með tyggjó í munninum og öllum fötunum í sömu stellingu og ég sofnaði í til kl 7 í morgun díses þokkalega þreyttur maður.

Hittumst á fimmtudaginn vinnan og það var virkilega gaman og mikið hlegið, bakaði eina kökutegund á staðnum til að fá ilminn og svo var konfekt, jólaöl og kaffi, lesnar vísur, prjónað, sagðir brandarar og bara hrikalega gaman, verkefnið ekki kynnt þar sem hinn hópurinn var ekki búinn en það á að gera það á deildarfundinum á fimmtudaginn er spennt, okkar er svo flott allavega finnst okkur það:)

Jæja ætla að fara að baða litla gorminn og góna aðeins á tv já eða taka einn skáp í gegn er sko í ham

Sjúlli kveður virkurW00t


Ef ég væri lítil fluga

ég inn um gluggann þreytti flugið mitt. Jáhá skáldlegur skal maður vera. Er í tiltölulega góðu skapi núna, var að klára og skila lokaverkefninu mínu í stjórnun en ég skrifaði um mannauðsstjórnun. Síðan átti ég eftir annað verkefni í stjórnun en það var lítið og létt og það er farið líka og ég er svo dugleg:)

Var nú aldeilis ekki svona glaðlega í morgun, fékk skitu kl 7.40 þokkaleg tímasetning var á leið út um dyrnar OHHHHH. En út um dyrnar fór ég og keyrði hratt upp í vinnu og þaut á milli skjólstæðinga minna og skaust á klósett hér og þar. Þurfti svo að fara upp á FSA til að læra á einhverjar græjur sem einn skjólstæðingurinn minn var að fá og mikið ofsalega varð ég glöð þegar ég sá klósett. Ekki eðlilegt. Hélt svo að þetta væri bara búið og fór og skokkaði í Vaxtarræktinni með Kamillu, var varla komin út þegar allt skall á með krafti aftur, nottlega bara hrist þetta allt niður. Þannig að dagurinn í dag búinn að vera pínu strembinn, þegar ég hætti loks að drulla, varð mér óglatt en ældi ekki, fékk svo beinverki og þvílíkan hausverk en er öll að koma til eftir að hafa gúllað í mig Paratabs. Já það er nauðsynlegt að fólk viti smáatriðin:)

Annaðkvöld ætla báðar stöðvarnar í heimahjúkrun að hittast á okkar stöð, hlusta á jólatónlist, kertaljós, baka smákökur til að fá smá ilm og fá okkur kaffi saman og spjalla verður bara gaman. Eigum að kynna líka verkefni sem við höfum verið að vinna að svona samvinnu/jákvæðni verkefni og mér fannst það svo gaman:)

Ég held ég hafi ekkert meira að segja er að hugsa um að drullast W00t inn í rúm og sofa aðeins, var búin að heita því að fara að sofa um kl 9 en eitthvað klikkaði það enda væri ég ekki búin með verkefnin mín þá. 

Sjúlli kveður alveg ofsakátur 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband