Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Ný síða

Komin með nýja röflssíðu sem er http://sjullinn.blog.is og bara verið velkomin þið sem viljið halda áfram að lesa tuðið mitt:::)

Sjúlli kveður og rær á ný miðW00t


Agnes og Friðrik

Eitt snilldardæmið sem Bubbi syngur eða les inn á plötu, veit annars ekkert hvað þetta heitir en hann allavega jóðlar það ekki:) Dagurinn í dag bara góður dagur, er með gríðarlegt mottó í gangi og það er að sjá það jákvæða í öllu þó svo að það sé bara frekar neikvætt, því í öllu sem neikvætt er er líka eitthvað jákvætt.  Jájá spekin alveg dritast upp úr mér:)

Skrapp aðeins í kvöldrúnt með Hildi sys í svona smá leiðangur og var að koma heim. Arna frænka var hjá Hildi og passaði litlu sólir steinsofandi, gaman að því, alltaf jafn spræk þessi elska.

Vinnan mín byggist upp á maraþonhlaupi þessa dagana þar sem ég er að sinna sjúklingum sem 100% staða á að sinna en ég sinni í 60% smá svona tímabundið ástand, bara gaman að því, er held ég bara með strengi eftir það sem af er vikunni. Maður minnkar kannski við þetta tja hver veit, voðalega dugleg t.d. labba alltaf alla stiga, labbaði sko yfir 100 tröppur í dag þar sem ég er að vinna núna bara í Víðilundarblokkunum og maður hendist upp á topp og niður aftur og svo hálfa leið upp og svo niður aftur og upp og, já ég býst við að þið vitið við hvað ég á. Allavega hlýt að fá stinnan bossa af þessu öllu og hvað er þá málið.

Brynjan mín var að koma úr sundi og er núna með Öldu vinkonu sína í heimsókn og verulega gaman hjá þeim heyrist mér. Er svo að skella sér suður með fótboltanum 20 mars minnir mig og verður þá helgi. Gaman að því fyrir þær, alltaf mjög gaman hjá þeim í þessum ferðum. Svo er árshátíðin að bresta á með tilheyrandi, búnar að panta lit og plokk, klipping afstaðin en dagurinn í dag fór í að leita að skóm sem reyndar fundust ekki, þurfa að vera rauðir...kemur að því. Svo er hún að fara til læknis á föstudaginn eitthvað vesen búið að vera með kjálkann í henni alltaf helsár í kjálkanum, tannsinn hennar var búinn að segja henni að það væri einhver ofurhreyfanleiki í kjálkanum á henni sem ætti samt ekkert að há henni en það er spurning hvort hann hafi rangt fyrir sér, er náttúrulega af ætt þar sem allir eru frekar lausir í liðum og ekki ólíklegt að það leggist á kjálkann á henni. Vona samt ekki.

Katla alltaf í stuði þessa dagana og stöðugt að koma eitthvað nýtt, húðskammar mann ef maður ropar og skipar manni að segja afsakið (vel upp alin) og svo nýjasta nýtt er að troða dóti í klósettið. Var mjög þögul í gær og mamman náttúrulega himinsæl, kom alltaf reglulega og sýndi mömmuna eitthvað ósýnilegt ulla á hendinni sem þyrfti að þurrka, hljóp svo inn á bað. Þegar svo mamman kom inn á bað var hún búin að losa klósettpappír af rúllunni, troða samviskusamlega í klósettið sem by the way gat ekki lokast fyrir magni, og hafði alltaf blotnað í hendurnar við þetta þar sem hún óð ofaní klóið. Mamman setti upp "má ekki svipinn" og sturtaði niður en þá flóði vatn alveg upp að klósettbörmum og ég sá í anda að nú væri settið stíflað en það tókst í þriðju niðurhalningu og barnið var sótthreinsað:) Bara fyndið, alger prakkari að verða:)

Jæja ætli maður ætti ekki að fara að bursta í sér gómana og fara fljótlega að halla sér.

O-sjúlli kveður þreyttur 

 

 

 


Hugsum jákvætt og allt verður jákvætt.....

Stend mig engan veginn hérna í bloggheimum, ætti skilið reisupassann bara. En núna er ég öll að koma til og fer að blaðra hér á hverjum degi já og jafnvel oft á dag.

Búin að vera með gistigesti hér um helgina en þau Már, Lilja og Magnús Atli komu í gær, Lilja og sonur drifu sig reyndar heim í dag því veðurspáin var svo vond en Mási verður hér til morguns þar sem sonurinn er að keppa á morgun líka:) Gaman að því. Brynja lánaði mæðginum herbergið sitt og gisti hjá vinkonu sinni gott mál það. Litli stubbur orðinn þvílíkt stæltur og flottur með risaaugun hennar mömmu sinnar og bara algert yndi. Katla var pínu abbó svona fyrst en það var betra í dag, held henni hafi fundist mamman sýna þessum litla dreng fullmikla athygli:) Síðan þegar þau voru farin fór hún að banka á herbergishurðina hjá Brynju og kalla Mahknús Akli..bara fyndið:)

Brynja var í góðgerðarverkefni á vegum félagsmiðstöðvarinnar og fór í að skafa bíla einn daginn og skildi svo eftir miða á rúðum, svo á föstudaginn fór hún niður á Glerártorg og gaf fólki ókeypis knús og flestir tóku held ég vel í það. Knúsaði Sigmund Erni kannski þess vegna sem honum gekk svona vel í prófkjörinuW00t Gaman að þessu, búin að vera frekar neikvæð umræða um félagsmiðstöðvarnar hérna í bænum en ég held að fólk átti sig alls ekki á hversu mikil forvörn þetta er. Allavega í félagsmiðstöðinni í Glerárskóla starfar frábært lið sem hefur verið að gera mjög góða hluti. Vonandi verður þetta til að lyfta þessari umræðu upp á hærra plan.

Búið að snjóa með óhemju hérna um helgina er reyndar hætt núna en spáir ekki fallega, er samt ótrúlega fallegt veður hérna og frekar kalt.  Skrapp aðeins til Hildar sys í morgun á meðan feðgin fóru út að labba og hitti pabba í leiðinni s.s. sló tvær flugur í einu höggi, agalega sniðug:)

Katla búin að vera eins og ljós í dag, var eitthvað ergileg í morgun og ég ákvað að prófa að gefa henni eina litla teskeið af hunangi og hún varð bara eins og ljós. Mundi allt í einu eftir því að mamma gaf Brynju alltaf svona ef henni leið eitthvað illa var pirruð eða ergileg, eða jafnvel ef hún var lasin og það var ótrúlegt en hún einhvern veginn slakaði á og róaðist. Er sjálf núna að dúndra í mig te sem samanstendur af 1/2 tsk af kanil og 1 tsk af hunangi (pure honning) og drekk þetta kvölds og morgna og þetta á að styrkja ónæmiskerfið...tja skal ekki segja hvort það er satt en allt í lagi að prófa og svo er þetta eðal með ristuðu brauði:)

Már og Eyþór skoða hérna landakort og kortleggja eitthvað sem ég veit ekki hvað er, drekka páskakalda og eru bara svalir:) Enda eðalkallar hér á ferð...Wizard

Brynjan mín er í afmæli hjá vinkonu sinni og kemur líklega frekar seint heim, var boðið í s.s. mat og læti bara. Minnir mig reglulega á að hún má fara að læra á bíl á þessu ári, verður gaman þegar ég get farið að láta hana rúnta með mig:) Spurning hvort hún megi læra á sjálfskiptan eins og ég á eða hvort það verður að vera beinskiptur hmmm skoða það þegar þar að kemur, veit ekki um neinn sem á beinskiptan en ætla nú ekki að fara að hafa áhyggjur af því.

Breytingar að fara að gerast hér á heimilinu, er samt bara jákvætt til lengri tíma litið held ég.....kemur allt í ljós. 

O-sjúlli kveður sætur eða ekki......... 


Despó

Geri lítið annað á kvöldin en að horfa á Despó þvílík snilld:) Við Brynja fjárfestum í seríunni og hún er bara góð, samsama mig algerlega við Lynette ef þið vitið hver hún er:) En já að einhverju öðru.

Brynja er að taka dómarapróf í kvöld, þá má hún fara að dæma leiki sem er bara gaman held ég fyrir hana. Stendur sig vel í boltanum þessi elska eins og í öllu sem hún gerir reyndar er svo agalega ánægð með hana. Datt ræfillinn í gær niður stigann hérna úti, var að fara að keyra hana á æfingu þegar ég sá hana rúlla niður og auðvitað þorði ég ekki að hlægja (þetta var samt fyndið) hélt hún hefði meitt sig mikið og yrði reið þannig að ég beið aðeins með það og svo nottlega fengum við báðar hláturskast:) En hún er samt marin á hendinni greyið:)

Mási bró er að koma í gistingu um helgina, þar sem Hilmar er að fara að keppa á Greifamótinu. Gaman að því. Svo á hún stóra systir mín afmæli í dag, og að sjálfsögðu hringdi ég í hana, ekki sú duglegasta að taka upp tólið en á svona dögum bara er það möst:)

Katla er að kvefast eina ferðina enn en er alls ekkert lasin samt þannig, var samt voðalega þreytt í kvöld og bað um að fá að fara að sofa og það þurfti ekki einu sinni að lesa bók hún bara datt út af:) Þannig að hér er ég og hangi í töllunni og horfi á despó, ekki bagalegt:) Annars ætla ég bráðum að fara að sofa, á að fara til tannsa í fyrramálið þar sem mér tókst að brjóta tönn, ég sem elska tannlækna NOT.

Svo fer að styttast í að ég fari í 90% vinnu jibbí skippi og eru ekki allir svo heppnir á þessum krepputímum að fá aukna vinnu, flestir sem missa vinnuna eða hluta af henni. Vona líka að Katla fari að komast inn á leikskóla en hún fer á Holtakot sama leiksskóla og Sólarsystur eru á, Ragnhildur reyndar að fara í skóla í haust þannig að hún verður eitthvað voðalega stutt með henni.

Fæ frekar stutt sumarfrí þar sem það misreiknaðist eitthvað síðasta sumar, tók 9 vikur launalaust út af verknáminu en klikkaði og ég fékk víst eina vikuna borgaða þannig að ég skulda s.s. eina viku, svo líka þar sem ég er að auka við mig vinnu þá styttist fríið en ég ætla samt að taka allavega 3 vikur en ég held ég eigi bara eina eða tvær á launum en fæ svo fullt af fríi næsta sumar. Finnst það reyndar allt í lagi svo framarlega sem ég get verið í fríi helminginn af þeim tíma sem Katla er í fríi á leiksskóla.

Margt að ske í mínu lífi sem ég ætla ekki að tjá mig um en er samt alveg sátt með og held ég allir bara sáttir þannig séð. Kemur allt í ljós, tjái mig betur um það þegar þar að kemur.

En s.s. núna ætla ég að skríða undir teppi góna á einn despó og fara svo að sofa

O-sjúlli kveður eins sáttur og hægt er að vera við þessar kringumstæður.... 


Sammi? Hvaða Sammi??!

Katlan sofnuð og ég lafi hérna og bíð eftir að Brynja komi heim af meistaraflokksæfingu. Hún var komin á æfingu með sínum flokki þegar henni var sagt að hún ætti að koma á meistaraflokksæfingu, þannig að ég sótti hana kl 7 og hún fór aftur um kl 8 og verður svo bara að labba sér heim þegar hún er búin:( Ætla að skutla henni í skólann í fyrramálið í staðinn þá getur hún sofið aðeins lengur í fyrramálið.

Brynja kom heim af Samfés um kl 17 í gær ofsalega þreytt og svaf meira og minna í stofunni fram til að verða kl 21 þá fór hún bara í rúmið. Var mjög sátt með ferðina og tókst meira að segja að eyða smá pening í Kringlunni og ég segi bara gott hjá henni. Við konurnar þurfum reglulega ða gleðja okkur með smá nýjum fatnaði og svona snyrtidóti:) 

Græjuðum okkur bollur í dag og komu Hilla og dætur í kaffisopa. Færðu Kötlu lítinn gítar sem hún er búin að vera að glamra á hérna í kvöld haha ótrúega fyndin að sjá. Fékk líka bollur í vinnunni í morgun og var það verulega hollt og gott að byrja morguninn þannig. Svo voru fiskibollur með karrý og hrísgrjónum í kvellmat jájá allt byggist þetta á bollum á bolludaginn. Katla er búin að bolla sjálfan sig hérna í dag og finnst hún vera afar sniðug. Svo annaðkvöld er boðið í saltkjöt og baunir hjá Hillu jájá þá skal maður sprengja sig í loft upp. Hverjum ætli hafi dottið þessi nöfn í hug....

Öskudagurinn á miðvikudag og ég ætla að fara á morgun og athuga með línu langsokk búning á Kötlu, ætlaði bara að mála hana en það verða held ég allir í búningi og það er svo gaman að sjá þessi litlu kríli í búningi þannig að ég ætla að fjárfesta í einum, man að Brynja átti búning eimitt línu líka og hún gat endalaust leikið sér í honum eftir öskudaginn bara gaman að því:) Henti Brynju búningi ekki fyrir svo löngu síðan og þá var hann orðinn frekar dapur.......mikið notaður.

Polo litli djellubíllinn er við það að detta í sundur, neyðist til að fara með hann á verkstæði um mánaðarmótin og láta tjasla pústinu en það er farin að nötra og prumpa eins og því sé borgað fyrir það, svo eru bremsurnar enn eitthvað að vesenast, þrátt fyrir að ég sé búin að láta skipta um bremsuklossa þannig að þeir verða að skoða það eitthvað og eitthvað eitt enn var það sem ég þarf að tuða í þeim um haha verður gaman að fá mig svona nöldurkellingu, ef þeir vissu af mér á leiðinni væru þeir með drullu ójá...

Er að láta mig dreyma eitt og annað þessa dagana spurning hvort eitthvað af því komi til með að rætast en auðvitað er það að mestu undir manni sjálfum komið að láta þá rætast, vona að ég hafi bolmagn til þess að láta þetta verða að veruleika. Ég skal, get og VIL... 

Jæja ætla að góna á einn þátt í tV og fara svo að sofa

O-sjúlli kveður sætur sætari sætastur 


Stutt á milli neikvæðni og jákvæðni

Sitjum hérna ég og litla genið, hún að leika sér að dótinu sínu en mamman í tölvunni:) Var komin með fráhvarfseinkenni að hafa ekki tölvuna merkilegt. Skruppum aðeins til pabba áðan á meðan Brynja hljóp úti með Þórsurum, fannst ekki taka því að fara heim og því alveg eðal að hendast í smá kaffisopa til kallsins. Tókum svo nokkra rúnta að skoða bátana á bryggjunni (nýjasta uppáhaldið)og enduðum á því að henda stóru djellunni í ljós, hún er sko á leið á Samfés í borginni á morgun.

Svo er ég að vinna um helgina þannig að litli stubbur verður að dandalast með pabba sínum eitthvað. Svo er möguleiki á því að ég sé að fá prósentuaukningu núna 1 mars upp í 70% og væri það frábært þá vantar mig bara 10-20% upp á og þá er ég sátt:)  Verður fínt þegar Katla verður komin á leikskólann en ég sóttu um til kl 15 fyrir hana þannig að þá verður þetta greit.

Vinanvikan að enda á morgun, ætla að enda hana með stæl fyrir minn vin. Ég er búin að fá kertastjaka og litla bók og penna til að skrifa jákvæðar hugsanir í eins og fyrirmælin voru:) Svo svona spakmæli....þetta er gaman. Maður ætti að gera þetta við vinnufélagana oftar bara án þess endilega að það sé vinavika, alltaf gott að fá eitthvað svona spakmæli í símann sinn þó ekki sé endilega vinavika.

Er að byrja að lesa Secret búin með einn kafla svolítið merkileg bók, les einn kafla í einu og melti á milli veitir ekki af:)

Ætla að skutlast með stóru mína í Hagkaup að kaupa sér nesti og maskara og eitthvað svona smálegt fyrir ferðina. Skrifa meira síðar

Og svo eitt svona spakmæli í lokin

Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af,  heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir.

O-sjúlli kveður horfandi til framtíðar.... 


Smá pistill

Guðmundur frá Ljósgjafanum hringdi í mig í morgun og sagði mér að ég yrði að redda samningnum sem ég hefði gert við Visa fyrir tölvunni, púff ég fékk nett sjokk ekki alveg klár á því hvar þetta væri nú. En svo var hann að hringja og sagði að þetta væri lítið sem ekkert sem væri að, ég skyldi bara koma og hann myndi sýna mér hvað ég ætti að gera ef svona klikkaði aftur. Ábyggilega búnir að hlægja þokkalega af skrýtnu konunni sem kunni ekki á makka tölvuna sína....mikið sem ég er fegin samt:)

Við Katla fórum seinnipartinn í gær til pabba og gleymdum okkur þar í næstum tvo tíma við að gera ekki neitt nema borða:) Hann kemur alltaf með fullt af kökum handa okkur þegar við komum og að sjálfsögðu verður maður að smakka á þessu dýrindi. Sólarsystur komu svo með mömmu sinni en við fórum stuttu seinna. 

Búin að vera eins og ljós síðustu daga og greinilegt að sýklalyfin eru að vinna vinnuna sína en hún verður á þeim fram á föstudag og þá á þetta að vera komið held ég. Vona bara að ekkert meira komi upp á í bili allavega:)

Mikið sem ég vildi að íbúðin hennar mömmu færi nú að seljast en það selst ekkert hérna á eyrinni sem stendur. Við ætlum að fara að setja okkar íbúð á sölu en hún selst líklega ekki frekar en neitt annað. Enda það sem við áttum í henni sem var nú doldið eru lánin búin að éta upp...dýrðardagar á klakanum en klakinn er samt bestur.

Brynja var voðalega dugleg í gær fór með vinkonu sinni að selja pizzalottó og þetta er allt að koma, sótti hana svo kl 7 og hún var farin að vinna upp í félagsmiðstöð kl 8 ekkert slakað á á því heimili. Er svo að fara suður um helgina á Samfés sem verður eflaust mjög gaman. Mikið virk þessi stelpa sem er hið besta mál. Var svo þreytt í gærkvöldi að ég var sofnuð áður en hún kom, dottaði hérna yfir bók frá kl 21-21.30 gafst þá upp og fór inni í bæli að sofa, var samt þreytt þegar ég vaknaði í morgun spurning að verða um síþreytu:)

Best að fara aðeins að ýta við litla gorm sem sefur eins og engill og förum að fara eitthvað út í góða veðrið.

O-sjúlli kveður 


Tölvulaus

Talvan mín er loksins farin í bilanagreiningu og ég hef ekki hugmynd hvernær í andsk...ég fæ hana aftur. Agalegt sem manni finnst maður eitthvað vonlaust án þess að hafa tölvuna:) Skrapp aðeins heim til að fá mér pissustopp en er að fara að vinna aftur stalst bara aðeins í tölvuna hennar Brynju í leiðinni:)

O-sjúlli kveður


Vinnan á næsta leyti jibbí skibbí

Þokkalega sem ég er komin með nóg af því að vera í fríi, hlakka samt til sumarfrísins sem ég fæ um miðjan júlí og langt fram í ágúst:) Svo er nú að byrja vinavika á morgun þar sem við eigum að vera EXTRA góð við einhvern samstarfsmann og hann fær ekkert endilega að vita hver er vinur hans, ætla ekki að leyfa mínum að vita hver ég er..alltaf gaman að svona.

Fór í lifrarbólgusprautu B á föstudaginn, verðum að fara þar sem við sprautum skjólstæðinga okkar, þarf svo að fara aftur eftir mánuð og svo aftur eftir 5 mánuði og þá held ég að við séum komnar með mótefni...

Katla búin að vera frekar pirruð alla helgina en ekkert svo sem alvarlegt. Fórum mæðgur í klippingu á föstudag og erum báðar ógisslega sætar. Katla var auðvitað alveg eins og stjarna í klippingunni og fékk blöðru í verðlaun, ég fékk engin verðlaun issss ég var samt eins og stjarna.

Fórum upp í garð með kerti á leiðið hennar mömmu, var frekar erfitt að komast að leiðinu svo mikill snjór en við ruddum okkur braut við mæðgur og höfðum þetta allt af. Kom sér vel að eyða ekki  öllum stormeldspýtunum um áramótin:)

Pabbi kom svo eftir hádegið í kaffi og sat hérna bara heila 2 tíma sem var bara  

Brynja var að keppa í dag með 2 flokki og fer svo annaðkvöld að keppa með meistaraflokki, dugleg stelpan:) Er með pizzulottó í gangi þannig að ef einhver vill styðja hana i því þá kostar 1000 kr, svo ef þú ert heppinn vinnurðu pizzu....jájá,  koma svo ef einhver vill styðja hana þá endilega sendið mér mail á ernahauks@internet.is eða hringið í hana í s. 8495373 og þá getum við látið ykkur hafa upp reikningsnúmer...já takk, annars enda ég eins og alltaf á því að kaupa allt draslið:)   

Er ekki kominn tími á að slútta þessu, ekkert mikið meira markvert skeð hjá okkur þannig. 

P-sjúlli kveður 


Dæturnar

039509a4-f04a-4079-852e-956b91d8fb22Fallegu stelpurnar mínar tvær::)

 

 

 

 

 

 

 

Litli grallaraspóinn áður en hann fór í klippinguna, set svo mynd af henni á morgun þar sem tröllahárið er horfið:) Fór áðan og keypti handa henni puttaliti og svuntu og fullt af pappír og síðan á eftir þegar stubbur vaknar verður heldur betur tekið á því. 

4849a8d5-c36d-4950-adc0-b8200eee72a0_MS

 

 

 

 

 

 

O-sjúlli kveður montin alveg rígmontin 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband