Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2006 | 10:52
Gleðilegan annan í páskum:)
Fórum á gömlu Hú á laugardaginn og var það mjög fínt, allir kátir barasta. Fengum allstaðar kökur og gúmmulaði þannig að þegar við fórum af stað heim var mér nú frekar bumbult:)
Páskadagsmorgun í fyrsta skipti bara síðan ég veit ekki síðan hvenær þá svaf Brynja Dögg og mig var nú verulega farið að langa í páskaegg...en hún kom nú upp um 10 leytið og byrjaði á að fara í ratleik því Eyþór hafði falið eggið og voru vísbendingar hér og þar um alla íbúð:) Átum svo að sjálfsögðu mikið í gær ótrúlegt að maður skuli aldrei brenna sig á þessu, heldur alltaf að það sem fyrir framan mann er sé sé síðasti bitinn sem maður fái að borða bara forever......maginn var s.s. ekki upp á marga fiska í gærkvöldi. En síðan horfðum við á bara held ég eina af bestu myndum allra tíma fjögur brúðkaup og jarðarför......þvílík snilld....Eyþór sofnaði að vísu *hóst* hann sofnar alltaf yfir sjónvarpinu á kvöldin...þreyttur maður. Ætla að hætta þessu bulli og fara að gefa Hildi kaffi.
Erna
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2006 | 20:50
Páskalamb
Það er nú langt síðan maður fékk ekta lambalæri, mauksteikt og mjúkt. Það jafnast fátt á við þennan mat. Íslenska lambið er snilld! Við liggjum flöt eftir átið og ætlum að horfa á 4 brúðkaup og jarðarför í sjónvarpinu. Ég ætla að horfa á hana með augum organistans í þetta skiptið. Athuga hversu marga litúrgíska skandala ég sé, hversu illa brúðarmarsarnir séu spilaðir og hvort söngvararnir syngi falskt Nei ég ætla að vera rómantískur og liggja í sófanum með Ernu minni og horfa á þessa fínu mynd. Horfa enn einu sinni á Rowan Atkinson segja "holy goat" í stað "holy ghost"
Var að tala við Rakel, hún er í sumarbústað einhversstaðar í N-sænskum furuskógi þannig að símasambandið var slæmt. Var samt kát.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2006 | 05:55
Gleðilega Páska
Kæru vinir okkar og ættingjar. Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska.
Munkarnir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2006 | 19:21
Erna bloggari haha yeah right
Veit nú ekki alveg hvort ég kem til með að finna mig hér í blogginu en kjellan er hlýðin og gerir sitt besta. Er að hlusta á mp3 spilarann hennar Brynju og textinn í laginu er aðallega what a mother fucker og fuckface og er brjálað þungarokkslag ekki spurning þetta er lag dagsins með Murderdolls haha hversu langt er maður leiddur:) Hef sjaldan verið eins fegin þegar ég var búin í vinnunni í dag er búin að vera að vinna tvöfalt núna síðastliðna tvo daga s.s. bæði morgun og kvöld en er komin í helgarfrí núna íha. Hélt upp á það með að leggja mig í klst og þreif svo íbúðina og fórum við Ingi svo út í göngu:) Ótrúlega gott veðrið hér í dag. En ég ætla nú að verðlauna mig rösklega í kvöld með því að fá mér mæru og það slurk:) Eyþór er að vinna en við mæðgur ætlum að glápa á videó og gúlla namminu ekki slakt...svo er verið að spá í Húsó á morgun og kíkja á pabba og mömmu skammarlega langt síðan við höfum farið en það hefur bara verið mikið að gera.
Get ekki meira svona í fyrsta skipti......og kannski það síðasta we will see.......adios hetjan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2006 | 09:54
Sól og blíða
Góðan dag
Ég er mættur á skrifstofuna mína en ég verð að viðurkenna að sporin hingað voru frekar þung. Það er nefnilega dýrðarinnar veður. Heiðskýrt, sól og logn. Frábært útivistarveður, en gönguskíðin verða bara að bíða upp á hillu þar til næsta vetur. Það er nefnilega svo merkilegt með það, að alltaf þegar ég ætla á gönguskíði, þá hverfur allur snjór. Ég fékk skíðin hans Hauks tengdapabba lánuð í janúar í fyrra, og viti menn, nokkrum dögum síðar hvarf allur snjór og kom ekki aftur, nema í nokkra daga á meðan ég var staddur í Svíþjóð. Enginn snjór var hér fyrir áramót heldur. Ég fékk þessi flottu skíði í jólagjöf núna um síðustu jól, en hef komist tvisvar á þau. Annað hvort er snjólaust, eða ég að vinna. En ég glápi bara út um gluggann á skrifstofunni í staðinn og dáist yfir útsýninu yfir Pollinn. Ég verð að spila á klukkutíma fresti í dag og síðan er athöfn í kvöld. Þrjár af "stelpunum mínum", þær Unnur, Abba og Þóra ætla að syngja við lestur passíusálmanna í dag. Ég er stoltur af stelpunum, tvær þeirra eru fyrrverandi Stúlknakórsfélagar og ein er enn í kórnum. Þær eru orðnar svo rútíneraðar í söng í kirkjunni að þær ætla að droppa hér inn í dag og syngja nánast án æfingar. Þetta geta þær og gera vel.
Erna er að vinna fram að hádegi í dag og Brynja nýtur þess að vera í páskafríi. Rakel er hress að vanda og hefur það gott í Svíþjóð. Ætla að heyra í henni í dag og athuga hvort páskasendingin hafi skilað sér með póstinum.
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2006 | 22:47
Erna virkjuð
Hæ
Ég held að ég hafi náð að virkja Ernu til að skrifa hér líka. Hún er nýkomin af kvöldvaktinni og ég var að koma í hús úr messu. Brynja kom svo inn stuttu seinna úr fótboltanum. Sá á RÚV lokin á einni bestu mynd sem ég hef nokkurn tímann séð, Whale rider. Snilldarmynd sem ég verð að leigja einu sinni en til að rifja aðeins betur upp. Ég er greinilega orðinn eftirbátur kvennanna á heimilinu í hreyfingu. Brynja spilaði fótbolta í allt kvöld, Erna barði boxpúðann eftir vaktina en ég..... lagðist í sófann og át ostbita og drakk rauðvín! Strengi heit hér með að auka við hreyfinguna. Ætla t.d. að hnýta eina flugu á laugardag :)
Eyþór
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 10:46
Nýr á blogginu
Kæru félagar, nú þykist ég ætla að halda það út að vera með bloggsíðu. Hef reynt einu sinni áður, skrifaði eina færslu á þá síðu. Ég ákvað að vera heima hjá mér fram að hádegi til tilbreytingar. Það hefur verið brjálað að gera undanfarið og ég ekki sést mikið á heimilinu. Framundan eru páskarnir með allri vinnunni sem þeim tengist. Ég fer nú að hundskast á lappir og koma mér í vinnuna. Í kvöld er ég að spila í messu kl. 20.30. Morgundagurinn, föstudagurinn langi, er langur hjá mér, ég spila á klukkutíma fresti við lestur passíusálmanna. Þess á milli verð ég að æfa með söngvurum og reyna að koma lagi á skrifstofu mína sem er í rúst eftir stress undanfarinna vikna. Annað kvöld er svo kyrrðarstund við krossinn, og þar spila ég með öllum kirkjukórnum og Kristjönu Arngríms. Hugmyndin er svo að reyna að komast austur á Húsavík á laugardag. Ég er farinn að þrá að komast úr bænum og það verður fínt að komast til tengdafjölskyldunnar í einn dag. Ég er með mikið samviskubit yfir að hafa ekki komist í heimsókn til fjölskyldna minna undanfarið.
Sunnudagurinn verður svo eins og páskadagur hjá organistum og prestum er. Langur en hátíðlegur. Ætli ég fari ekki á lappir um 5 um morguninn, undirbúi messurnar og tek á móti kirkjukórnum kl. 07.30. Björg Þórhalls er líka að syngja um morguninn. Messan er kl 8 og strax eftir messu tek ég á móti Stúlknakórnum og læt þær syngja við Páskahláturinn, skemmtun í safnaðarheimilinu. Barnakórinn kemur eftir það og ég æfi síðan báða kórana fyrir fjölskyldumessuna kl. 11.
Vonandi verð ég duglegur við að blogga í þetta skiptið. Miðað við stressið undanfarið er þetta kannski eina leiðin fyrir fólkið mitt til að frétta af mér. Ég hef nefnilega ekki getað hringt mikið í vini og kunningja og hvað þá farið í heimsóknir.
Eyþór
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)