Sumarskap

Eðal veður hér á Eyrinni í dag, skellti mér út að skokka kl 6 og var þá Eyþór vaknaður búinn að fara í sturtu og var að fara að æfa sig, duglegur strákurSvalur Viddi mágur kom svo hérna rúmlega 7 var að koma af sjónum og fékk sér hollan og góðan morgunmat með okkur mæðgum, nýbakað brauð og hafragraut og kom svo Elín og sótti hann og afhenti mér í leiðinni lykla að GyðufellinuBrosandi Er farin að hlakka til að skipta aðeins um umhverfi og komast suður á bóginn þrátt fyrir að hérna eigi að vera sól og sumar en rigning í borginni, leita skjóls í búðunum haha. Var að vinna og er að fara að vinna aftur í kvöld og eins á morgun og svo komin í fjögurra daga frí og það verður snillllldddddddd.

Settum Passann á sumardekk í gær og þvílíkur munur að keyra dýrið miklu betra, rann líka í gegnum skoðun þessi ljúflingur óvenjulegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því því þegar hondan var og hét var það alltaf lottóvinningur ef hún komst í gegnÓákveðinn

Þarf að fara að hendast með Brynju fljótlega í passamyndatöku og láta endurnýja passann hennar fyrir Danmerkurferð með Þórsurum eru að fara 8 júlí að taka þátt í einhverju móti í landi bauna og kemur aftur heim þann 15 júlí. Verður ábyggilega algjör snilld hjá þeim, fara um 40 stelpur þannig að það verður fjör hjá þjálfurum og fararstjórum.

Ætla ekki að hafa þetta meira í bili er að fara í litun og plokkun reyna að flikka eitthvað upp á sig alltaf gaman að því.

Heilsist Ernan


Fnykur

Þegar ég vaknaði í morgun fann ég að fnykur mikill var í svefnherberginu okkar.  Ég var nú frekar utan við mig í morgunsárið, sennilega vegna þess að ég kíkti á Lúlla vin minn í gærkvöldi og fékk mér nokkra bjóra hjá honum, ég gerði þess vegna ráð fyrir að fnykur þessi ætti uppruna sinn að rekja til mín.  Það kemur nefnilega fyrir að ólykt fylgi bjórdrykkju, sérstaklega ef Guinness hefur verið þjóraður.  Þess vegna var ég hissa þegar ég dragúldinn labbaði inn á baðherbergið og komst að því að fnykur þessi var jafnvel verri þar.  Ekki gat verið að vindgangur undirritaðs hefði verið svo kraftmikill að hann bærist á milli herbergja, í gegn um lokaðar dyr?  Síðan kom í ljós að lykt þessi fannst um alla íbúðina, en mest þó þar sem gluggar voru opnir.  Heilasellurnar mínar voru ekki í túrbógírnum í dag og ég var að átta mig á því núna síðdegis að brennisteinslykt þessi er auðvitað tilkomin vegna Skaftárhlaups.  Lyktin hefur sem sagt borist með sunnanáttinni hingað, en ekki komið úr mínum rassi.

Brynja var svo kraftmikil í morgun að hún náði að draga okkur með út að hlaupa.  Úthaldið á stelpunni er endalaust en ekki er hægt að segja það sama um okkur gamla fólkið.  Ég var reyndar nokkuð ánægður með mig, en fór nú samt heim eftir c.a. 2 km vegna hælsæra.  Brynja náði að draga mömmu sína upp Dalsbrautina á móti vindi og þær fór því tæpa 4 km.  Núna ætla ég að taka mig á.  Strengi þess heit að hlaupa a.m.k. helmingi oftar en ég hef gert undanfarið.  Ég þarf s.s. að hlaupa tvisvar fram að jólum til að ná því takmarki.

Helga systir var fyrir norðan um helgina og hún kom í heimsókn til okkar í dag.  Það var gott að sjá hana, maður er orðinn svo vanur að hitta hana nánast daglega áður en hún fór suður, þannig að ég var farinn að sakna hennar pínulítið. 

Erna og Brynja fóru í pönnsukaffi til Hildar og Guðmundar en ég æfði mig á meðan.   Er í fínu formi í æfingunum þessa dagana.  Það er svo gaman að æfa þegar vel gengur.  Ég er reyndar að æfa mjög stór og erfið verk, en það er bara enn skemmtilegra.  Ég er með fullt af tónleikum á næstu mánuðum og eins gott að fara að koma sér upp efni.  Ég er nefnilega að spila á mjög ólík hljóðfæri og get lítið spilað sömu verkin á mismunandi hljóðfæri.  Ég er með tónleika á Sumartónleikaröðinni í Akureyrarkirkju í júlí og 4 dögum síðar er ég að spila á barokkorgelið í Hietaniemi á landamærum Svíþjóðar og Finnlands. Það er hluti af orgelhátíð sem haldin er á þeim slóðum.  Ég er svo með tvenna tónleika í Hallgrímskirkju í ágúst, en þar spila ég ekkert verk tvisvar.  Ég spila svo í Piteå um miðjan september.  Ég er reyndar að velta fyrir mér að reyna að fá tónleikana flutta til Gammelstad sem er stutt frá Piteå.  Þar er frábært orgel sem ég hef aldrei spilað á á tónleikum.  Ég er svo að hugsa um að sækja um tónleika í Reykholti í sumar, og fá í stað þess afnot af íbúð sem þar er.  Þá getum við farið öll þangað og slappað af í nokkra daga.  Síðan á ég inni nokkur tónleikaboð hér og þar um landið sem ég ætla að fara að huga að.  Annars vil ég geta eytt tíma heima hjá mér í sumar, og svo ætla ég að reyna að komast eitthvað í veiði og líka á fjöll með pabba.  Það mætti alveg bæta nokkrum vikum við sumarið mín vegnaBrosandi

Blómin í garðinum eru farin að taka við sér, graslaukurinn löngu kominn upp og rabarbarinn farinn að kíkja upp úr moldinni.  Ég er svo bjartsýnn að halda að ég geti farið að taka bílinn af vetrardekkjunum.  Ætla að velta því fyrir mér fram að helgi.  Ég nenni ekki að keyra suður um næstu helgi á negldu ef það er autt alla leiðina.

meira síðar,

Eyþór


Snjókorn falla...tralallal

Skrýtið í gær var þetta yndislega veður sól og sæla í dag er éljagangur hmmm kannski ekkert svo skrýtið samt miðað við að við búum á gamla góða FróniUllandi Annars byrjaði dagurinn reyndar á sól vaknaði við sólskin inn um gluggann, dreif kallinn með mér í spássara um 9 leytið og komum við  við í Bakaríinu við Brúna og keyptum morgunbakkelsiGlottandi Vöktum Brynju með nýbökuðu ilmandi brauði ekki slakt það. Eyþór er búinn að vera gríðarlega duglegur að æfa sig er í annarri æfingatörninni í dag og ætlar að taka annað eins á morgun harkan sex í verðandi eiginmanni mínum.... ég verð bráðum frú Erna Jónsson segir BrynjaHlæjandi Gaman að því og hlakka mikið til þess....Brynja fór í leikhús með systir sinni og ömmu Rögnu á Kardimommubæinn og var varla komin þaðan þegar hún var rokin í bíó og á Subway með vinunum...brjálað alltaf að gera.

Ég horfði á Arsenal-Tottenham og hafði gaman af fór 1-1 og þar sem ég vissi nú að mágkona mín og börnin hennar voru á vellinum með Arsenal klúbbnum hafði ég enn meira gaman af því að Arsenal skyldi nú ekki sigra svona er maður rotinn hahaBrosandi Vorum hjúin að planera hvernig brúðkaupið ætti að vera þurfum nú kannski að fara að gera eitthvað í því en nennum því engan veginn, gerum allt á síðustu stundu eins og við reyndar gerum nú dálítið oft frekar létt á því.

Erum að fara suður um næstu helgi og ætlum þvílíkt að vera löt, við Brynja stefnum samt ákveðnar í Intersport og ætlum að eyða nokkrum peningum þar elska þá búðSaklaus Eyþór veit ekkert um þær áætlanir enn allavega ekki fyrr en hann les það þá hér múhahha. Elín stóra systir lánaði okkur íbúðina þeirra í Gyðufellinu þannig að við verðum með risaíbúð út af fyrir okkur algjör snilld.

Ótrulegt hvað manni  tekst alltaf að ryðja einhverju út úr sér þrátt fyrir að hafa "ekkert" að segja.

Farin Erna


Sól sól skín á mig

Þvílík blíða núna, sólin glennir sig bara eins og henni sé borgað fyrir þaðSvalur Lítið að frétta eins og alltaf, mæðgur Sól og Hilla voru hér í heimsókn og Sólin var ekki alveg sátt við Móðu sína finnst hún vera frekja held ég....svolítið líkar frænkurÞögull sem gröfin Eyþór er að vinna til 4 en síðan held ég að hann eigi bara helgarfrí ótrúlegt að hann eigi frí tvær helgar í röð er í fríi næstu helgi líka. Kominn tími til. Ég var að vinna til 12 og er s.s. komin í helgarfrí, er að búa mig undir að þrífa búin að vera að því síðan kl. 13 og lítið gert enn, vildi að maður hefði róbóta í þessi verk hræðilega leiðinlegt, er kannski ekki að flokkast undir það að vera hin fullkomna húsmóðir finnst þeim þetta ekki svo gaman?

Ætlaði að fara upp í Kjarnaskóg að skokka áðan en fannst fullhvasst ein léleg afsökun enn fyrir að nenna ekki hlutunum en ætla nú samt að fara á eftir..maður verður að hreyfa sig eitthvað verður svo gífurlega sprækur. Er annars alveg að mæla með því að eiga boxpúða maður fær þvílíkustu útrásina á því að lemja hann, enda núna er Eyþór næstum alveg hættur að kippast til ef ég nálgast hannHlæjandi og Brynja segir að ég sé skapbetri...borgaði sig alveg að fjárfesta í honum, svo verður hlaupabrettið næstGlottandi Farin að skutla stelpunni á fótboltaæfingu...Have a nice day Ernan


Speltbrauð með döðlum og hnetum

Gerði smá tilraun í gær, notaði grunnuppskrift af speltbrauðinu (engin fræ) og setti slatta af döðlum og valhnetum út í.  Mig minnti svo að ég hefði einhverntímann heyrt að kanill væri góður með döðlum, en áttaði mig svo á því of seint, að kanillinn er góður í eplabrauð.  En brauðið varð bara fjandi gott með döðlum, valhnetum og 1 tsk kanil.

Eyþór


Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar og farsælt komandi ár!

Við Erna vorum að koma inn úr gönguferð í frábæru veðri.  Um að gera að njóta þess á meðan hægt er.  Ætli fjandans norðanáttin komi ekki aftur á morgun.  Við tókum því rólega í morgun, vöknuðum reyndar snemma, þ.e. við hjúin, en Brynja svaf fram eftir morgni.  Við spiluðum og slöppuðum af.  Hildur og Ranghildur Sól komu svo í morgunkaffið.  Erna fer á kvöldvakt í kvöld og ég er með kóræfingu á eftir og síðan syngur Hymnodía við afhendingu menningastyrkja Akureyrarbæjar.  Við verðum reyndar fáliðuð í dag, ætli ég verði ekki að syngja með og verð samt einn í minni rödd.  Þar á eftir er æfing hjá Stúlknakórnum, engin miskunn þar.  Ég fer svo á stuttan fund eftir það.  Brynja er farin í fótbolta, viti menn!  Við erum farin að hlakka mikið til að skreppa í frí eftir rúma viku.  Við erum búin að redda okkur íbúð í Reykjavík og ætlum bara að slappa af þar.

Eigið góðan dag,

Eyþór


Þriðji í bloggi

Hjelló..enn er ég mætt ótrúlega dugleg án þess þó að hafa nokkuð að skrifa þannig séð en samt getur maður alltaf ruglað eitthvað:) Er búin að vera að velta fyrir mér að fara í meira nám og var þá annaðhvort að hugsa um framhaldsnámið í sjúkraliðanum eða hjúkrun í háskólanum. Var eiginlega ákveðin í hjúkrun en svo hef ég mig ekki í slaginn í gegnum klásusinn hef held ég ekki taugar í það, þannig að ég fór að velta fyrir mér framhaldsnámi í sjúkraliðanum en nei þá líklega verður það ekki kennt út á land aftur allavega ekki strax.....þannig að ég fer bara í hringi, annars var Hildur sys að segja mér að það yrði kannski ekki klásus í hjúkrun hér þannig að þetta er bara allt eitt stórt spurningarmerki hjá mér þessa dagana, en kemur í ljós vonandi:)Öskrandi Fer að styttast í að ég þurfi að fara að finna mér eitthvað til að vera í á brúðkaupsdaginn gengur víst ekki að vera á brókinni en hefði nú kannski ekki á móti því þar sem kjólar og ég eigum enga samleið en ég er nú heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir á brókinni þannig að kjóllinn verður fyrir valinuHlæjandi Veit hvernig kjól mig langar í en gallinn er sá að ég efast um að hann finnist einhversstaðar, kemur í ljós eins og svo margt annað. Annars á þetta ekki að verða neitt ofurbrúðkaup bara látlaust og lítið....garðveisla og grill og svona allir í lopapeysum og bara útilegustemmari.....Svalur

Er að fara að vinna á eftir og nenni því engan veginn, var að vinna í morgun líka að vísu bara til 12 og er svo að vinna frá 17-22...skemmtileg vinna samt held þetta sé skemmtilegasta vinna sem ég hef unnið bara og hlakka alltaf til að fara í hana, frábærir skjólstæðingar og yndislegir vinnufélagarKoss Jæja ætla að láta gott heita og fara að skutla Eyþóri í klippingu orðinn svo loðinn kallinn að það sést varla í hann...hafið það sem allra best í dag....Erna

P.s Helga Björg ég er svo dugleg tralalalal


Pólítískur?

Ég hef nú aldrei verið sérstaklega pólítískur, hef ekki einu sinni alltaf kosið í Alþingis- eða sveitastjórnarkosningum síðustu árin.  Hef stundum ekki mátt vera svoleiðis vitleysu.  En maður blandast oft inn i pólítískar umræður hér og þar og ég veit það eitt að ég þyki vera vinstrisinnaður í flestum skoðunum.  Ætli það sé ekki raunin um flestar listaspírur.

Sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson flutti eina af sínum snilldarræðum í messu í Akureyrarkirkju í gærmorgun.  Óskar er mjög góður ræðumaður og er óhræddur að tala um viðkvæm málefni og er oft gagnrýninn í orðum sínum.  M.a. studdi hann með eftirminnilegum hætti baráttumál samkynhneigðra stuttu eftir að hann hóf störf hér við kirkjuna. Hann kom inn á náttúruvernd og friðarhorfur í ræðu sinni í gær.  Ef ég einfalda málið verulega, þá talaði hann um að friðarhorfur í heiminum væru eiginlega ógn við atvinnulífið á Suðurnesjum, þ.e. herinn fer, og náttúrvernd ógnar uppbyggingu á iðnaðarstarfsemi og virkjunarhugleiðingum.  Náttúruvernd og friður eru s.s. frekar neikvæðir faktorar í augum margra.  Þvílík hræsni!   Við erum auðvitað að vera búin að glata öllu séríslensku í menningu okkar og þjóðfélagi og við hömumst jafnvel meir við að herma eftir og taka upp siði frá USA og Evrópu, við erum meira að segja farin að líta niður á hin Norðurlöndin.  Séríslensk náttúra er á undanhaldi og þar sem við erum farin að líta á okkur sem stórveldi og hömumst við að vera "vel upplýst" þá eru meira að segja séríslenskir karakterar að hverfa.  Og þar sem við viljum jú ekki lengur halda neinu sem minnir á Ísland, þá heita öll helstu fyrirtækin Group nöfn eins og Íslandsbanki eru lögð niður með hraði.  Búnaðarbankinn skipti um nafn og sáðmaðurinn rifinn niður af bönkunum.  Ég er reyndar með tillögu:  Samasemmerki hefur jú lengi verið á milli Framsóknarflokksins og gamla Búnaðarbankans. Í ljósi skiljanlegs hruns þess flokks ætti hann kannski að upp nafnið FF Group og fá lánaðann gamla sáðmanninn úr merki Búnaðarbankans og í stað þess að láta hann strá fræjum getur sáðmaðurinn verið með dínamíttúpur í höndum og dreift í kring um sig.   Já eða önnur stíflugerðarefni.  Við þetta myndu kannski frambjóðendur flokksins þora að nota nafn flokksins í kosningaráróðri. 

 Jæja ég ætla að nýta þennan frídag minn í annað en að röfla um pólítík. 

Eyþór


Gleðilegan annan í páskum:)

Fórum á gömlu Hú á laugardaginn og var það mjög fínt, allir kátir barasta. Fengum allstaðar kökur og gúmmulaði þannig að þegar við fórum af stað heim var mér nú frekar bumbult:)

Páskadagsmorgun í fyrsta skipti bara síðan ég veit ekki síðan hvenær þá svaf Brynja Dögg og mig var nú verulega farið að langa í páskaegg...en hún kom nú upp um 10 leytið og byrjaði á að fara í ratleik því Eyþór hafði falið eggið og voru vísbendingar hér og þar um alla íbúð:) Átum svo að sjálfsögðu mikið í gær ótrúlegt að maður skuli aldrei brenna sig á þessu, heldur alltaf að það sem fyrir framan mann er sé sé síðasti bitinn sem maður fái að borða bara forever......maginn var s.s. ekki upp á marga fiska í gærkvöldi. En síðan horfðum við á bara held ég eina af bestu myndum allra tíma fjögur brúðkaup og jarðarför......þvílík snilld....Eyþór sofnaði að vísu *hóst* hann sofnar alltaf yfir sjónvarpinu á kvöldin...þreyttur maður. Ætla að hætta þessu bulli og fara að gefa Hildi kaffi.

Erna


Páskalamb

Það er nú langt síðan maður fékk ekta lambalæri, mauksteikt og mjúkt.  Það jafnast fátt á við þennan mat.  Íslenska lambið er snilld!  Við liggjum flöt eftir átið og ætlum að horfa á 4 brúðkaup og jarðarför í sjónvarpinu.  Ég ætla að horfa á hana með augum organistans í þetta skiptið.  Athuga hversu marga litúrgíska skandala ég sé, hversu illa brúðarmarsarnir séu spilaðir og hvort söngvararnir syngi falsktBrosandi  Nei ég ætla að vera rómantískur og liggja í sófanum með Ernu minni og horfa á þessa fínu mynd.  Horfa enn einu sinni á Rowan Atkinson segja "holy goat" í stað "holy ghost"

Var að tala við Rakel, hún er í sumarbústað einhversstaðar í N-sænskum furuskógi þannig að símasambandið var slæmt.  Var samt kát.

Eyþór


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband