31.12.2007 | 09:55
Björgunarsveitirnar
Já eða bara eins og einn frændi minn sagði í gær "gleðileg mánaðarmót" haha. Mér finnst árið hafa verið svo hrikalega fljótt að líða. Man mjög vel eftir þessum tíma í fyrra þar sem ég var í vinnubanni með bumbuna út í loftið, grindarverki og mjög þreytt finnst eins og það hafi verið í gær. Alltaf á þessum degi s.s 31 des fæ ég kvíðahnút í magann, búið að gerast í mörg ár. Finnst eitthvað svo mikið búið, þetta kemur aldrei aftur, einhverskonar uppgjör, veit að nýja árið ber ýmislegt skemmtilegt í fari sér, en samt þá kemur þessi kvíðatilfinning alltaf upp. Þegar ártalið fer af sjónvarpsskjánum liggur við að ég gráti, hef ekki horft á það sl. 2 ár finnst það hræðilegt. Já mikið getur maður verið skrýtinn en nóg um það
Hvet fólk til að kaupa flugelda af björgunarsveitunum en ekki þessum séraðilum sem eru að selja. Þetta er aðal gróðaleið björgunarsveitanna á ári hverju og þeim veitir sko ekki af. Þvílíkar hetjur þessir menn og búnir að standa í sérlega ströngu síðustu vikurnar. Um 300 björgunarsveitarmenn voru að störfum í gær allt í sjálfboðavinnu. Ég kaupi nú ekki mikið af flugeldum en ég kaupi þá hjá björgunarsveitunum engin spurning. Húrra fyrir björgunarsveitum landsins.
Hefði átt að rasskella þetta lið sem fór á Langjökul í beinni, hvað er að fólki, eins og Sigmundur Ernir benti réttilega á í fréttum í gærkvöldi var búið að spá þessu veðri í 5 daga. Finnst að þetta lið eigi að borga hluta af kostnaði við björgun ef ekki alla bara. Sumir segja "já en þetta er hlutverk björgunarsveita" já kannski það en þegar fólk er að leika sér að svona hlutum, þá ætti bara já að rassskella þetta lið. Kostnaður sem hægt hefði verið að sleppa og nota aurinn í virkilega björgun. Mitt álít.
Verður trúlega erfitt kvöld fyrir litla stubb, er hrædd við bomburnar, hrökk oft upp í gærkvöldi við sprengjur. Við mæðgur verðum líklega bara saman í rúminu í kvöld:) Mamman er nefnilega líka frekar hrædd við þetta, búin að bomba fyrir ævina. Því þegar ég var 12 ára þá var ég hjá Elinu sys og Vidda á áramótunum og þau voru með stóran kassa af bombum, ég stóð á tröppunum hjá þeim með stjörnublys og kveikti í öllum kassanum á einu bretti. Var vinsælust þau áramót, eyðilagði buxurnar mínar sérsaumaðar af mömmu Sprengjurnar sprungu á tröppunum síðan finnst mér best að vera inni og horfa bara.
Eyþór fór að vinna, Rakel sefur, Katla sefur og Brynja er á króknum. Fór í gær með Alla afa sínum og ömmu. Sendi mér svo sms í gær þar sem sumarbústaður pabba hennar og Magga afa var að fjúka, björgunarsveitir að reyna að bjarga þakinu. Enn og aftur björgunarsveitir, kaupa flugelda gott fólk.
Best að fara að gera eitthvað og reyna að láta kvíðahnútinn fara úr maganum.
Gleðilegt nýtt ár og förum öll varlega, slysin gera ekki boð á undan sér.
Sjúlli kveður á leið inn í árið 2008
28.12.2007 | 09:28
6 dagar
Já nú er þetta alveg að bresta á s.s. að ég fari að vinna. Ekki laust við að ég fái nettan kvíðahnút bara að hugsa um þetta. Fara frá litla krílinu mínu pjúff en auðvitað er pabbinn heima en mér finnst ég bara vera ómissandi svona er þetta.
En s.s. já ég byrja á Hlíð 3 janúar en fór í gær og sagði upp og verður því vonandi reddað sem fyrst allavega fæ ég að hætta 1 febrúar en vonandi fyrr. Er nefnilega búin að fá fasta vinnu í heimahjúkrun jibbí skippí, borgar sig að vera þrjóskur. Vinn alla virka daga 8-13 og sjöttu hverja helgi held ég allavega ef þetta er eins og það var. Þetta er ca 60% vinna en svo þegar frá líður og ég farin að læra að vinna frá lillunni minni þá ætla ég að taka eina kvöldvakt í viku ekkert ákveðið hvenær það verður. Er svo ánægð en hefði samt viljað bara byrja beint í heimahjúkrun en sætti mig nú alveg við þetta.
Una og krakkarnir komu í heimsókn í gær, voru á sleða og var voða gaman. Fengu svo lánaða nokkra teiknimynda DVD diska og voru bara sæl og ánægð með það.
Annars fór ég eiginlega ekkert út í gær þar sem Katla var með hita daginn áður og ég vildi ekki fara neitt með hana út, einhver pirringur í henni ennþá samt, hangir í eyrunum og veit ég ekki hvort það er tönnslunar eða eyrnabólga. Sé aðeins til í dag hvort ég kíki ekki til doksa til öryggis.
Allt annars fínt að frétta, Brynja fer á sunnudaginn til pabba síns og verður áramótin, gaman að því, mikið sprengt og svoleiðis þar:) Við sprengjum yfirleitt ekki mikið alltaf eitthvað en ekkert svona brjálæði, keyptum í fyrra eina risabombu og vorum ferlega sátt með hana.
Annars er ég bara endalaust þreytt þessa dagana og gæti sofið út í eitt ef ég mætti, óvenjulegt að ég finni fyrir svona en kannski eru þessar endalausu vökur og stuttur nætursvefn að koma niður á manni núna og það þegar maður er að fara að vinna. Vildi ég ynni í Lottó en til þess þarf e´g að kaupa miða ekki satt....
Best að góna á tv og söngvaborg *æl* hvort eð er ekkert að frétta
Sjúlli kveður hálfhrjótandi
27.12.2007 | 08:52
Jólin komu og fóru
Ekki svo sem við öðru að búast, koma aftur að ári, ja nema verði kominn heimsendir þá kemur ekkert eða hvað. Búin að hafa það fínt á þessu heimili yfir jólin og borðað mikið og slappað mikið af.
Eyþór var að spila á aðfangadagskvöld, en þegar hann kom heim rúmlega 7 var allt klárt nema hann átti eftir að snöggsteikja rjúpurnar, lét honum það eftir. Mamma kom og var hjá okkur, borðuðum og síðan var rokið í að opna 101 pakka sem voru undir trénu já aðeins 101.. Ótrúlegt, tók svo sem ekkert ofsalega langan tíma svona ca eins og 1 1/2 klst. Allir fengu góðar og nytsamlegar gjafir. Við hjónin fengum utan um rúm, náttbuxur, prentara, gjafabréf á Glerártorg, stól á reiðhjól fyrir Kötlu, ilmvatn, sturtusápu, vettlinga, peysu, kaffi og súkkulaði, andlitskrem, sturtusápu, jólakúlu í loftið, og margt fleira sem ég ekki man í augnablikinu.
Stelpurnar stóru fengu mikið af bókum, rúmföt, föt, náttföt, snyrtidót, ilmvötn, gjafabréf í lit og plokk, skartgripi, nammi, töskur, dvd og cd og margt fleira.
Katla fékk dót, föt, úlpu, flíspeysu, húfu, bækur, kápu og margt fleira.
Allir glaðir og ánægðir með nytsamlegar og fallegar gjafir.
Katla vaknaði svo sárlasin á jóladagsmorgun með tæplega 39 stiga hita og var hundlasin þann dag og vorum við bara að sinna henni, glápa á tv og borða, var svo skárri í morgun en er aftur orðin óttalega drusluleg greyið en sefur samt núna og sefur vonandi vel.
Annars allir bara hressir, pabbi kom í hádegismat í dag í ekta hrossabjúgu í nautsgörn held ég bara og var hann eldhress að vanda, ætlaði svo að bruna austur á Hú í dag. Fórum svo við Brynja í kaffi til Hillu seinnipartinn í dag á meðan feðgin voru að kúra hér heima.
Hef svo sem ekkert að segja neitt af viti er hálfóglatt af áti eins og svo oft áður. Liggjum hér hjónin og horfum á Harry Potter, Rakel ætlar að gista hjá vinkonu og Brynja er að fara að hitta vin sinn. Svona er þetta maður bara skilinn eftir eins gott að við eigum eina litla rækju inn í rúmi til að hugsa um hinar eru svo sjálfstæðar orðnar og nenna aldrei að leika við okkur haha
Er að fara á Hlið á morgun að ganga frá því hvenær ég geti fengið að hætta vona að það verði sem allra fyrst hlakka svo til að byrja í hinni vinnunni minni jibbí'
Sjúlli kveður sæll og glaður, feitur og tja hálfóglatt en sæll engu að síður
23.12.2007 | 20:11
Þorláksmessa
Best að blogga, hef ekkert betra að gera í augnablikinu. Katla situr hérna hjá mér á gólfinu og dansar "skoppar" á rassinum við að tralla með söngvaborg. Annars er hún alltaf að velta um koll því við settum glitrandi lengjur upp í loftin í gærkvöldi þegar hún var sofnuð og henni finnst þetta svo flott Verður gaman að vita hversu lengi jólatréð kemur til með að standa upprétt haha þar sem hún á það til að drösla blómum á milli staða maður veit aldrei.
Vorum boðin til Óskars og Unu í gær, þau voru með opið hús og gat maður droppað inn og fengið sér þvílíkustu kræsingarnar og það var alveg ofsalega gaman, mikið af fólki og góðum félagsskap. Svo við ræðum ekkert matinn sem var góður. Stefnum á að grípa í spil með þeim yfir jólin, eru álíka mikil spilafífl og við. Fjárfesti í 600 aukaspurningum í Trivial þannig að nú er um að gera að taka á því.
Skrapp aðeins í bæinn í gær til að klára svona eitt og annað. Kannski ekki rétt að segja skrapp, því það sem hefði átt að taka mjög stuttan tíma tók um klukkutíma. En var alveg þess virði því þegar ég var að koma út af Glerártorgi kom manneskja hlaupandi á eftir mér og sagði mér fréttir sem ollu því að ég fékk bestu jólagjöfina sem ég hefði getað hugsað mér og ég er enn að springa úr gleði og hlakka svo til eftir áramótin. En ætla svo sem ekki að tjá mig mikið um það þar sem ég á eftir að ganga frá nokkrum málum áður en ég get tjáð mig um það, snertir vinnu get sagt það
Settum upp litla sæta jólatréð okkar í gær, keyptum normanþin þetta árið, höfum verið með furu en ákváðum að vera núna með þininn:) Skreytum svo í kvöld þegar verður búið að þrífa og svona.
Katla farin að toga í tölvuna best að sinna henni smá
Sjúlli kveður alveg í skýjunum
18.12.2007 | 09:58
Tja jólin koma og svona
Fórum snemma í morgun mæðgur í ljósatíma, drápum aumingja afgreiðslukonuna næstum úr hræðslu, nei ekki vegna þess hversu úldnar við vorum haha komum henni svona algjörlega að óvörum Brunuðum svo með Brynju í skólann en hún var að fara í próf, svo fórum við á völlinn að sækja Rakel en hún (ótrúlegt en satt) var veðurteppt þar í nótt. En s.s. hun er komin hingað núna:)
Fékk síðustu einkunnina í morgun damn I am happy, nokkuð sátt við útkomuna, náði allavega öllu og það var takmarkið s.s. 9 - 9 - 8 - 5 Kúltíverað bara.
Hef lítið að segja, var að setja Kötluling út, Eyþór er að taka til í herberginu hennar Rakelar og ég hangi í tölvunni lífið er ljúft. Bakaði bara eina tegund af smákökum í gær en það tekur nú alveg tíma sinn að baka þá tegund, lakkrístoppa en þeir lukkuðust prýðilega gerði alveg tvöfaldan skammt, ætla svo að baka spesíur í dag og kannski sörur:)
Hef alltaf gert blúndur og akrakossa en það borðar enginn smákökur hér nema ég eiginlega, jú stelpurnar svona detta stundum í þetta en ég held samt ég sleppi þessu í ár, ætla að prófa að baka spesíurnar með Xylitol til að karlinn geti borðað þær líka
Sjúlli kveður brúnn og sætur (að eigin áliti allavega)
16.12.2007 | 09:55
Eyþór!!!!! það er hver?
Ekki fór nú allt eins og til stóð í síðustu bloggfærslu, Rakel kom aldrei þar sem veður var ekki gott var henni snúið við þegar hún hafði millilent í Osló og send s.s. tilbaka því SAS flugfélagið sem hún kom með flýgur ekki þessa leið nema vissa daga og s..s á morgun næst. Þannig að á morgun kemur hún pottþétt heim nema veðrið versni eina ferðina enn. Hún greyið var mjög svekkt búin að vera að ferðast síðan um morguninn og svo send heim aftur, farið að hlakka til að koma til Íslands en hún verður bara að hlakka til í nokkra klst enn Ömurlegt líka þegar svona kemur fyrir og hún er ein að ferðast þó svo að hún sé enn á þeim aldri að fá fylgd á milli landa sem betur fer.
Eyþór vinnur eins og skítur verður gaman þegar hann fer í fæðingarorlof verður ábyggilega lasinn allt orlofið alltaf þannig þegar hann slakar á:)
Helgin verið róleg, pabbi kom í jólagjafainnkaupin og færði okkur hérna bæði hangikjetsrúllu og bayonnieskinku(skrifað?) þau feðgin komu svo í kaffi á föstudagskvöldið, og pabbi aftur í gærmorgun og svo skrapp ég aðeins með honum í Bónus það er alltaf sama geðveikin þar jesús. Allir komnir í jólastressið sýndist mér.
Skellti mér í það í gær að klára jólakortin og henti upp útiljósaseríunni ekkert nema dugnaðurinn enda fyrrverandi sveitakona hér á ferð Mamma og Hildur komu svo í smá kaffi og konfekt í gærkvöldi en þ´r voru að sýna sig og sjá aðra í bænum þar sem allt var opið til 22. Vorkenni eiginlega búðarfólki þessa daga þetta er hrikalegt álag og ábyggilega ekki borgað í samræmi við það, eða ekki þess virði.
Við Brynja ætlum svo að baka eins og 2-3 sortir í dag og klára að setja upp útiljósin, annars er hún að fara að vinna í Bykó í dag við að baka vöfflur fjáröflun fyrir ferð sem fótboltinn er að fara til Barcelona um páskana að taka þátt í einhverju fótboltamóti skemmtilegt Verða viku held ég....
Best að fara að naglalakka sig
Sjúlli kveður á tásunum
14.12.2007 | 10:03
Lífið er ljúft á föstudegi
Sit hérna í þvílíkasta letikastinu með kaffi og konfekt og hlusta á jólalög. Litla krílið mitt sefur, sofnaði á leiðinni að keyra systur sína í skólann Gæti bara ekki verið huggulegra með fullt af jólaljósum og kertum og fyrrnefndum kræsingum.
Best að nýta síðustu dagana í fríi í að vera bara í svona letikasti og gera ekki neitt allavega stundum. Er að fara að ræða vinnumál í heimahjúkrun á mánudaginn vona að ég fái bara fastráðningu þar því þá get ég kvatt Hlíð, finn mig ekki alveg þar en verð þar auðvitað ef hitt klikkar. Spennandi.
Kláraði eiginlega alveg að skreyta í gær, allt jólaskrautið mitt er gyllt og rautt, fattaði það nú bara þegar ég var búin að hengja upp. Keypti slurk af jóladóti í fyrra og hef greinilega í óléttufílingnum verið í rauða og gyllta. Á samt eftir að hengja upp í loft eitthvað svona fyrir litlu dúlluna mína til að taka andköf yfir og svo auðvitað jólatréð sem fer aldrei í skreytingu fyrr en á Þorláksmessu nema þegar Brynja hefur farið til pabba síns þá skreytum við það áður, en nú er hún hjá okkur um jólin veiiiiii:)
Búin að fá út úr hinu prófinu s.s. Lolinu, skeit eiginlega upp á bak í því en stóð samt sem áður fékk 5 úr því prófi, takmarkinu náð.
Rakel kemur í kvöld og verður það gaman, veit að vinkonur hennar bíða í röðum eftir henni og verður hún nú eflaust ekki mikið að eyða tíma með familiunni sem er eðlilegt vinir eiga hugann allan á þessum aldri.
Ætlaði að vera ofsalega dugleg í gær og setja útiseríuna á svalirnar neinei það tókst ekki alveg þar sem litli pungurinn minn var pirraður yfir þessu skrautæði í mömmunni, enda hefði það allt fokið í nótt því það var ótrúlega hvasst hérna. Fer í þetta á eftir þegar ég er búin með fullt af kaffi og konfekti, svo eru þrifin líka í dag og ég er svo spennt NOT. Verður nú einhver kattarþvottur og svo vel þrifið fyrir jólin :)
Leigði mér á vodinu fína mynd í gærkvöldi sem hét Flood held ég og fjallar um flóðbylgju sem kemur á London, kláraði hana með kaffi og konfekti áðan haha...verð eins og tröll eftir jól enda er þetta annar konfektkassinn frá Lindu sem er keyptur á aðventunni
Best að fara að slappa af
Sjúlli kveður alveg slakur
10.12.2007 | 22:10
Huggulegt:)
Sitjum hérna við kertaljós og jólatónlist við Brynja Dögg, hún að búa til jólakort og ég að finna heimilisföng þeirra sem ég sendi jólakort. Fæ jólakortin á morgun og ætla þá að hendast í að skrifa utan á umslögin og setja í póst:) Gaman að þessu.
Fórum við mæðgurnar þrjár í dag á Glerártorg og hittum þar mömmu, Hildi og sólirnar tvær og fengum okkur kaffi með þeim og spjölluðum. Hitti gamla deildarstjórann minn frá Húsavík hana Soffíu alger snillingur sú manneskja og gaman að hitta hana. Gat klárað af tvær jólagjafir gaman að því.
Lá við að ég færi að gráta í morgun þegar ég opnaði WebCt og sá að ég var búin að fá einkunn úr Sálfræðinni, hjartað fór á 100 og ég ætlaði aldrei að þora að kíkja þar sem ég var alveg viss um að ég hefði fallið. En hvað haldið þið ég stóð og það með alveg ágætis glans fékk 8 *mont*, jahérna hefði aldrei trúað þessu. Er enn að jafna mig. Hlakka til að fá úr Lífeðlisfræðinni hlýt að hafa þá fallið í henni þar sem ég var eiginlega viss um að hafa staðið hana
Best að hætta og spjalla smá við kallinn.
Sjúlli kveður gríðarlega kátur
9.12.2007 | 23:31
Klassa helgi að syngja sitt síðasta
Mikið búið að brasa um helgina.Byrjaði daginn á því að fara með Brynju á föndur í skólanum og tókum við Kötlu með. Gerðum jólasokk og kertastjaka jajá. Katla hafði verulega gaman af athyglinni sem hún fékk:) Fórum svo hjúin í að laga til hérna,ekki veitti af þar sem það hafði fengið að sitja á hakanum á meðan húfreyjan var í prófum. Vorum dálítið lengi að þrífa þar sem það þurfti að skafa og þurrka af oftar en einu sinni sökum þykktarinnar á ryki og skít
Laugardagurinn fór í að byrja á því að skutla Brynju á rútuna þar sem hún fór á krókinn í laufabrauðsgerð. Við hjónin með litla verpið okkar vorum svo bara í slökun, fórum reyndar í nokkrar búðir til að eyða pening og ég get alveg sagt ykkur að það misheppnaðist EKKI. Keyptum m.a. þotu handa Kötlu með veltivörn já algert þarfaþing. Bruðum með hana á henni til Óskars og Unu í laufarbrauð um kl 16 og fannst þeirri stuttu það ekkert nema gaman bara. Gerðum laufabrauð og tek það fram að Una bjó til og flatti út allt s.s. einar 60 kökur og kallarnir skáru en ég fékk steikingarhlutverkið. Borðuðum svo hangikjet, uppstúf og tilheyrandi á eftir hjá þeim. Kl 20 vorum við komin heim og voru þá tengdó komin frá Búðardal.
Sátum og spjölluðum fram eftir kveldi við kertaljós og kamínu huggó Færðu okkur helling af hakki og fullt af kleinum yndislegt. Komu svo færandi hendi í dag og gáfu okkar þennan líka eðal ljósmyndaprentara í jólagjöf, ég fékk að fara og velja hann með Eyþór til að ráðleggja í símanum. Get núna farið að prenta út myndir hægri vinstri jibbí skippí. Gáfu okkur líka jólapíramída með ljósi í, bláu ljósi og ekkert smá kósi erum enn ekki búin að ákveða hvort hann verður inni eða úti má vera hvort heldur sem er.
Náði að kaupa slurk af jólagjöfum í dag á bara eftir stelpurnar mínar 3 og kallinn og svo tvo aðra skal segja ykkur það ég er öflug. Jólakortin koma á þriðjudag og þá er eiginlega allt klárt. Bara eftir að baka þrjár sortir en ætla að gera það um helgina ef Rakel skildi vilja vera með en hún kemur á föstudag
Brynja kom svo með rútunni kl 21.30 í kvöld eldspræk eftir að hafa verið á króknum, kom stolt heim með disk sem Alli afi hennar var að gefa út, og tileinkar hann barnabörnum sínum eitt lag og fannst henni það æði sem og það er
Verð að koma einu að hér í lokin, Eyþór búinn að vera í fríi alla helgina og alltaf þreyttur samt enda líður langt á milli hvílda hjá honum. En hann s.s. ætlaði að klæða dóttur sína í sokkabuxur í morgun en skyldi ekki hvað þetta gekk eitthvað illa....sem var reyndar ekki skrýtið þar sem hann var að reyna að troða stóru tánni á sér í sokkabrækurnar. Hahahahhahaha ég get svarið það hélt ég myndi deyja úr hlátri..
Sjúlli kveður með uppþvottahanska á hausnum
6.12.2007 | 16:55
Lífið er ljúfara en það hefur lengi verið
Prófin eru búin, það er fyrsti áfanginn en næsti áfangi er að fá út úr þeim. Hef trú á að ég hafi fallið í öðru en náð hinu og ef svo er þá bara verður maður að takast á við það eftir áramót eða ég vona að þannig megi maður gera það.
Katla var heima hjá pabba sínum svo röltu þau sér í kirkjuna, þar sem Katla svaf á meðan pabbinn gerði eitt og annað. Ég kom svo og fékk eðal enska jólaköku hjá Sveini húsverði kirkjunnar. Svo þegar ég kom heim haldiði ekki að stóra barnið mitt hún Brynja hafi verið búin að baka vöfflur með rjóma og öllu heila klabbinu í tilefni af þvi að mamma var að klára prófin sín. Hún er svo mikið yndi þessi stelpa enda elska ég hana hringinn og allt um kring
Ætla að fara að dunda mér við að setja myndir inn á heimasíðuna hennar Kötlu og brenna allar myndirnar yfir á disk sem eru komnar í tölvuna, alltaf að heyra af fólki þar sem talvan hefur hrunið og allar myndir horfið vil ekki láta það koma fyrir mig þá myndi heil lítil ævi tapast svona næstum því.
Svo í fyrramálið er ég að fara með Brynju upp í Glerárskóla en það á að vera föndur og hugguleg með kaffisopa og ætla ég að bjóða Kötlu með mér og leyfa kannski kallinum að sofa held hann eigi nefnilega frí. Fer svo með mömmu til að láta dæla úr sér blóði á morgun og svo tiltekt en gaman. Segi nú eins og einn samnemandi minn að allt í einu er "þrífa" orðið heillandi. Skal segja ykkur það.
Sjúlli kveður kominn í jólahjólaskap