Kominn tími til

Jæja alveg kominn tími á að konan í húsinu bloggi einhverja vitleysu. Get ekki alfarið látið karlinn um þetta, hann er reyndar svo myndaglaður þessi elska að ég ætla alls ekki að reyna að toppa hann eitthvað í þvíSaklaus Fannst heldur kalt að fara í vinnuna í morgun, frusu á mér allir útlimir bara við að líta út, kuldalegt að sjá út og ég auðvitað alveg hissa þrátt fyrir að það sé kominn október. Held alltaf í þá von að veðurfarið hérna á Ísalandi breytist í Spánarveður en verður ekkert af því miðað við fréttir sem voru í vikunni um einhverja bölv...golfstrauma sem valda því að það mun kólna á Islandi...mægad...verður orðin eins og eskimóar fyrir restÖskrandi

Búin í vinnunni síðasti dagurinn minn í dag fæ ekkert meira nema bara tímavinnu fram að áramótum, svona er að verða óléttur án fastráðningar en þetta reddast nú allt saman....verð að fara að koma mér í vinnu bara hjá Eyþóri sem einkaritari og sorpkona hræðileg hjá drengnum skrifstofan á slæmum dögum en held honum veitti ekki af ritara....þarf að ræða þetta við einhvern háttsettanÞögull sem gröfin

Marteinn stækkar og stækkar og bumban í samræmi við það, verður tröllvaxið kríli líklega þegar hann ákveður að skríða út, tek það fram að það er ekki vitað hvort um kven eða karlkyn er að ræða, fóstrið okkar heitir samt MarteinnSaklaus Klikkuð ég veit.

Litla frænkan mín óskírða fær nafn um helgina, get ekki beðið af spenningi, sr. Óskar ætlar að skíra hana á laugardag og verð ég nú hissa ef hún verður ekki látin heita Erna Birna, Hildur þú ert undir pressu frá okkur Bjössa mundu þaðKoss

Sá nafn á konu um daginn sem hét Hildur Erna Jónsdóttir fannst þetta fyndið.

Ég ætla að bregða mér til Dísu yfirmanns að skrifa undir einhvern samning...brjálað að gera...sakna heimahjúkrunar strax...

Sjúllinn kveður á hlaupum með ofvaxinn maga...


9. október

S5000058S5000057S5000059

Dagurinn í dag er einhver sá fallegasti á árinu.  Í gær helliringdi og í dag eru litirnir ofboðslega fallegir.  Hlíðarfjallið er orðið alveg hvítt niður í miðjar hlíðar.  Núna er ég farinn að telja niður, 6 dagar í rjúpu takk fyrir.  Við Erna slökuðum á heima í gær, byrjuðum reyndar á að taka eina allsherjar hreingerningu en eftir það var bara slökun.  Brynja kom svo sæl og glöð eftir borgarferðina. 

Vinnan bíður,

Eyþór


8. október

S5000054S5000056S5000055

Vaðlaheiðin gránaði í gær


6. október

S5000052S5000051S5000050

Það var frekar dimmt yfir bænum þennan morgun


Myndir dagsins

S5000047 S5000048 S5000046 Ég hefði átt að gera þetta fyrr í haust, en mér datt í hug að taka mynd út um skrifstofugluggann minn reglulega og sjá breytinguna á gróðri og veðurfari.  Hér koma þær fyrstu, teknar 5. október

50 dagar til jóla

Sá í fréttablaðinu að það væru 50 dagar til jóla.  Ekki er ég farinn að telja.  Erna vann síðustu kvöldvaktina í gær og var nokkuð sæl með það.  Hún hefur unnið talsvert af tvöföldum vöktum undanfarið og er orðin dauðþreytt á því.  Brynja er orðinn varafyrirliði A liðs hjá Þór.  Enginn smá titill!  Hún ætlar að skella sér til Reykjavíkur um næstu helgi með Rakel vinkonu sinni.  Það verður eflaust fín Kringluhelgi hjá þeim.  Rakel Ýr er að fara á handboltamót í Kiruna á næstunni.  Þar keppa einhverjir tugir liða frá Svíþjóð og Noregi.  Kiruna er enn norðar en Luleå, eiginlega lengst norður í rassgati.  Ég er nokkuð upptekinn þessa dagana, margt um að vera hjá öllum kórunum og þar að auki eru stórtónleikar annað kvöld sem ég tek þátt í með því að spila undir hjá flestum sem þar koma fram.  Ég nenni samt eiginlega engu akkurat núna.  Sit og horfi út á Pollinn og óska þess að ég ætti bát og sæti núna í logninu og dottaði í bátnum...

Svona leit Munkinn út í morgunsólinniMunkaþverárstræti 1


Þoka

Mér finnst þokan æðisleg!  Uppáhalds veðrið mitt. Kannski er þetta eitthvað erfðafræðilegt, mamma er jú af ströndunum og þar er nú þokan oft landlæg.  Mér hefur alltaf liðið vel í þoku sérstaklega á fjöllum.  Mér fannst alltaf fínt að vera í rjúpu í svartaþoku eða jafnvel á vélsleðanum þegar maður var unglingur.

Vinnudagurinn hófst hjá mér kl. 6.30 í gær.  Þá fór ég að undirbúa messuna.  Messan var frábær, Sr. Óskar hélt eina af sínum snilldar ræðum, kórinn söng allur og allir voru í stuði.  Eftir messu fengu kirkjugestir sér súpu og brauð í safnaðarsalnum og síðan fór ég á tvo fundi, fyrst hjá undirbúningshópi um kirkjulistaviku 2007 og síðan hjá orgeltónlistarnefnd þjóðkirkjunnar.  Mjög gagnlegur fundur.  Ég kom heim upp úr kl. 16 og þá var Erna að fara í sína vinnu.  Týpískt!  Svona verður þetta þessa viku líka, við hittumst eitthvað lítið held ég.

Fótboltinn fer að byrja aftur hjá Brynju eftir smá hlé.  Hún æfir 4x í viku.  Henni gengur alveg rosalega vel í skólanum, er með 9-10 í öllum prófum.  Hún fór í einn píanótíma hjá þeim í Tónræktinni um daginn, en fann sig ekki í hópkennslunni.  Hún ætlar að ræða aftur við Þórarinn hjá Tónlistarskólanum.  Kannski kemst hún inn í skólann um áramót. 

Það er orðið allt of lagt síðan ég heyrði í Rakel síðast.  Hún er ekki sú duglegasta við að hafa símann á sér.  Erna heyrði í henni í fyrradag og var hún hin hressasta.

Nú þarf ég að undirbúa jarðarför og kóræfingu og reyna að æfa mig eitthvað fyrir tónleika sem ég held um næstu helgi.

EyþórAkureyrarkirkja í morgun


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband