Til hamingju allar

Núna eru líklega allir samnemendur mínir að taka sig til fyrir útskriftina sem er kl 16 í Háskólabíó vona að þetta gangi allt skafið. Verð bara með þeim í huganum. Ragnheiður mín ætlaði að taka skjalið mitt fyrir mig og færa mér um helgina:) Til hamingju barasta allir mínir ofursjúllar þetta hafðist hjá okkur, reyndar aldrei efi um það.  Hulda hjúkrunarforstjóri færði mér fallegan blómvönd í vinnuna frá HAK í tilefni dagsins, Eyþór og stelpurnar gáfu mér ofsalega fallegt hjartahálsmen:) Allir svo sætir eitthvað.

En að öðru jólin að koma er maður klár eða....uhhhh nei ekki aldeilis, fór með pakka í póst áðan sem fór til Egilsstaða og á eftir að fara með þrjá aðra í póst gaman að því:) Reddast allt á síðasta snúningi eins og alltaf hjá okkur þrátt fyrir fyrirætlanir um annað. Kom reyndar öllum jólakortum í póst áðan, meiriparturinn sem þarf að bera út hér á Akureyri verður stemmari að fara í það á þorláksmessu eða aðfangadagsmorgun. Ætlum systur ásamt famili upp í garð til mömmu á aðfangadag fyrir hádegi og setja eitthvað fallegt hjá henni og tendra eins og eitt kerti, sakna hennar svo mikið í dag, koma svona dagar.

Er að fara með pabba og Hillu sys í jólagjafarúnt í kvöld, pabbi er að vandræðast með barnabörnin sín veit ekkert hvað hann á að gefa þeim þannig að við mæðurnar förum með til að stjórna:) Klassískt en hvað vantar þessum unglingum svo sem eiga allt held ég, veit reyndar núna hvað ég ætla að gefa þeim báðum og Kötlu líka á bara eftir að fara og kaupa það, veit líka hvað ég ætla að gefa eiginmanninum á bara eftir að kaupa það líka haha.

Brynja fór í gær á jólaball og ég sótti hana á miðnætti, var ósköp leið greyið var að meðtaka núna fyrst við hvaða veikindi amma hennar Ragna ætti við að etja. Þurfti mikið að gráta og spyrja og það bara hið besta mál, reyndi að svara eftir minni bestu vitund. Krakkarnir höfðu verið að ræða þessi mál og þá hafði mín áttað sig eitthvað og varð hrædd, en ég hvatti hana bara til að vera jákvæð og tala um þetta ef hana langaði. Oft er gott að spjalla um hlutina og spyrja ef maður veit ekki en hún er svolítið feimin við það. Hlakkar mikið til að fara á krókinn og hitta allt liðið sitt þar, kem til með að sakna hennar en ég kemst yfir það:) Þarf að leyfa öðrum að njóta þessarar elsku líka....en nóg um þetta..

Ég ætla að fara að gera eitthvað  af viti

Sjúlli kveður lala 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Takk Erna mín og sömuleiðis það vantaði þig mjög mikið í dag við vorum allar að tala um það eins vantaði Svövu og Kolbrúnu.  þetta var smá stress nei nei þetta var góð tilfinning.... en maður er bara eitthvað svo sviðsóvanur......en  reddaðist, þetta var ekkert svo  löng athöfn svona c.a 2 tímar... síðan fór maður bara heim að laga matinn, kjúlli með öllu namm namm. Erna mín gangi þér vel í jólaundirbúningnum og bara öllu því sem þú ert að gera...óska þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári....jólaskólasystrakveðja Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 19.12.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband