My mouth is open

Hi my name is Dubbý:) Þetta s.s. er einn skjólstæðingurinn minn farinn að kalla mig af því að ég er að fara til Dublin og honum finnst það ógurlega fyndið því öllum er illa við íslendinga. Komumst svo reyndar að því að það er kvikindi í Harry Potter sem er kallaður þessu fallega nafni haha:) Ég ætla að vera Dani eða færeyingur í Dublin verst að ég er arfaslök í dönsku:)

Annars er ég að baka marengs (það er víst skrifað með "g" búin að gúggla það) og ég hef aldrei verið góð í að baka marengs hvað þá að skreyta kökur my gad, en það er s.s. foreldraviðtöl hjá Brynju á morgun og svo kaffihlaðborð sem er fjáröflun fyrir þau s.s. 10 bekk og ég átti að koma með tvær marengs. Jajá svo er ég að læra á milli þess sem ég skondrast til að sletta rjóma og rommkúlum á þetta dót:) Hentist í sturtu á 180 km hraða áðan skaust svo út úr sturtunni og fattaði þegar ég var að byrja að þurrka mér að það er víst betra að skola sjampóinu úr díses maður er þokkalega að verða vitlaus jamms.

Mikið að læra mikið mikið að læra og ég er komin með valkvíða á hvaða verkefni ég á að taka fyrir næst, ég er að vinna næstu helgi og svo fer ég suður á miðvikudag og læri þá ekkert meira líklega fyrr en á þriðjudag, væri fullgróft held ég að taka allar möppurnar með mér, yrði allavega ekki vel liðin af samferðakonum mínum jahérna. Þar sem allt er svo dýrt gæti nú verið gaman að eiga stund á hótelherbergi í Dublin og læra tilbreytingTounge

Fór að hugsa í morgun um stöðu mála á Íslandi og ég hreinlega sé Ísland fyrir mér eins og Rússland fyrir nokkrum árum síðan, allt grátt og ömurlegt, reykstrompar púandi og við sjáum ekki út fyrir mengun...oj og við endum aftur í  moldarkofum á meðan ríku durgarnir sem komu okkur í þetta, eru á sólarströnd berrassaðir að drekka viskí...vona að það standi í þeim og þeir fái drullu sem endist þeim ævina.

Hvað á ég að bulla meira, tja kannski bara ekkert þar sem ofninn er farinn að hvína og marengs druslan er tilbúin og ég næ henni ábyggilega ekki úr forminu eins og hinni, en rjómi skal á engu að síður og hananú

Sjúlli kveður á útopnu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Erna mín, farðu ekki fram úr sjálfri þér, er eitthvað stress í gangi  ?. Njóttu þess til hins ýtrasta þegar að Dublinarferðinni  kemur, og þið komnar út, vertu þá ekkert að hugsa um verkefnin , hafa þau einhvern tíman farið frá manni ? ég bara spyr. Hafðu það bara gott og njóttu þín  . Kveðja, Kolbrún Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 12.11.2008 kl. 17:09

2 Smámynd: Anna Ruth Antonsdóttir

Sé þig í anda ha ha  mig langar órtúlega í þessa köku sem þú bakaðir og er örugglega búin núna. . það verður geggja hjá þér í Dublin bíddu hvenær ferð þú ? ...njótt þess í botn það er eins og Kolla segir þessi GUÐDÓMLEGU verkefni fara ekkert... gangi þér vel Erna  kv Anna Ruth

Anna Ruth Antonsdóttir, 12.11.2008 kl. 18:22

3 identicon

Skemtilegar og góðar fréttir af þínum bæ, sem og oftar.

Svo yndislegt að lesa eitthvað annað en um spillingu og kreppu :D

Ef dæma á bara eftir fréttafluttningi fjölmiðla virðist landið vera farið á hausinn og fólkið með. En svo les maður svona notalega færslu, þar sem kökur eru enn vissulega bakaðar, skólinn heldur áfram og einn og einn jafnvel á leið í frí út fyrir landsteinana.

Takk fyrir skrifin þín, þau bjarga "okkur útlendingunum" frá andlegu falli

Bestu kveðjur

Margrét og Gísli (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 22:24

4 identicon

Jú ég er búin að gera Mullers æfingar með jógaívafi og er orðin arfaslök:) Fer 19 suður og 20 nóv út kem svo heim 23 nóv:) Já Margrét alltaf gaman að baka svo er spurningin hvort bökunarhæfileikinn sé til staðar:) Gott að bullið mitt yljar einhverjum......hafið það sem best þarna í Piteå. :) Kv Ernan

Ég sjálf (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband