Allt og ekkert

Sit hér með kertaljós, jólalag með Celine Dion og var að klára skilaverkefni í hjúkrun um byltur aldraðra. Þá er næst á dagskrá að henda sér í að gera eitthvað í lokaverkefninu í hjúkrun. Held að við séum nú á mjög góðri leið með það.

Eyþór og Brynja eru bæði úti, Eyþór að spila með stúlknakórnum heyrist hann nú samt vera að koma en Brynja fór í bíó með 4 vinkonum sínum. Litla grjónið sefur eins og hún á að gera eftir að hafa verið í miklu banastuði í kvöld.  Svo fer hann í Skagafjörðinn á morgun að halda tónleika með Óskari Pé og svo að spila í tveimur messum þannig að á morgun verður hann tja líklega ekki heima haha. Sé hann annaðkvöld bara. Fékk fullt af góðum gjöfum í dag, pabbi rambaði inn með köku og Hilla og dætur komu og færðu mér ýmislegt fallegt, svo sem kerti og viskastykki sem Hildur var búin að bródera aðeins í og ýmislegt fleira, auk þess sem ég var búin að fá frá þeim vindgalla fá 66°norður, krem frá Elínu sys, frá eiginmanninum og dætrum fékk ég nýja diskinn hans Bubba með stórsveitinni (elska Bubba), Myrká eftir Arnald, aðra bók man ekki hvað hún heitir og svo gjafabréf upp á 10 þús í jöru eða Abaco snyrtidæmi:) Agalega sæl með mig bara. Búin að fá fullt af góðum kveðjum líka takk fyrir það allir saman. Orðin 36 ára hundgömul. Verð alltaf pínu þunglynd á afmælinu mínu eldist allt of hratt, finnst svo stutt síðan ég var 16 ára að gera mömmu og pabba lífið leitt ójá var ekki einn af þessum yndislegu unglingum onei vandræðagepill:) En ég er alls ekki eldri en tvítug þannig séð, en svo kíkir maður í spegil og jú svei mér komin eitthvað yfir tvítugtLoL

Er orðið frekar bumbult eftir allt gramslið í dag, konfekt, köku og svo eldaði Eyþór lambalæri sem einn nemandinn hans skildi eftir hér á tröppunum hjá okkur:) jájá

Ætla að leggjast á meltuna

Sjúlli kveður gamall 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Til hamingju með 26 ára afmælið!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband