Langþráð sumarfrí

Loksins rann sá dagur upp að ég er komin í sumarfrí, búin þokkalega að bíða eftir þessu. Verð í fríi til 25 ágúst og er alveg sæl með það bara, tek svo fullt frí næsta sumar.  Byrjaði fríið á því að rölta með Kötlu á Bubbakot, síðan í ljóst og síðan fórum við hjónin og hjóluðum í 1 klst og ég ætla ekki að lýsa lærunum á mér þegar ég kom heim, titrandi og skjálfandi. Maður er greinilega í arfaslakri þjálfun, en ætla að vera dugleg þessa daga sem ég á í frí og hlaupa, hjóla og eitthvað svona skettilegt

Brynja var fyrir sunnan á landsliðsæfingum á Laugarvatni um helgina, gekk ágætlega held ég. Fór á föstudagskvöld og gisti hjá Ása frænda og hann skutlaði henni svo upp á KSÍ á laugardeginum og hún kom svo heim í gærkvöldi. Eru svo að fara að keppa við Aftureldingu á morgun spennó.

Eyþór er farinn til Húsavíkur núna að spila í jarðarför, ætlaði svo í mat til Mása. Litli nýji frændinn minn fékk nafnið sitt í gær en hann heitir Magnús Atli og er flott venjulegt nafn, ánægð með liðið. 

Er að panta kerru handa Kötlu algeran rolls og fæ gefins með henni bílstól jájá bara snilld, er reyndar í dýrari kantinum þessi kerra en rollsinn er nú aldrei gefins. Ætlum að losa okkur þá við vagninn og litlu kerruna. Fékk lánaða svona kerru hjá hillu í gær og hún er bara æði, ég þorði ekki að panta áður en ég hefði prófað þannig að ég lét hana taka sénsinn fyrst og fékk svo að prófa hana. Góður

Vorum að skipta um símafyrirtæki, fórum yfir til Vodafone var komin með nóg af símanum, endalaus dónaskapur sem ég hef mætt hér í búðinni, er kannski bara svona leiðinleg sjálf, finnst það nú samt ólíklegt. Höldum okkar símarnúmer en hættum alveg með heimasímann, notum hann ALDREI þannig að ef einhver vill ná í okkur þá eru gsm málið. Reyndar erum við komin með ný netföng, mitt er ernahauks@internet.is og Eyþórs er eythoringi@internet.is jájá og senda svo mail:)

Styttist i að síðasta önnin í skólanum fari að byrja, er orðin svaka spennt að klára, veit ekki hvort það kemur samt til með að skila mér neinu í vinnunni nema bara hærri launum, efast um að ég fái að gera eitthvað meira, voru allir voða jákvæðir fyrst þegar ég fór í þetta en svo núna er ekki eins mikið um jákvæðni finnst mér. Kemur í ljós.

Best að fara að fá sér eitthvað að borða, komin í nammibindindi og þeir sem þekkja mig þá er það mjög erfitt þar sem ég fékk mér nammi í öll mál ekki skrýtið þó svo maður sé með risarass og bumbu nei kemur ekki á óvart DAMN ég verð samt alltaf jafn hissa þegar ég lít í spegil og sé þessi óhræsis rassa og bumbu skvap en svona er lífið. Verður gaman að sjá hversu lengi ég held þetta út, jájá ekki lengi hugsa ég, ælta að grýta af mér 10 kg en kemur í ljós.

Sjúlli kveður með smartis í huga...... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hva áttiru von á að ég myndi skíra einhvern hrylling,, neinei bara venjulegt nafn á ofurvenjulegann dreng:)

Hvað ert þú að væla um skvap og mör,,, ég er jelly belly #1 get ég sagt þér.. mjög frýnilegt..:)

Magnús Atli bað að heilsa frænku sinni....

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband