Spelt er snilld!

Ég er búinn að komast að því að ég get algerlega án hveitis verið og nú erum við búin að henda öllu hveiti og heilhveiti úr skápunum okkar.  Spelti er það sem gildir.  Sem sykursjúklingur finn ég mikinn mun, þar sem ég get búið til brauð úr grófu spelti eingöngu, án nokkurs fínmalaðs mjöls.  Heimatilbúna pastað úr grófu spelti er líka mjög gott.  Núna fáum við nýtt og gott brauð á hverjum morgni, þökk sé brauðvélinni okkar góðu.  Eftir mikla leit af uppskriftum og síðar margar misheppnaðar tilraunir er ég kominn með góða uppskrift:

4 dl létt AB mjólk, skvetta af ólífuolíu, 1 egg, 6 dl gróft spelt, 3 tsk lyftiduft (eða ca 4-5 tsk vínsteinslyftiduft) 1 tsk salt, 2 dl fræ eða hnetur (fjölkornablandan frá Náttúru er mjög góð, líka gott að blanda sjálfur hinu og þessu saman, ýmsar hnetur eru góðar, pestó, tómatar, gulrætur, parmesan.....) Ég strái svo gjarnan Maldonsalti yfir þegar vélin er búin að hræra og byrjuð að baka.

Set þetta á stutt kerfi í vélinni og viti menn, úr þessu verður hið ágætasta brauð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott framtak hjá þér Eyþór:) Maður kemur til með að skoða uppskriftir og aðra speki frá þér. Ég held að maður neyðist nú til að fara að prófa þetta margumtalaða speltbrauð þitt, nema þú komir nú með einn hleif eða svo á næstu æfingu, það væri allt í lagi.
Kv. Elvý.

Elvý G Hreinsd. (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 18:28

2 identicon

Gott framtak hjá þér Eyþór:) Maður kemur til með að skoða uppskriftir og aðra speki frá þér. Ég held að maður neyðist til að fara að prófa þetta umtalaða speltbrauð þitt, nema þú komir nú með einn hleif eða svo á næstu æfingu.
Kv. Elvý

Elvý G Hreins. (IP-tala skráð) 13.4.2006 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband