Ekki dauður enn

Nei ég er lifandi, þrátt fyrir að fullyrðt hafi verið að ég hafi lent í riffilskothríð í Hlíðarfjalli.  Ég  gaf viðtal á Rúv um daginn og hélt ég væri að draga úr fordómum spyrjanda um rjúpnaveiðar, sem ég fann svolítið fyrir.  En svo skilst mér að sagt hafi verið að ég hafi lagt á flótta niður úr fjallinu vegna riffilskothríðar!  Sagði það aldrei, enda ekki skotið úr rifflum á rjúpnaveiðum.  Ég ætla í framtíðinni að neita öllum viðtölum sem óskað er eftir varðandi annað en tónlist.  Annars erum við Erna búin að liggja í rúminu með kvef og hita.  Erum öll að koma til samt.  Spurning hvort skitan og ælan fylgi ekki á eftir því þær óværur eru að ganga í kring um okkur.  Við fáum afar sjaldan kvef eða pestir og Brynja sleppur alltaf.  Hraust stelpa. Við borðum hollan mat, það skiptir öllu.  Nú þurfum við bara að fara að útvega okkur langreið.  Allt helvítis röflið í erlendum stjórnmálamönnum fer svo í taugarnar á mér.  Ég er eins og venjulega sérlega fúll út í svía, enda með eindæmum leiðinlegur þjóðflokkur.  Þeir hneykslast þvílíkt yfir að 9 langreiðar af 23.800 séu skotnar.  Hvað er það, 0.004% af stofninum? (hugarreikningur)  T.d. veiða Svíaskrattarnir c.a. 150 birni á hverju ári.  Stofninn er rúmlega 1500 dýr.  10% af stofninum og til hvers eru þeir veiddir?   Ekki eru það göfugar veiðar að skjóta bara til að skjóta, ekki éta þessir matvöndu skrattar birnina?  Eru hvalir kannski rétthærri en birnir?  Er það stærðin sem skiptir máli?  Eigum við þá ekki að skjóta smáfugla í stað hvalanna?  Ég held að svíarnir séu hræddir við þessa litlu brúnu birni sem eru sauðmeinlausir nema að þeim sé ógnað.  Þér éta nokkra veiðihunda á ári og ég held að skýringin fyrir veiðunum sé þar komin.  Svíarnir vilja ekki vera varir við þá, bara geta montað sig af því að vera með þá.  Svíþjóð er 450 þúsund ferkílómetrar.  Það er sem sagt einn björn að meðaltali á hverja 300 ferkílómetra eða ein bjarnarfjölskylda á hverja 1000 ferkílómetra.  Eða Kanarnir.... Þeir eru jú á meðal helstu hvalveiðiþjóða heimsins. Þeir leyfa talsverðar veiðar á einhverjum smáhvölum.  Ég á sennilega aldrei eftir að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en ég er núna ánægður með sjávarútvegsráðherrann okkar.  Vonandi tekst fjölmiðlum ekki að eyðileggja stemmninguna í kring um veiðarnar núna.  Hættum að éta innflutta danska kjúklinga og förum að éta hval. Og hananú!

Eyþór


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband