pirr

Skal nú alveg viðurkenna að stundum verð ég verulega pirruð á þessari fjandans þjónustu hjá símanum alltsvo skjánum. Virkar bara engan veginn á köflum og þegar maður loks er búinn að rífa allt úr sambandi, setja aftur í samband, restarta öllu draslinu og allt það sem manni er ráðlagt að gera þá er uppáhaldsþátturinn manns langt kominn eða jafnvel að enda já þetta pirrar mig verulega veruleg og verulega.

Svona er þetta nú og þetta pirringsmál afgreitt í bili að minnsta kosti. Get líka pirrað mig núna á veðrinu haldiði að það eigi ekki barasta að fara að snjóa á morgun, skil ekki afhverju ég fæddist á Íslandi viss um að mér var ætlað að búa á Bahamas eða Spáni eða eitthvað. Fæ bara hroll af tilhugsuninni um að það eigi enn og aftur að fara að snjóa. Má snjóa næsta vetur þegar ég vil fara á gönguskíði en ekki núna, núna vil ég bara fara út að spássera með Rollsinn hennar Kötlu:) Spurning hvort það sé eitthvað sem ekki pirrar mig núna............tja veit ekki

Pirrar mig t.d. núna líka að batteríið er að verða tómt í makkanum og ég nenni ekki að standa upp til að stinga í samband...nei líklega er ekkert sem ekki pirrar mig núna. Svona getur þetta verið:)

Mig er farið að langa í bíó alveg skuggalega spurning að maður láti sig vaða þegar Shrek 3 kemur í bíó, fer kannski með karlinum, kannski með Brynjunni minni hver veit ekki ákveðið. Langar samt eiginlega meira í klippingu og lét nú verða af því að panta klippinguna, hef ekki farið í klippingu í 4 mánuði, ég veit þetta er hrikalegt enda er ég orðin skuggalega lík Gísla heitnum á Uppsölum nema skeggið er ekki eða held ekki:) Síðan er mig líka farið að langa í lit og plokk, búin að fara í ljós en það gerði ekki mikið fyrir mig, enda ljótan alveg í hæsta klassa þessar vikurnar, held ég hafi aldrei verið svona ljót tja allavega ekki lengi er nefnilega frekar sæt yfirleitt::) Montin ég veit.

Jæja litla fjallið farið að hrína best að kanna málið

Sjúlli kveður á suðupunkti


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband