Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Frá Hafnarfirði
Hva! Skrifar enginn í gestabókina?
Elín Una (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009
Frá Manitoba
Hæ hæ. Smá kveðja úr sólinni í Manitoba. Ohh að við skyldum missa af handboltaævintýrinu heima. Óskar fór að vísu um miðja nótt og keyrði hálfa borgina á enda til að komast á internetið og náði þar að hlusta á seinni hálfleik á mbl. s.s. bara hljóðið. Vá hvað strákarnir okkar (!) eru duglegir og já ég er alveg sammála þér Erna hún Dorrit er ótrúleg dúlla og sæt. Æi hvað væri gaman að hafa ykkur hér. En sjáumst seinna (ertu farin að plana kanadaferð?). kv. Una
Elín Una (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. ágú. 2008
kvitt, kvitt,
er á rúntinum, flott myndskilaboð í nýjum myndum hjá þér, á nokkuð vel við.
Þórunn Óttarsdóttir, fös. 19. okt. 2007
Tak fyrir kveðjuna.......
Hæ hæ... Flott síða hjá þér...... Vefsíðugerð er það ekki bara bloggið?? Kær kveðja. Hulda.
Hulda J Friðgeirsdóttir, mán. 15. okt. 2007
blogg verkefnið í skólanum...
Hæ hæ... Já þú verður ekki í vandræðum með blogg-verkefnið í skólanum he he...:) það er gott að vera pottþéttur með eina 10 svona í byrjun annar... kveðja Anna Ruth...
Anna Ruth Antonsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 15. sept. 2007
TAKK!
Þið fyrirgefið hvað ég er alltaf seinn til en ég var fyrst núna að valsa um lendur þessarar frábæru bloggsíðu. Leiftrandi flottir pistlar, húmor og umbúðalaust tal. Áfram svona! -óskar
Óskar Hafsteinn Óskarsson (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. maí 2007
Kveðja úr Einholtinu
Hæhæ Takk fyrir síðast sætu mægður :) ( í heimsókn hjá ömmu ) Voðalega finnst mér skemmtilegt að sjá Kötlu litlu í fötum af systrum, á svo margar fallegar minningar um fötin þeirra, t.d. litla brúna bangsagallann sem var heimferðagalli af fæðingardeildinni og fl. Frábært bara að þið getið notað þau. Sjáumst kannski á labbinu á morgun ;) kv Hilla Pilla
hildur (Óskráður), mið. 4. apr. 2007
Til hamingju
Elsku Erna og fjölskylda til hamingju með prinsessuna. Gangi ykkur allt í hagin Kveðja úr borg bleytunar (Eygló Sif og famili)
Eygló Sif (Óskráður), lau. 24. mars 2007
halló bumbubúi
maður bíður spenntur við símann þessa dagana.....og ekkert gerist...kv Magga sys
Magga Jóns (Óskráður), fös. 9. mars 2007
Final Countdown....
hvða eru margir núna...17 dagar eða svo? Vá, þú verður farin að hlaupa á eftir krílinu áður en þú veist af ..heheheh lætur annars bara Eyþór um það ;) Sjáumst etv á eftir.....kem að húsvitja....kv H MÓÐA!!
hildur (Óskráður), þri. 6. mars 2007
jæja....
...langt síðan ég hef kvittað hér, best að gera það....*kvittikvitt* Sjáumst´i morgunkaffi í fyrramálið, set brauðvélina af stað kl. 7 túmorró!! Þú mætir með bumbuna! kv Hillus
hilllus (Óskráður), þri. 27. feb. 2007
kvitta hvað
já ok ég skal kvitta fyrir það að hafa skoðað þetta hjá ykkur rosa flott.. haltu áfram að blogga bumbulína hehehe hvernig gengur annars hjá þér kelling?? Ég hef ekki séð neina eiginhandaráritun frá ykkur gömlu hjónunum á síðunni hjá mér nýlega ;) hehe láttu heyra í þér ;) see ya later kveðja úr sveitinni og paradísinni Helga Björg frænka
Helga Björg Garðarsdóttir (Óskráður), fös. 23. feb. 2007
Halló þið
Ég hef nú þónokkrum sinnum kíkkað á síðuna ykkar og finnst það gaman og dáist alltaf jafn mikið það því hvernig þú (Erna) getur komið orðunum út úr þér. Ákvað að kvitta fyrir mig í þetta skiptið og e.t.v. oftar í framtíðinni, Kveðja Stebba
Stebba (Óskráður), þri. 20. feb. 2007
hædíhó
Hey Cool að karlinn fái að seinka ferðinni, heðfi verið pínu lummó að þurfa að senda SMS...hehehehhe....en hefði orðið þó skemmtilegasta SMS sem hann hefði fengið....jæja guess what! Ég fann hlaupið í Bónus!!!!...og keypti 2 POKA, sjitt hvað ég er í miklu sykuráfalli!!! hehehehe gott á mig!Gæti átt 2 mola eftir á morgun ef þú getur staulast til að sækja þá ;) góða nótt Hilla "sæta"
hildur (Óskráður), fös. 16. feb. 2007
....rola....hmmmm....
þú ert nú meiri svona Rolla held ég en Rola.......hjehjehje......svarar þú ekki nema nokkrum útvöldum í símann, hmmmm.......lét hringja út á þig áðan, hefðir grætt bollu með rjóma í tilefni bolludags,...sem er annars á mánudag, við erum bara tímanlega hér ;) kv H
hillus (Óskráður), mið. 14. feb. 2007
pollýönnuleikurinn
Hæ Vertu bara Pollýanna og sjáðu hvað það er sniðugt að geta sparað það að vinda upp moppur, bara rúlla bumbunni yfir gólfið og *voila* gólfið eins og skínandi Ajax!! hehehehehe kv Hillus
hildur (Óskráður), lau. 10. feb. 2007
hmmm.....
tókst að klúðra tákninu fyrir konu sem er hringur og kross neðan við en kom bara %u264, hvað þýðir það eiginlega?? þetta átti sem sagt ða vera STELPUgen!! úff farin að sofa...hildur
hildur (Óskráður), mið. 7. feb. 2007
jehú! 34 vikur komnar!!! "aðeins" 6 eftir og 8 ef þú ert óheppin, hver er það ekki? ;)
Nei nú getur farið að telja dagana og telja samdrættina, er ekki allt klárt fyrir frænkuna mína, ég er jú orðin alveg viss, það eru bara %u2640gen í okkur. Jæja liðið rotað hér og ég þarf víst að skrönglast líka í bólið, heyrumst á morgun betur. .........knús á "martínu" þegar þú ert búin að knúsa Eyþór pabba litla ;) sjáumst Hildur
hildur (Óskráður), mið. 7. feb. 2007
æ æ æ
þú átt alla mína samúð systir sæl, það er þrautaganga að ganga með börnin, þú virðist fá að reyna það núna en hefur þó prufað eina góða meðgöngu svo þú hefur samanburðinn en ég á bara VONDAR að baki ):( En þetta er að styttast með hverjum deginum, færð nöfnu mína í fangið hvað úr hverju ;) Getur sótt vögguna og farið að dúlla þér, sparkað í hana þegar þú ert pirruð ef ekki vill betur ;) síjú kv Hildúr
hildur (Óskráður), lau. 13. jan. 2007
Ýstra hvað
Ekki þennan talsmáta við mig systir sæl...haha piparkökuhúsið er flott ef frá er talið að dyrnar eru á hvolfi og gluggar að mestu lika..:) Ýstran á mér er sko bara flott....verður samt flottari og flottari lengi getur flott flottast eða eitthvað farin að éta...............
Móðir, kona, sporðdreki:), lau. 23. des. 2006
hóhóhó
Hér með kvítta og ég stimpla mig inn!! Hvað er þetta með þig systir góð og veðurgeðvonskuna, haltu þig bara innandyra með þína ístru og lestu blöðin!!Og skrýtna byggingarstrúktúrinn sem á að vera piparkökuhús að mér skilst...hmmmmm.... heheh hilsen her fra....Hildúr
hilla (Óskráður), fös. 22. des. 2006
Marteinn kannski dobblaður
Veistu Magga þú ert sko ekki ein um að spyrja að þessu:) En enn sem komið er hefur bara eitt sést en kvensjúkdómadoksi sagði mér nú að það hefði komið fyrir að á 27 viku hefði hún þurft að segja konu að hún væri með tvö:)Þannig að bíðum bara ég er bara komið 25+ nei nei ég er bara með eitt Marteinn ætti allavega að hafa plássið til að leika sér::)
Erna bumbus (Óskráður), lau. 9. des. 2006
Vááá
Erna mín, miðað við myndirnar af honum Marteini frænda.....ertu nú alveg handviss um að hann sé einn þarna??
Magga sys (Óskráður), mið. 6. des. 2006
hehehe
Vá! ég ætlaði bara aldrei að verða búin að lesa síðustu bloggromsuna...ahhahahhahahah ég er svo fyndin ;) kv Fyndni jólasveinninn í Holtinu
Hildur (Óskráður), mán. 4. des. 2006
hmmm.....
Kvittar enginn nema ég eða hvað? Þetta fer nú að verða leiðigjarnt! Jæjajæja, sjáumst við jólatréð á ettir, ég verð þessi með jólasveinahúfuna, verð sko í dulargervi nefnilega ;)kv Jólasveinninn ógurlegi
Jólahildur (Óskráður), fös. 1. des. 2006
Tralalala.....bilun á fleiri stöðum en Munki
Ertu nú endanlega að fara yfir um..."ég fer alltaf yfir um jólin, á krítarkortinu", en þú bara svona almennt!!! Heimsæki þig aftur á morgun ef þú ferð ekki að haga þér eins og stórri konu sæmir. Þetta er loforð en ekki hótun!!!! go´ nat min skat :)
Hildur Jólasveinn nr 14 (Óskráður), þri. 28. nóv. 2006
hæ og hó....hó hóhó
Takk fyrir blúndur, dæmalaust ljúffengar að vanda. Verst að þeim fer fækkandi, þarfað finna út aðferð til að gera þeim fjölgandi, segir maður það? ...hmmm... þetta fer að verða málfarshornið bara....eníveis....sjáumst í dag og hilsen til frænku og þá er ég ekki að meina Brynju Dögg!!! híhíhíh kveðja úr Holti Sólanna....HH
hildur (Óskráður), fim. 23. nóv. 2006
hó hó hó
Takk fyrir góðan viðurgjöörning, ...segir maður það ekki....:/ Allavega TAkk fyrir mig og sérstaklega fyrir stóru sól sem át Munkana út á gaddinn, sit hér með konfektmola (fleirtala) og jólaöl-og-appelsínblöndu, bara gott, bara gott!! kv H:o)
hildur jólasveinn (Óskráður), sun. 19. nóv. 2006
Geggjað veður
Já krakkarnir vilja endilega flytja á Akureyri eða Egilsstaði.....til að komast í snjó. En ég er alveg sátt hérna í frostinu og sólinni:)
Magga sys (Óskráður), mið. 25. okt. 2006
kvittikvitt
Mér ferst að kvarta um kvittleysi og bæti hér með úr því, kíki alltaf reglulega, (oft á dag ;o) Sjáumst kv H
hildur (Óskráður), fös. 20. okt. 2006
Kveðja úr Einholtinu
Takk fyrir hjálpina um helgina, ómetanlegt :) kv Ragnhildur Sól og Brynhildur Sól
hildur (Óskráður), mið. 18. okt. 2006
Erna Birna
HAha aumingjans barnið að fá þetta hræðilega nafn nei held ég viti nafnið en vil nú ekki skemma ánægju foreldranna á morgun þannig að læt gott heita, pönnsur og salat tilbúið hér og bíður eftir að verða etið....
Móðir, kona, sporðdreki:), fös. 13. okt. 2006
Halló!
Jæja her kvitta ég eins og einu sinni, sjáumst á morgun þegar Smáfríður Sunnanvindur fær nafnið.....úps....hehehehehhe kv Hildúr
Hildur (Óskráður), fös. 13. okt. 2006
Þori ekki öðru
Maður þorir ekki öðru en að skrifa sig í gestó....mágkonan að skammast eitthvað:) Hlakka til að sjá ykkur, hvenær sem það verður:( Klæjar í puttana hérna í nýju vinnunni með ÖLL ungbarnafötin í kringum mig:) verður gaman þegar maður má sleppa sér í því.
Magga sys (Óskráður), fim. 21. sept. 2006
takk og takk og takk
Kærar þakkir fyrir okkur, maturinn áðan var æði :) kv Stóra stelpan
Hildur (Óskráður), mán. 18. sept. 2006
Ernan
Haha já verð líklega kleina fyrir rest múhaha risakleina með miklum mör......lovit
Móðir, kona, sporðdreki:), fim. 31. ágú. 2006
Halló halló
Já nú fer systir að stækka, alla vega eins og hún er nú dugleg að borða ;) Kristjánskleinur klikka ekki ;) kv Hildur
Hildur (Óskráður), mið. 30. ágú. 2006
hva...ekkert?
Hvernig er þetta með ykkur þarna hinu megin Glerár? Þið andið enn er það ekki??? ;) Kíki hér oft en.....ekkert nýtt!! hmmmm...... Hildúr
hildur (Óskráður), sun. 27. ágú. 2006
Eru þið þarna eða..????
Hvað er að frétta þið þarna munkar... er ekkert nýtt..?? Kv Lilja Hr
Lilja Hrund (Óskráður), lau. 26. ágú. 2006
Hvað er að frétta?
Jæja Munkar, hvar eru nýjustu fréttaskrifin, eru allir á kafi, í vinnu eða einhverju öðru ;) Kveðja úr sólinni í Einholtinu, æi muniði þarna útfrá, beygið upp hjá Bónus ;) kv Hildur hin ofurfyndna móða :))
hildur (Óskráður), lau. 19. ágú. 2006
:) hæ
Bara smá kveðja úr Hafnó...úr sólinni og blíðunni:) kv Magga
Magga sys (Óskráður), mán. 14. ágú. 2006
flottar myndir
Þið hafið fengið æðislegt veður í veiðinni maður :)) Flottar myndir. kv Hildúr
hildúr (Óskráður), mið. 9. ágú. 2006
hva ...hva...?
Hva...ekkert nýtt??? Ha? Gerist ekkert???..... :o)
Hilluz (Óskráður), þri. 8. ágú. 2006
Kveðja af Skaganum
Sæl verið þið og til hamingju með hnapphelduna.Ég fylgist með ykkur þökk sé bloggsíðunni. Vona að við hittumst sem fyrst..kveðja Skafti..skafti@mi.is
Stefán Skafti Steinólfsson (Óskráður), mið. 2. ágú. 2006
Kveðja frámúttu.
Eruð þið ekki farin að sofa,Góða nótt. Góða nótt.
Lilja (Óskráður), lau. 29. júlí 2006
Kveðja frá Húsavík
Bara að kanna hvort þetta virki ekki héðan, frá Garðarsbrautinni.
GRH (Óskráður), lau. 29. júlí 2006
haha
Það tókst bara að fá þig til að kvitta sem var tilgangur þessa forvitnisvakningar já eða þú sú eina sem ert forvitin tekin þarna kelling
Erna (Óskráður), mið. 26. júlí 2006
HVað er framundan?
Ha?Ha? Hvað er framundan, fræða gesti og gangandi sem allra fyrst...ha? Þú hefur svipt mig nætursvefni Erna Hauksdóttir!!!!!
Hildur (Óskráður), mið. 26. júlí 2006
Þakkir til Sjúkrabílstjórans
Eyþór minn! Kærar þakkir fyrir hjálpina þarna um kvöldið, gott að eiga góða að. Þú bjargaðir alveg málum þetta sinnið :)) kv Mágsa
Hildur (Óskráður), lau. 22. júlí 2006
Hæ yndin mín:)
Smá kveðja úr Hafnarfirðinum....sólinni og blíðunni.
Margrét, Fanney og Patrekur, lau. 22. júlí 2006
OKEI.....
Sorry frænka,ég kem hér reglulega og skemmti mér iðulega vel. Kv.Hreiddi M.og co.
Hreiddi M. (Óskráður), fös. 21. júlí 2006
Jamms
Já og þar sem mér er farið að leiðast að sjá bara þitt nafn þá er ég farin að skrifa sjálf í gestabókina....bara að kvitta fyrir innlitið...
Erna (Óskráður), mið. 19. júlí 2006
Heil og sæl
Aha....það hefur verið ólífulyktin af húsfrúnni áðan, er hætt að þora að spyrja þar sem það er alltaf einhver stinnkur af Ernu Fernu.... þaheldénú.....er ég sú eina sem kvittar í gestó? kv Hildur Símavargur
símavargurinn (Óskráður), þri. 18. júlí 2006
HEY!!!
Heyriði Munkar!!! Skrifa!!! Skrifa!!!!!!! SKRIFA!!!!!!!! ha??? (:o)
Hilluz fastalesandi (Óskráður), mán. 17. júlí 2006
Eitt kvitt svona til tilbreytingar
Takk fyrir daginn í dag og gær og hinn og hinn, aðallega Sól sem saknar Móu sinnar helling þegar hún er ekki nálæg, tautar..."Móa og Móa" ...þú átt aðdáanda nr. 1 sem heitir Ragnhildur Sól!! kv Hillluz
Hildibrandur (Óskráður), fös. 14. júlí 2006
Þú og þínar tær!
Hvað er þetta með tærnar á þér kona??? Jæja þetta grær áður en þú giftir þíg....ahhhh...nei...kannski grær þetta bara aldrei úr því þú ert búin að gifta þig!!! hahahhahahah....get lánað þér stóran ullarsokk á tásufjandann ef þú vilt :) Síjú Hiluuz
Hiluuz (Óskráður), þri. 11. júlí 2006
Til hamingju
Innilega til hamingju með gærdaginn, þetta var stórglæsileg fjölskylda á ferð í gamla Taunus :) Þið voruð bara æði :) Kv úr Einholtinu (HH)
Hildur (Óskráður), sun. 2. júlí 2006
Sæl veri þið hjónaleysi
Ég varð bara að skrifa ykkur nokkrar línur þar sem ég datt inn á bloggið ykkar fyrir algjöra, tilviljun. Þannig er að ég er í svona heilsuátak og ákvað að leita mér að uppskriftum af speltu brauði á netinu, mín fór bara inn á leit.is og skrifaði spelt í leitar reitinn og viti menn síðan ykkar var efst í niðurstöðunum. Mér fannst það svo frábært þegar ég áttaði mig á að ég þekkti bloggarana :D Þá er bara að vinda sér í baksturinn, takk fyrir uppskriftina Eyþór. Með kveðju, sérstaklega til Rakelar vinkonu minnar, Silja Rut, Búðardal. :)
Silja Rut Thorlacius (Óskráður), sun. 25. júní 2006
Hvar er ritarinn?
Er ritarinn farinn á fjöll og ratar ekki heim? Hey! Fara að skrá niður lífshlaupið ekki seinna en strax!!!! Svo ég hafi eitthvað að lesa ;) kv HiLLuZ
Hilluz Ænholllt (Óskráður), fim. 8. júní 2006
Leiðsöguhjúkkan já.....
Jú, veistu ég gæti kannski orðið svona leiðsöguhjúkka og t.d. lóðsað allar riiiisssssssssssssssssssssastóru RANDAFLUGURNAR yfir til þín!!! Miklar hlussur eru þær sem hafa tekið sér bólfestu í mínum garði og máttu eiga þær allar! Vessgú! Já, og ég á líka mjólkurdreitil...út í kaffið!!! kv Þessi fyndni Einhyltingur aftur
The guiding Nurse with the big belly ;) (Óskráður), lau. 13. maí 2006
Þokkalegur gæd
Haha hefur þér aldrei dottið í hug Hillus minn að þú værir í röngu djobbið haha leiðsöguhjúkka kannski:) En þetta er rétt hjá þér, komum alltof sjaldan allavega öll EIJ alltaf að vinna en ég get böggað ykkur töluvert:)
Erna (Óskráður), lau. 13. maí 2006
hmmm........
er ekkert að frétta hér? Svo eru smá leiðbeiningar, svona til að rata í Einholtið, þá keyriði sem leið liggur niður Þórunnarstrætið og yfir ljósin til vinstri, út Glerárgötu og Hörgárbraut, útaf hringtorginu til hægri og framhjá Bónus og sem leið liggur þar til þið hafið farið upp brekku og niður hana aftur og inn á stæðið hjá mér!!! Það er oft kaffi á könnunni :))) Einhyltingur voða fyndinn ;o)
HH (Óskráður), fös. 12. maí 2006
Uppselt
Nei því miður þá fæst hann ekki þar því ég keypti þann síðasta af upplaginu hjá þeim fyrir einhverjum 8 árum síðan eða eitthvað. Og stóð ekki til að gefa hann út aftur voru bara gefnir út minnir mig um 1000 diskar:(
Erna (Óskráður), fös. 5. maí 2006
cd
Erna geisladiskurinn sem þú saknar svo mikið að eiga ekki er örugglega til í skífunni held ég eða þá að hann kemur þegar að markaðurinn byrjar í sumar ;) kveðja frá Englinum í Reykjavík
Helga Björg Garðarsdóttir (Óskráður), mið. 3. maí 2006
gaman að sjá ykkur
Hæ langaði bara að segja að það var svo gaman að hitta ykkur í gær..þó stutt hefði verið:)
Magga sys (Óskráður), mán. 1. maí 2006
Reyni við gestabókina
Hæ síðustu skrif í gestabók fuku út í vindinn, sé hvð þessi gera ....kv Hildur
Hildur (Óskráður), mið. 26. apr. 2006
Go Brynja:)
Gott hjá Brynju að hrist upp í ykkur gömlu:) Hlakka til að hitta ykkur um helgina....vonandi gefst tími til þess.
Magga sys (Óskráður), þri. 25. apr. 2006
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar elskurnar:) Geggjað veður hér í borginni....hlökkum til að sjá ykkur..hvenær sem það verður:/
Margrét, Helga, Fanney og Patrekur (Óskráður), fim. 20. apr. 2006
Sumarkveðja
Gleðilegt sumar öll sömul.Já sumarið verður trúlega gott, allavega var frosið í skálinni í morgun.Það er munur hvað vinnuvikurnar eru stuttar þennan mánuðinn en það á þó ekki við hjá þér(EJ)Vorum ein um páskana og það hefur ekki skeð frá fæðingu okkar. Erum að fara á Reykhóla þar er haldin Sigfúsarhátíð(Halldórssonar)Álftagerðisbræður koma m.a. fram og eitthvað fleira. Heyrumst pabbi/mamma
Gunný og Nonni (Óskráður), fim. 20. apr. 2006
halló
Gleðilegt Sumar öll ;) kveðjur úr Reykjavík Helga Björg
Helga Björg Garðarsdóttir (Óskráður), fim. 20. apr. 2006
jóla hvað..
jæja loksins eru þið fjölskyldan komin með bloggsíðu ;) maður getur þó fylgst með ykkur meira en gengur og gerist hehe .. en Erna mín þú ert álíka dugleg og ég að skirfa inná bloggsíðu ;) en kannski að það verði breyting þar á fljótlega. sjáumst vonandi fljótlega kær kveðja til ykkar allra Helga Björg frænka ;)
Helga Björg Garðarsdóttir (Óskráður), þri. 18. apr. 2006
Kveðja af skaganum
Sæll Eyþór kæri vinur,ég hef fylgst með þér úr fjarska og það er gott að þú ert farinn að blogga. Það er langt síðan við höfum lyft glasi og sungið saman,bætum úr því ...kveðja Skafti Steinólfsson og fjölskylda Akranesi,,,,p.s. mamma þín hugsar vel um pabba gott að vita af því
Skafti Steinólfsson (Óskráður), fös. 14. apr. 2006