27.12.2006 | 11:15
Gleðileg jólin
Jólin komin og farin. Ekki að ég hafi búist við því að þau yrðu endalaus en þau líða alltaf verulega hratt. Höfðum það mjög huggulegt hér um jólin, Hilla, Guðmundur og dætur komu í skötu á Þorláksmessu og Hilla og dætur komu svo í hádeginu á aðfangadag í möndlugraut, Rakel fékk verðlaunin Rommicub, Ragnhildur hélt því reyndar fram að hún ætti þau en svona getur nú misskilningur orðið
Dunduðum okkur svo bara við að bera út jólakortin eftir hádegi og svo að hamfletta rjúpurnar og svona...allt mjög rólegt og gott, vorum tímanlega í flestu þessi jólin. Pabbi kom svo og var hjá okkur á aðfangadagskvöld, borðuðum rjúpur og svín, Eyþór var að spila til rúmlega sjö en við borðuðum þegar hann kom. Rifum svo upp gjafirnar og allir ánægðir og glaðir með sitt. Fengum risastóra ostakörfu, með kaffi, súkkulaði og fleira gúmmulaði og svínakjöt líka frá pabba... Bækur, pottaleppa, ilmvatn, andlitskrem, brækur, bindi, gjafabréf, utan um rúm, handáburð, fótakrem, konfekt, dúk, steikarfat, geisladisk og margt fleira. Marteinn minn fékk eina gjöf líka sem var bossakrem, nuddolía og rakakrem:) Takk allir saman:)
Hilla og fjölskylda kom svo um kvöldið og fékk sér hérna kaffi og konfekt og eftirrétt sem var Fromage ala mamma og klikkaði hann ekki hjá mér haha smá matarlímstægjur hér og þar og einhverjir fengu nú steinsmugu eftir að hafa borðað hann nefni engin nöfn þeir taka það til sín sem vilja.
Síðan hafa dagarnir bara liðið í leti við sjónvarpsgláp og næs. Brynja kom svo heim í gær en pabbi og Eyþór renndu á móti Sigga Dodda inn á Öxnadalsheiði. Hún fékk svo mikið í gjafir bæði hér og þar að hún kom með fulla ferðatösku af gjöfum, fór með margar gjafir héðan en átti samt 8 gjafir óuppteknar hér....enda standa 4 fjölskyldur að henni þannig að það er kannski ekki skrýtið:)
Jæja ætla að fara að spjalla við stóru systir en hún er hér í heimsókn er að fara að vinna seinnipartinn....
Hafið það sem best
Sjúlli kveður í sykursjokki
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ og gleðileg jólin elskurnar. Takk fyrir okkur og ykkur er hér með boðið í mat á gamlárs.....hahahahah skellið ykkur bara í flug......settið úr sveitinni verður hérna.....
Magga sys (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 22:18
Hvernig er þetta með ykkur munkana...er ekkert að gerast..það má ekki vera svona langt á milli blogga...(",)
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.