23.12.2006 | 07:53
Rokrassgat
Það er ekki hægt að mótmæla því að nú er hvasst úti. Hvín hér í öllu eins og vindinum sé borgað fyrir að smjúga allsstaðar í allar rifur......pjúff. Vaknaði við þennan hvin kl 5 og var alls ekki sátt lá samt lengi í rúminu og beið eftir að grenitréð mitt myndi koma inn um gluggann. Drullaðist svo á fætur rúmlega 6 og setti í eina þvottávél og braut saman úr öðrum 3 sem höfðu verið látnar bíða, var að vona að þetta færi í skápana af sjálfu sér, það klikkaði.
Búin að hanga í tölvunni núna í um klst hef auðvitað ekkert annað að gera, Eyþór sefur og nær vonandi að sofa bara lengi, Rakel sefur líkaMarteinn og ég vökum bara og ræðum málin, verður að vera allt á tæru. Er farin að labba eins og mörgæs kjaga um allt, fæ slæma verki niður í lífbein, svona er lífið bara.
Fór með Hildunum mínum þremur á torgið í gær, sáum kórana hans Eyþórs syngja, Ragnhildur var fan númer 1. Varð fúl þegar við vildum fara, gaf sig ekki fyrr en ég lofaði pullu með tómat og sinnep Þegar hún var svo búin að gúlla í sig nokkrum bitum vildi hún fara heim að bursta tennurnar, sósan var heldur sterk og angraði hana eitthvað ......hún er alger snillingur, söng jólalög hástöfum á meðan ég var að reyna að gera mig skiljanlega í lúgunni hvernig pullurnar ættu að vera, hækkaði sig ef ég bað hana að lækka, er svo þversum og það er svo fyndið...Á það til að rífa kjaft eins og togarasjómaður......eins og við mása í gær bara fyndið.....en yndisleg lítil mannvera. Brynhildur var ekki eins mikill aðdáandi hún grét bara, fannst fólkið bara ekkert geta sungið. Kom gömul kona til mín og spurði hvaða kór þetta væri og ég tjáði þessari öldruðu frú að þetta væri kór Akureyrarkirkju, fór sú gamla þá að syngja hástöfum ohhhh ohhhh ohhh Gloría með kórnum og dilla sér, mæ gad bara fyndið sló Ragnhildi við í aðdáendatöfrum.
Var rosa þreytt í gærkvöldi og við bæði hjónin, Eyþór lagði sig að vísu dálítla stund í stofunni yfir sjónvarpinu en ég skreyddist inn í rúm um 10 leytið.
Einholtsfamilian er að koma í skötukvikindi í hádeginu, hlakka til að fara að sjóða viðbjóðinn, saltfiskur fær að sigla með ......
Hætt að bulla ætla að fara að horfa á tv eða borða er jú að borða fyrir tvo má ekki gleyma því...
Sjúlli kveður og kjagar á braut
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég ætla að vona að þú verðir ekki svo vitlaus að fá þér skötu með Martein innanborðs.. hvers á barnið að gjalda...hann bað ekki um að vera þarna...ekki gefa honum skötu.. Hann verður að fá að velja það sjálfur þegar hann verður komin hvort hann vilji þennan hrylling eða ekki..(",)
Ég held að okkur Marteini lítist mikið betur á saltfiskinn..ég trúi ekki öðru*
Kærar kveðjur frá Egilsstöðum city*
Lilja Hrund (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.