Óþolandi

Búin að blogga helling þegar að talvan bara svissaði yfir á einhverja allt aðra síðu og ég týndi öllu, ekki það að það var nú ekki merkilegt Wink

Er í kirkjunni hjá Eyþóri og ætla að reyna að hjálpa honum eitthvað við að ljósrita en eins og sést hér þá er nú ekki mikið gagn af mér...vorum bæði vöknuð kl 5 hann fór að vinna og ég að lesa og dröslaðist svo á lappir um 7.30 þar sem Brynja var að fara á krókinn. Skutlaði henni niður í rútu og kom svo hingað í kirkjuna.

Allt ready fyrir jólin á okkar heimili nema á eftir að kaupa smá gjöf handa karlinum frá stelpunum og er meira að segja búin að ákveða hvað það á að vera en á bara eftir að fjárfesta í því og fá gámabíl til að flytja það heim hahahhaha. Skreyttum jólatréð í gærkvöldi og gerðum piparkökuhús haha sem varð svolítið spes en allt í lagi bara held ég, kemur allavega til með að bragðast ágætlega þegar ég fer í það að narta í það....

Svaka hvasst hérna og þegar ég var að skoða jólaskreytingar í morgun þá fuku þær fram og tilbaka og allstaðar voru bæjarstarfsmenn að reyna að höndla bæjarskreytingarnar. Þoli ekki að það skuli ekki bara vera almennilegur vetur og frost, en eins og ég hef tjáð mig um áður þá ræð ég engu um þetta.

Finnst alltaf erfitt þegar Brynja er að fara á þessum árstíma á krókinn, en hlakka mikið til um næstu jól því þá hef ég bæði hana og Martein Sparktein og auðvitað Rakel litla pönkaraLoL Orðin svarthærð stelpan með lokk í andlitinu og töluvert öðruvísi útlits en hún var síðast þegar hún var hjá okkur, en þetta er bara svona eitt tímabil sem hún gengur í gegn um. Man nú að þegar ég var á aldur við hana að ég litaði hárið svart eða það átti að verða svart en varð grænt...og ég þurfti að lita það oft til að ná svarta litnum svörtum. En það gekk hratt yfir það tímabil og annað að vísu ekkert skárra tók við. Göngum öll í gegnum svona breytingartímabil bara mis róttækLoL

Við Rakel eigum pantaðan tíma í klippingu kl 11.30 en ég er alls ekki að nenna því að fara en ætla nú samt að drullast er orðin frekar loðin um kollinn. Fórum í gær og versluðum skötuna og þvílík fíla af þessu greyi *æl* hlakka nú ekki beint til að fá lyktina inn í íbúðina en þetta er viss stemmari að hafa hana. Ég borða að vísu bara saltfisk en blanda pínu skötu samanvið svona til að geta sagt að ég hafi smakkað hana.

Jæja best að fara að hjálpa Eyþóri við að ljósrita helling af blöðum....

Ykkur er alveg óhætt að kvitta gestabókin bítur ekki allavega ekki svo ég viti en ef hún gerir það þá endilega látið mig vita:)

Sjúlli kveður með rassinn upp í vindinnW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð sé minning svartahárstímabilsins..:)

Við erum allar búnar með það...það var meiraðsegja blátt stundum..(",)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 15:07

2 identicon

Var eins og tígrisdýr um hausinn á fermingunni minni eftir að Birna Ásgeirs hin virðulega hárgreiðslukona í dag hafði tekið mig í gegn og sannfært mig um að ég yrði glæsileg með svart hár sem var í fyrstu grænt og svo svart og auk þess rakaði hún hliðarnar upp í hæstu hæðir.....damn mér fannst ég æði og gekk í appelsínugulri peysu við með derhúfu....*æl* og svo var verið að reyna að ná réttum lit fyrir fermingu en það gekk ekki:) Og þetta var alls ekki versta tímabilið í minni sögu...

Erna (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband