19.12.2006 | 10:49
Bloggídíblogg
Rigning, hvað er málið. Getur ekki bara verið snjór og frost á þessum árstíma. Ég er ekki yfirlýst mörgæs eins og mágur minn en ég vil nú samt hafa snjóinn á veturnar og sumur þegar það eru sumur. Jeddúda mía, var búið að vera svo æðislegt veður, logn og um 10 stiga frost nei svo kom bara hevy rok í gær og rigning. Svo verða líklega bara næstum auð jól, yfirmenn veðurs hvað meiniði eiginlega með þessu? Jæja veðraböggið búið best að snúa sér að öðru.
Eru ekki jólin komin út yfir allt skynsamlegt án gríns, ég varla fer í búð án þess að mér sé hreinlega hrint til of frá og má þakka fyrir að halda því sem ég hef náð að setja krumlurnar í. Ég fer alltaf yfir um jólin passar ágætlega fyrir marga núna...ekki mig ég er eins og Salli á súkkunni ( kall á Hú sem keyrði alltaf í fyrsta gír en samt með bensínið í botni og átti súkkujeppa) s.s. hann var alltaf að flýta sér en líklega hægt bara
Eyþór litli vinnur enn eins og hann sé eini organistinn í heiminum. Hátíð fjölskyldunnar s.s. jólin, hefur borið frekar lítið á því í þessum jólaundirbúningi að við séum fjölskylda, nema jú ég og stelpurnar þar sem hann vinnur mikið og það í kirkjunni sem talar um að þetta sé hátíð ljóss og friðar og fjölskyldunnar...*hóst* hef ekki alveg orðið var við þetta.....Aldrei verið svona slæmt hjá kallinum áður allavega ekki síðan við byrjuðum að eyða þessum tíma saman. Enda er þreytan og heilsan farin að segja til sín. Er alls ekki að kvarta mín vegna, leiðinlegra hans vegna og stelpnanna. En vona að þetta verði öðruvísi að ári. Rakel sagði í gærkvöldi að hann yrði á aðfangadagskvöld eins og auglýsingin þar sem maðurinn sofnar ofaní diskinn sinn, eða konan sem situr við borðið og dreymir að hún sé á kassa, nema hann spilar á rjúpurnar Best að hætta að kvarta.
Fórum og fjárfestum í tignarlegasta Normannsþin á sunnudagskvöldið upp í Kjarna og stelpurnar drösluðu því svo í skottið fyrir bumbuna Fórum svo í indælis hangikjötsveislu til Einholtsbúa, klikkar aldrei hangikjetið enda var mikið etið enda frúin að borða fyrir tvo, aldeilis veisla hjá Marteini næstu dagana enda stækkar hann og sparkar og er bara allt eins og það á að vera. Finnst verkirnir vera farnir að minnka, líklega vegna vinnuhvíldar. Gott mál það.
Við hjónin græjuðum gardínurnar á milli hlaupa hjá Eyþóri, hann henti upp festingunum og kellingin saumaði og svo settum við þetta í sameiningu upp og kemur bara ágætlega út, mikill kostur að vera búin að fá gardínur fyrir stofuna. Setti síðan upp pínu jólaskraut í gær og meira fer á eftir á samt ekki mikið skraut var að fatta það
Þessa dagana eru frjálsir dagar í Brekkuskóla, í gær var farið upp í fjall á bretti eða skíði, skildi svo ekkert í því að Brynja átti að koma heim um kl 13 en kl 14:30 kom hún inn og það hreinlega rauk úr eyrunum á henni þá hafði rútan verið föst í fjallinu vegna hálku í 1 1/2 tíma og það í miðju fjallinu og bílstjórinn að fara á límingum af stressi og gólaði á krakka að þegja og hvort þau vildi drepast þarna. Ekki alveg í jafnvægi yfir þessu konugreyið en kannski skiljanlega en maður reynir nú kannski frekar að peppa börnin upp frekar en að hræða þau.
Rakel fékk svo að fara með vinkonum sínum í skólann í dag og átti að spila og fara á kaffihús og fleira skemmtilegt og síðan á morgun eru litlujólin og þá komið frí til 4 jan. Brynja fer svo til pabba síns 21 des s.s. á fimmtudag og kemur á jóladags seinnipart ef veður leyfir. Ætlar að demba sér í messu á annan í jólum með frænku sína Sól og svo á jólaball á eftir í safnaðarheimilinu gaman að því, aldrei að vita nema Rakel skelli sér með
Best að láta gott heita í þessu bloggbulli núna og fara að finna sér eitthvað skemmtilegt að gera, er búin að vera að dunda mér við að glugga í lífefnisfræði til upprifjunar þar sem ég fer í hana eftir áramótin en ætla ekki að glugga meira í hana núna
Farið varlega og passið ykkur á hálkunni.....
Sjúlli kveður í fyrsta gír
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.