Bara gaman

8 dagar til jóla, já börnin mín drífið ykkur nú að gera þar sem þarf, óþarfi að vera á síðasta snúningiJoyfulsegi nú svona.

Við steppurnar fórum í bæinn í gærkvöldi og kláruðum eiginlega restina af jólagjöfunum eigum núna bara eftir eins og eina eða eitthvaðGasp tylltum okkur svo niður á kaffitorgi og fengum okkur heitt kakó..bara gott var frekar kalt í gærkvöldi þannig að það var ágætt. Kíktum svo til Hillu aðeins og fórum svo í jólaljósarúnt, komum við á vídeóleigu og svo heim bara að glápaHappy

Rakel er núna að horfa á videó en Brynja er farin upp í fjall að prófa nýja brettið sem við afhentum henni í gær við mikla gleði. Gamla brettið var orðið svo skelfilegt að við ákváðum að splæsa í nýtt bretti handa henni og skó við þetta allt saman. Ég rölti mér niður í kirkju í morgun í þvílíkt fallegu veðri til að sækja bílinn og ætlaði að skutla henni en þá var Pétur á efri hæðinni að fara þannig að hann tók hana meðGrin Ætla svo að fara að dunda mér að fara að sauma gardínur og svona en Eyþór ætlar að reyna að henda upp festingunum á morgun hann á frí fram að hádegi......alveg fram að hádegi tökum eftir, hann kom heim að ganga hálfeitt í nótt og var þá búinn að vera í kirkjunni síðan kl 8 um morguninn með 2 tíma stoppi hérna heima um miðjan dag....það voru tónleikar með Regínu Ósk og stúlknakórnum í gærkvöldi þannig að það er ekki slappað af.

Hugsa að við verðum öll familian fegin að vissu leyti þegar jóladagurinn er liðinn því mig minnir að þá fari þetta nu eitthvað minnkandi framyfir áramótin. Brynja spurði í gær hvar hann væri eiginlega en þá hafði hún ekkert séð hann allan daginn og sá hann bara í 10 mín í gærkvöldi og ekkert eiginlega alla dagana þar á undan þar sem hún var farin í skólann þegar hann fór af stað og hún svo farin að sofa þegar hann kom heim. Ekki beint fjölskylduvænt, vorkenni honum samt mest auðvitað þar sem hann er liggur við hættur að sofa fyrir stressi.......agalegur tími en hann líður.

Hérna er 10 gráðu frost en flott veður algert logn, en mjög kalt. Það liggur þoka yfir pollinum og það er klaki á honum líka.....rómó veður sem ég nýt bara ein. Ætlum að fara stelpurnar og velja okkur jólatré nenni ekki að lenda í því að vera á síðustu stundu og fá einhver tré sem enginn annar vill þannig að Eyþór lét okkur það erfiða hlutverk í hendur að velja tré, vitum bara að það á að vera Normannsþinur. Ætlum að hvíla okkur aðeins á furunni þó svo að hún sé alveg ofsalega falleg.

Best að fara að finna sér eitthvað í gogginn, er algerlega lystarlaus þessa dagana ótrúlegt en satt miðað við það sem áður hefur verið, gleymdi að borða frá því í hádeginu í gær og þar til í gærkvöldi, enda er ég byrjuð að léttast og ekki megum við nú láta það gerastWhistling

Hafið það sem gott í jólaundirbúningnum

Sjúlli kveður með náladofa í fætinum.........djössssssssCrying


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband