jólin koma tralalalla

Bara 12 dagar til jóla, takk fyrir og góðan dag góðir landsmenn, rosalega líður tíminn hratt. Jólin verða búin og komið sumar áður en maður veit af...seisei jáKissing

Eyþór er eins og sjómennirnir núna það er vertíð hjá honum sem þýðir að hann kemur heim og sefur og er svo farinn aftur. Veitti nú ekki af því að fá smá frí þó ekki væri 1-2 dagar núna, orðinn algerlega útkeyrður, en svona er líf organistans á þessum árstíma. Enda yrði hann líklega bara veikur í þessa tvo daga ef hann tæki frí...gerist oft eftir svona tarnir. Hitti ÓSkar P í gær en það er einmitt tarnavinna hjá honum núna að kynna diskinn og syngja um allt, og hann var orðinn fárveikur, skrokkurinn sagði bara hingað og ekki lengra..kallagreyin...Pinch

Fór til Elísabetar ljósmóður í gær og þvílík yndisleg kona, eitthvað annað en sú sem við vorum hjá allavega allt öðruvísi en fellur okkur hjónum betur að skapi. Hún lét mig í allavega vinnustopp fram að áramótum og sjá þá til hvernig landið liggur, er líklega komin með byrjandi grindarlos þannig að eins gott að taka því rólega, ætla að fara til sjúkraþjálfara ef þetta versnar eitthvað meira en er. En ég á að hitta Pétur P doktor í fyrramálið til að fá vottorð, leiðinlegt ætlaði svo að standa mig í Hlíð en það er ekki að spyrja að þessu....Gasp

Við Brynja ætlum að rjúka í að henda upp pínu jólaskrauti  þegar hún kemur úr prófinu á eftir og jafnvel að henda pappír utan á nokkrar gjafir, ágætt að fara að klára það sem búið er að kaupa, á nú enn eftir að kaupa nokkrar gjafir en búin að ákveða samt flestar. Kláruðum öll jólakort í gærkvöldi þannig að þau fara í póst bara á næstu dögum. 

Rakel er að fara á límingunum yfir að komast á klakann hringdi í pabba sinn úr skólanum í gær, voðalega spennt:) Kemur á fimmtudaginn, þannig að það er kannski eins gott að stjúpan fari að laga aðeins til í herberginu hennar svo hún fái ekki sjokk þar sem það er allt í drasliBlushefast um að hún yrði glöð ef ég segði henni að taka til hahahaGrin

Svona gengur lífið á eyrinni í dag, Sólirnar mínar koma heim í dag en þær eru búnar að vera í Reykjavík í næstum viku þannig að ég er komin með smá fráhvarf en hlakka tilHalo

Hafið það gott fólk og farið varlega í jólastressinu, jólin koma hvort sem er hreint eða skítugt og allt það....

Sjúlli kveður með jól í sinni og gleði í hjarta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefðir átt að taka Lilju frænku þína til fyrirmyndar núna...búin að kaupa og pakka öllu áður en að desember kom...(nei ég lýg pínu,,ég á eftir að kaupa eina..)...en allt annað er klárt..:)

Lilja Hrund (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband