28.4.2006 | 01:14
Kalli biskup, flottur kall
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item70413/
Flott hjá Kalla. Núna er ég sko sammála Hr. Karli. Ég gæti sko skrifað heila bók um fíflaskap og fáránlegar uppákomur í brúðkaupum sem ég hef spilað í. Eitt eiga þau þó flest sameiginlegt. Brúðhjónin eru svo stressuð yfir staðsetningu ljósmyndara, vídéómyndavél brúðkaupsþáttarins Já, kjólnum hjá brúðarmeyjunum 17, blómaskreytingunni á bílnum, bráðnandi ísskúlptúrnum, milljón króna VISA reikningnum og öllu hinu kjaftæðinu að þau gleyma að líta hvort á annað alla athöfnina og brosa aldrei. Hef lent í brúðkaupum sem kosta meira en hús á Raufarhöfn, brúðhjónin stinga af til útlanda í ferð en svo þegar kemur að því að borga organistaræfinlum 10.000 kallinn þá berst engin greiðsla, þegar ræfillinn hringir svo í brúðhjónin til að minna á greiðsluseðilinn þá er búið að loka öllum símum og mörgum mánuðum seinna gefst maður upp á að rukka, enda hjónin skilin, íbúðin komin á uppboð, fólkið komið á féló, þeas ef einhver hefur þá getað sent fólkinu pening til Karabíska hafsins í brúðkaupsferðina og þar með komið fólkinu heim , þar sem klippt var á VISA kortið og fólkið strandaglópar á vafasömum bar í Havana á Kúbu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
...jahá...
vona að mitt brúðkaup verði ekki svona...
- Unnur Helga
Unnur (IP-tala skráð) 4.5.2006 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.