9.12.2006 | 08:34
Í fréttum er þetta helst
Finnst enn fáránlegt að þurfa að setja eitthvað í fyrirsögn og hananú þetta er í síðasta skipti sem ég tjái mig um þetta. Það hefur ekki mikið skeð síðan að ég skrifaði síðast sem er kannski ástæðan fyrir því að ég hef ekkert skrifað í svolítinn tíma en ég kem eflaust einhverju frá mér hér á skjáinn.
Klukkan er nún 8:10 og næstum 2 tímar síðan að ég vaknaði. Búin að borða og senda Rakel langt og mikið mail og svo ætlaði ég að fara að hendast í að baka eina sort af smákökum en ætla aðeins að bíða með það ekki lengi samt. Er vöknuð yfirleitt flesta morgna í kringum 6 og virðist það bara vera orðinn fastur tími í minni líkamsklukku en þá er Marteinn yfirleitt byrjaður að gera morgunleikfimina og ætlast greinilega til þess að móðirin hreyfi sig eitthvað líka eða ég get ekki skilið það öðruvísi. ´
Fékk agalega verki í bumbuna í gær hélt hreinlega að Marteinn væri á niðurleið á meðan ég var að versla í ´Bónus var að því komin að skilja körfuna eftir með öllum matnum í og fara bara heim og hefði betur gert það bara en dröslaði þessu nú samt heim og fékk þá þessa agalegustu verki, veit ekki hvað aumingja Brynja hélt þegar ég lak inn um dyrnar. Finn enn eins og ég sé með strengi í bumbunni...fórum nú samt á tónleika fram í Laugaborg með Eyvöru Páls og þeir voru alveg æði náði samt engan veginn að njóta þeirra þar sem ég var enn með þessa líka fantaverki en góð var hún samt sem áður eins og lítil tröllastelpa.
Hugsa að ég neyðist til að fara að hætta að vinna þetta gengur ekki svona þar sem ég vinn eiignlega alla daga að vísu bara til 12 en er svo eiginlega ónýt það sem eftir er af degi....damn jæja skal hætta að vorkenna mér.....gera það bara ekki aðrir
Brynja kom voðalega stolt heim úr saumum í gær og var búin að gera svo æðislegt teppi handa Marteini svona bútasaumsteppi ekkert smá flott ætla að henda inn mynd af því í dag...rosalega flott Núna fer að styttast í prófin hjá henni og svo bara jólafrí. Hún verður hjá pabba sínum um jólin sem er skandall fyrir mig en auðvitað gaman fyrir hana. Pabbi minn ætlar að koma og vera í staðinn hérna hjá okkur á aðfangadagskvöld allavega en gistir samt hjá Hildi enda er hún með aukaherbergi. Þannig að þetta verður bara gaman. Kallinn s.s pabbi gaf okkur þennan fína hamborgarahrygg um daginn og svo kom Oskrar P með risastór hangilæri á beini og gaf okkur í fyrradag...ja maður sveltur ekki þessi jólin nú á ég tvöfalt af öllu kjöti þar sem ég var ´búin að kaupa bæði hangi og svín
Stefnum á það að vera saman systur og fjölskyldur á áramótunum og líklega verður pápi líka...og svo á þorláksmessu verður þetta eins og venjulega skata og saltfiskur og líklega verður bara borðað hjá mér þetta árið þar sem við vorum hjá Hillu í fyrra og kominn tími á mig enda verð ég í fríi´þannig að það er ekki spurning, höfum alltaf haft möndlugraut í hádeginu á aðfangadag en erum að spá í að hafa hann bara á þorláksmessu en sjáum til.
Hérna er víst spáð þvílíkt leiðinlegu veðri í dag lítur alls ekki út fyrir það núna þar sem það er blankalogn og snjórinn hangir í stórum hlussuflyksum á trjánum og svo snjóar annaðslagið í logni bara fallegt en verður líklega ekki svona fallegt þegar líður á daginn allavega ef spáin stenst.
Farin að týna niður eitt og eitt jóladót aðallega dúka, sá annars svo fallega jóladúka í Rúmfó sem ég er að spá í að fá mér, kaupi alltaf einhverja ódýra dúka fyrir hver jól og svo hendi ég þeim bara ef eitthvað fer niður í þá sem erfitt er að ná úr....annars á ég einn svona uppáhaldsdúk sem ég fékk frá ömmu Maríu og það er svona stjarna sem er græn og rauð og með snjókalli á úr þvílíkt grófum striga en hann er einn af mínum uppáhalds og fer alltaf fyrstur upp af dúkunum....
Jæja ætla að fara að finna mér eitthvað að gera á meðan hinir sofa bara eins og steinar.....
Gangið hægt um gleðinnar dyr og bara yfirleitt þar sem það er nú frekar hált núna
Sjúlli kveður þreyttur og illa upplagður
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.