23.2.2009 | 22:11
Sammi? Hvaða Sammi??!
Katlan sofnuð og ég lafi hérna og bíð eftir að Brynja komi heim af meistaraflokksæfingu. Hún var komin á æfingu með sínum flokki þegar henni var sagt að hún ætti að koma á meistaraflokksæfingu, þannig að ég sótti hana kl 7 og hún fór aftur um kl 8 og verður svo bara að labba sér heim þegar hún er búin:( Ætla að skutla henni í skólann í fyrramálið í staðinn þá getur hún sofið aðeins lengur í fyrramálið.
Brynja kom heim af Samfés um kl 17 í gær ofsalega þreytt og svaf meira og minna í stofunni fram til að verða kl 21 þá fór hún bara í rúmið. Var mjög sátt með ferðina og tókst meira að segja að eyða smá pening í Kringlunni og ég segi bara gott hjá henni. Við konurnar þurfum reglulega ða gleðja okkur með smá nýjum fatnaði og svona snyrtidóti:)
Græjuðum okkur bollur í dag og komu Hilla og dætur í kaffisopa. Færðu Kötlu lítinn gítar sem hún er búin að vera að glamra á hérna í kvöld haha ótrúega fyndin að sjá. Fékk líka bollur í vinnunni í morgun og var það verulega hollt og gott að byrja morguninn þannig. Svo voru fiskibollur með karrý og hrísgrjónum í kvellmat jájá allt byggist þetta á bollum á bolludaginn. Katla er búin að bolla sjálfan sig hérna í dag og finnst hún vera afar sniðug. Svo annaðkvöld er boðið í saltkjöt og baunir hjá Hillu jájá þá skal maður sprengja sig í loft upp. Hverjum ætli hafi dottið þessi nöfn í hug....
Öskudagurinn á miðvikudag og ég ætla að fara á morgun og athuga með línu langsokk búning á Kötlu, ætlaði bara að mála hana en það verða held ég allir í búningi og það er svo gaman að sjá þessi litlu kríli í búningi þannig að ég ætla að fjárfesta í einum, man að Brynja átti búning eimitt línu líka og hún gat endalaust leikið sér í honum eftir öskudaginn bara gaman að því:) Henti Brynju búningi ekki fyrir svo löngu síðan og þá var hann orðinn frekar dapur.......mikið notaður.
Polo litli djellubíllinn er við það að detta í sundur, neyðist til að fara með hann á verkstæði um mánaðarmótin og láta tjasla pústinu en það er farin að nötra og prumpa eins og því sé borgað fyrir það, svo eru bremsurnar enn eitthvað að vesenast, þrátt fyrir að ég sé búin að láta skipta um bremsuklossa þannig að þeir verða að skoða það eitthvað og eitthvað eitt enn var það sem ég þarf að tuða í þeim um haha verður gaman að fá mig svona nöldurkellingu, ef þeir vissu af mér á leiðinni væru þeir með drullu ójá...
Er að láta mig dreyma eitt og annað þessa dagana spurning hvort eitthvað af því komi til með að rætast en auðvitað er það að mestu undir manni sjálfum komið að láta þá rætast, vona að ég hafi bolmagn til þess að láta þetta verða að veruleika. Ég skal, get og VIL...
Jæja ætla að góna á einn þátt í tV og fara svo að sofa
O-sjúlli kveður sætur sætari sætastur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Halló Erna, greinilega alltaf nóg að gera hjá þér og þínum. kveðja úr kulda og snjó . Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 25.2.2009 kl. 11:09
Aaa... ég var einmitt Lína á grímuballi þegar ég var svona 8 ára, Mamma saumaði búning og við bjuggum til þvílíka hárkollu úr appelsínugulu garni og vír, og ég fékk verðlaun fyrir flottasta búninginn liggalá.
Og það er aldeilis að Brynja er að rokka í boltanum! Til hamingju með það
Lára Bryndís Eggertsdóttir, 25.2.2009 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.