Stutt á milli neikvæðni og jákvæðni

Sitjum hérna ég og litla genið, hún að leika sér að dótinu sínu en mamman í tölvunni:) Var komin með fráhvarfseinkenni að hafa ekki tölvuna merkilegt. Skruppum aðeins til pabba áðan á meðan Brynja hljóp úti með Þórsurum, fannst ekki taka því að fara heim og því alveg eðal að hendast í smá kaffisopa til kallsins. Tókum svo nokkra rúnta að skoða bátana á bryggjunni (nýjasta uppáhaldið)og enduðum á því að henda stóru djellunni í ljós, hún er sko á leið á Samfés í borginni á morgun.

Svo er ég að vinna um helgina þannig að litli stubbur verður að dandalast með pabba sínum eitthvað. Svo er möguleiki á því að ég sé að fá prósentuaukningu núna 1 mars upp í 70% og væri það frábært þá vantar mig bara 10-20% upp á og þá er ég sátt:)  Verður fínt þegar Katla verður komin á leikskólann en ég sóttu um til kl 15 fyrir hana þannig að þá verður þetta greit.

Vinanvikan að enda á morgun, ætla að enda hana með stæl fyrir minn vin. Ég er búin að fá kertastjaka og litla bók og penna til að skrifa jákvæðar hugsanir í eins og fyrirmælin voru:) Svo svona spakmæli....þetta er gaman. Maður ætti að gera þetta við vinnufélagana oftar bara án þess endilega að það sé vinavika, alltaf gott að fá eitthvað svona spakmæli í símann sinn þó ekki sé endilega vinavika.

Er að byrja að lesa Secret búin með einn kafla svolítið merkileg bók, les einn kafla í einu og melti á milli veitir ekki af:)

Ætla að skutlast með stóru mína í Hagkaup að kaupa sér nesti og maskara og eitthvað svona smálegt fyrir ferðina. Skrifa meira síðar

Og svo eitt svona spakmæli í lokin

Hamingjan er ekki fólgin í því að gera það sem þú hefur ánægju af,  heldur að hafa ánægju af því sem þú gerir.

O-sjúlli kveður horfandi til framtíðar.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú, þegar skrímslið hefur sloppið út úr skápnum þá fær fátt við það ráðið og kemur hér önnur kvittun.

Ég legg til að nýja ríkisstjórnin  setji lög um  vinaviku á landsvísu. Það væri nú gaman að eiga alltaf leynivin sem væri að gefa manni dót og andlega uppbyggingu. Ekki veitir nú af í öllum bölmóðnum.

Sigrún Magna (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 18:32

2 Smámynd: Ragnheiður Sigfúsdóttir

Hvernig væri það   Ég tek þatt í þvi

Ragnheiður Sigfúsdóttir, 22.2.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband