20.1.2009 | 22:25
Austurvöllur here I come
Hefði alveg viljað vera á Austurvelli í dag, mótmæla þessu óréttlæti sem er látið fjúka yfir mann og maður bað ekki um eða átti neinn þátt í, maður getur orðið reiður. Skil ekki afhverju þetta lið tekur ekki mark á þjóðinni og segir af sér. Vona að það verði kosningar í vor, fer að verða óbúandi á klakanum með þessu áframhaldi.
Fór upp í íbúðina í dag til að kanna hvað á eftir að gera og það er slurkur, við Hildur ætlum að fara í það um helgina afþví að við erum svo sterkar aðallega ég samt þar sem Hildur er baksjúklingur, hún fær að vera bílstjórinn ég er nefnilega arfaslök að keyra með kerru. Ætlaði svo að lesa af rafmagnsmælinum en hann var týndur og maðurinn sem er yfir húsfélaginu er líka týndur en ég ætla að reyna á morgun aðra tilraun til að finna hann.
Kötlu líkaði ekki íþróttaskólinn, enda var ég ekki hissa, var bara allt of flókið fyrir hana en við ætlum að reyna aftur í haust. Gerir ekki annað núna en að fara í kollhnís upp í rúmi og gerir það svo ótrúlega fínt, nema hún er glanni af verstu sort og þá meina ég verstu sort. Nokkrum sinnum búin að halda að nú væri hún búin að hálsbrjóta sig en seisei nei mín stendur upp og kastar sér aftur snilld.
Á að fá námslaunahækkun núna um mánaðarmótin en það stefnir allt í það að ég fái hana ekki, verð ég brjáluð uuuuuu já ég á þetta...En ætla nú ekki að stressa mig strax á því.
Haraldur Hauks hringdi í dag, ég var nefnilega efins um að ég mætti fara í aðgerðina útaf þessum endalausu sýkingum, en hann sagði að það ætti að vera í lagi, svo eftir 29 jan verð ég með fallega fætur..hlakka til þegar það verður búið hata nálar þó svo ég geti sprautað aðra vil ég helst ekki að þær nálgist mig. Verð í 2ja vikna fríi þá og líklega fer ég svo á geðdeildina þar sem ég verð orðin klikkuð á því að vera í fríi. Vorum látnar draga um sumarfrí og ég dró seinna frí en langar samt í fyrra frí þar sem Eyþór er í fyrra fríi ætla að múta einhverri til að skipta spurning hvort það gangi.
Gott að vera farin að vinna aftur, finn samt enn vel fyrir eyranu en augað orðið gott, en finn samt hellings mun. Katla líka að verða allt önnur, hefur greinilega verið búið að há henni dálitið lengi, því allt í einu getur hún dundað sem hún gat ekki áður, kannski er hún líka bara að þroskast þessi elska.
Ætla ekki að segja neitt meira í bili enda bara tóm steypa sem kemur upp úr mér, farin að lesa rómans
O-sjúlli kveður nánast ósýkur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.