14.1.2009 | 22:36
Dagurinn í hnotskurn
Setti auglýsingu í dagskrána í dag varðandi það að íbúðin í Smárahlíðinni væri til leigu og það barasta svona svínvirkaði, tveir skoðuðu hana áðan og vildu hana báðir en sá sem var fyrri til fékk hana:) Ætla að ganga frá samningi við gaurinn á föstudag, hef aldrei gert húsaleigusamning en hversu strembið getur það verið hmmmm. En ef einhver vill kaupa íbúðina er hún til sölu og koma svo.....hægt að skoða myndir inni á netinu af henni mjög flott...
Systur og Hilla komu í dag, systur voru í góðu stuði og voru hjá mér á meðan Hildur fór að erindast, mikið gaman hjá þeim, slegist, hlegið og volað jájá allur skalinn tekinn í þeim efnum. Pabbi kom líka og stoppaði bara lengi sá gamli alveg slakur. Ætla að gera við buxur fyrir hann á morgun ef ég verð með sjónina í lagi annars held ég að augun séu að koma til, bara eyrað sem er til trafala ennþá en fæ að heyra frá Pétri á morgun, ætlaði að ráðfæra sig held ég við háls- nef- og eyrnalækni. Verð í fríi á morgun í vinnunni en svo bara hendist ég í vinnuna mína hvort sem hlutirnir verða orðnir góðir eða ekki er að klikkast á þessu.
Katla byrjar í íþróttaskólanum á laugardaginn, byrjar kl 9 jájá engin slökun á þeim bænum, er 1 klst sem þetta er og verður eflaust mikið fjör hjá minni, byrjuð að æfa sig í því að fara í kollhnís og er ekkert smá montin þegar það tekst sem er reyndar bara nokkuð oft. Er samt gríðarlegur glanni og hendir sér bara á hvað sem fyrir er svo það er eins gott að það sé mikið af dýnum í Síðuskóla:) Verður ofsalega gaman. Man þegar Brynja fór henni fannst svo gaman og hefur ekki stoppað síðan. Byrja nógu snemma þá kviknar áhuginn vonandi.
Feðgin eru farin að sofa, Katla sofnaði um kl 21.30 verð líklega að fara að taka af henni daglúrinn eða allavega að stytta hann, miðað við hvað hún er farin að sofna seint á kvöldin, er samt alltaf vöknuð kl 7. Eyþór var að vinna til kl 19.30 og fór svo að sýna íbúðina og kom heim kl 22.00 greyið kallinn alveg sprunginn á því. Svo mikið að gera á morgun líka að hann fer kl 5 og ég sé hann ekki fyrr en annaðkvöld einhverntímann jahá.
Best að hætta og fara að gera eitthvað annað kannski lesa aðeins....
O-sjúlli kveður *blingbling*
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.