Kvartanablogg Ernu

Snapshot039

Mynd úr símanum mínum, af litlu afastelpunum í kaffiboði hjá afa:)

Svaf eins og engill í nótt, vaknaði meira að segja í þeirri stellingu sem ég sofnaði í. Fór til Péturs í gær og sogaði hann úr eyranu á mér (gad hvað það var sárt, sveif út í smá stund::) og ég er s..s með miðeyrasýkingu og verulega bólgna hljóðhimnu og virðist sem sýklalyfin hafi ekki náð að laga það. Tók strok og sendi í ræktun og verð ég bara að vera með sárt eyra þangað til kemur úr því. Tróð svo tveimur gulum eldspýtum (leit þannig út) upp undir augnlokin á mér og sagði mér að blikka (halló mér leið eins og Tomma í Tomma og Jenna) og þá urðu augun gulleit og þá s.s. settist þetta gula í sárin á augunum. En ég er með sár á báðum augum meira þó á öðru enda í dag sé ég bara allt í þoku með því og líður eins og ég sé með heilan eldspýtustokk þarna inni. En fékk dropa sem vonandi laga þetta. Finnst  þetta bara ömurlega leiðinlegt get ekki unnið svona en vonandi fer þetta að koma.

Katla fór til Andreu og fékk krem á bossann sinn var mjög bólgin og með sár, og var tekið strok til öryggis. En hún er spræk endalaust spræk. Sátum hérna mægður í mest allt gærkvöld og vorum í dúkkuleik sem byggðist á því að mamman átti að klæða dúkkuna í og úr minnst 100 x og athuga hvort hún væri búin að kúka s.s. þefaði 100 x. Fyndin, hún er að komast í svona mömmuleiksfíling. Sofnaði ekki fyrr en kl 9.30 eða það heldur mamman því það síðasta sem ég man eftir er að hún sat í rúminu og var að lesa fyrir mig:)

Eyþór fór í morgun kl 05 að æfa sig, mikið að gera í vinnunni núna, mikið af jarðaförum og svo bara þessi hefðbunda vinna hans sem hann þarf að sinna í viðbót við æfingar fyrir tónleikana. Vona að verði einhver tími fyrir hann að þessu loknu til að hvíla sig. 

Er að spá í að fara að horfa á einhverja mynd með öðru auganum haha í orðsins fyllstu merkingu.

O-sjúlli kveður blindur á öðru 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband