13.1.2009 | 04:27
Rauðeygður andskoti
Sit hér í myrkrinu í stofunni og kl er 04.17 þakka kærlega fyrir. Veikindi uuuuu já eiginlega, ekki með hita og neinu slíku, heldur eru augun í mér við það að hverfa ofaní tóftirnar og ég þoli ekki birtu, rauð eins og í sjálfum anskotanum, grenja út í eitt og ef ég loka augunum lengur en nokkrar sek í senn tjá þá verð ég að opna augað með handafli og verkir ójá. Eyrað tók líka upp á því að leka aftur með tilheyrandi kláða og óþægindum, eins gott að ég á tíma hjá dr. Pétri á morgun. Fer með Kötlu til Andreu kl 9.30 og vonandi finnst einhver lausn á hennar vandamáli.
Fór í vinnuna í gær en held ég passi á vinnuna í fyrramálið, betra að sjá skjólstæðinga sína heldur en ekki og líka bara vil ekki hrella þá með þessu útliti. Hlýt að vera búin með minn kvóta í bili get svarið það.
Þoli ekki þegar ég gleymi að setja tölvuna í hleðslu það bara er óþolandi sérstaklega þegar maður er vakandi eins og núna. En ég fer nú að væflast í bælið og reyna að fá Óla minn lokbrá til að hrista smá svefnduft í augun. Var bara orðin frekar pirruð á því að liggja í rúminu og hlusta á feðgin hrjóta í takt, skemmtilegt.
Mikið að veltast um í kollinum á mér þessa dagana varðandi framtíðina, veit ekkert hvað verður en vonandi eitthvað skemmtilegt, ég á mér lítið leyndarmál er það ekki bara fínt Allir þurfa að eiga smá leyndó fyrir sjálfan sig.
Polo fékk nýja bremsuklossa í gær og varð þar með aftur pæjubíll, en reyndar er einhver hvarfakútur ónýtur í honum en það er hluti af pústinu og nema hvað dýrasti hlutinn af pústinu þannig að það þarf að laga það við tækifæri. Ætla svo að reyna að lauma mér í skúrinn hjá Óskari Pé fljótlega og bóna dýrið. Agalega skítur jafnt að utan sem innan og það gengur ekki í svona skutlubíl:)
Best að fara að hlusta á feðgin hrjóta eins og eina sónötu og láta mig dreyma um eitthvað fallegt og gott
Ofur-sjúlli kveður blindur á köflum
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Erna Ég sendi mínar innilegust samúðarkveðjur til þín í þessu ferlega heilsuleysi það á ekki af þér að ganga. Vonandi hittir dr. Pétur á réttu pillurnar svo þér fari að batna og Katla fái bót á sínu hjá Andreu. Bata og baráttukveðjur
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 13.1.2009 kl. 12:18
Ja, hérna Erna, þú hlýtur að vera að klára veikindin þín fyrir árið að minnsta kosti, ég segi nú ekki annað. Farðu varlega með þig og gefðu þér tíma til að ná heilsu. kv, Kolbrún Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 13.1.2009 kl. 20:11
Takk fyrir þetta konur. Já ég held að þetta hljóti að vera upphafið á heilsugóðu ári:)
Erna (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 08:16
Tek undir með Ragnheiði og Kolbrúnu, baráttukveðjur um bætta heilsu hjá þér og Kötlu og gefið ykkur tíma til að láta ykkur batna. kveðja Anna Ruth
Anna Ruth Antonsdóttir, 14.1.2009 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.