Jólaskrautið farið, frekar drungalegt

Þar sem ég er heima heyrnalaus þá ákvað ég að gera eitthvað af viti og sleit niður jólaskrautið, var sem betur fer ekki með jólaskrautsæði þessi jól heldur bara þokkalega nett á því. Þannig að núna finnst mér allt frekar drungalegt og dimmt en reyndi að  setja kerti upp um alla veggi svona til að birta þetta aðeins upp.

Rakel Ýr fer á morgun suður og út á föstudag. Ótrúlegt hvað þetta líður alltaf hratt en svona er þetta. Svo styttist í sumarið og þá kemur hún aftur vona ég allavega.

Svo ég haldi nú áfram með veikindavælið þá fór ég til dr. Péturs í gær og hann skoðaði í eyrað á mér og ég var með sýkingu og sveppi og mikið bólgin en hljóðhimnan í lagi. Þannig að núna er ég komin á Staklox, sveppakrem í eyrað og verkjalyf sem er minn besti vinur. Á mjög erfitt með að liggja því þá kemur svo gríðarlegur þrýstingur á eyrað og ég get ekki borðað neitt hart þar sem ég á mjög erfitt með að tyggja vegna þrýstings. Ég er æði haha en svona er þetta bara og ég greinilega ætla bara að klára veikindin núna á einu bretti fyrir árið:) Á svo að mæta til Péturs á þriðjudaginn aftur til að meta hvort þetta sé að gera gagn.

Rignir úti og það er tæplega 7 stiga hiti þetta er málið. Þarf að fara að Poloinn á verkstæði um leið og ég lagast, hann er að verða óaksturhæfur greyið. ískrar svo í bremsum að mann langar að fela sig, og svo er pústið laust og hringlar, hlýtur að vera gaman þegar ég er á ferðinni allavega klárt að ég vek hverfið.

Sjúlli kveður andlaus 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Bryndís Eggertsdóttir

Ojbarasta þú ert eins og versta smábarn með þetta eyrnarugl!  þetta hljómar alveg skelfilega, sendi þér batnaðarstrauma, vona að þeir drífi yfir Atlantshafið!

Lára Bryndís Eggertsdóttir, 8.1.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Haha já Lára ef það er svona sem lítil börn finna til þegar þau fá eyrnabólgu þá skil ég að þau gráti út í eitt því ég hef sjálf verið við það að vola:) En batnaðarstraumarnir eru að skila sér því ég held að þetta sé allt að koma, þar til annað kemur í ljós.

Móðir, kona, sporðdreki:), 9.1.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband