6.1.2009 | 09:29
Fyrst mállaus svo heyrnarlaus
Búin að gleyma hvað það er leiðinlegt að vera veikur heima enda ekki oft sem ég hef ekki getað mætt í vinnu vegna veikinda síðustu árin. Er að bíða eftir að komast til Péturs læknis en ég heyri ekkert með eyranu lengur og það vellur út blóð og vökvi hvað er málið. Þetta blogg mitt fer að flokkast undir að vera veikindablogg að mestu en þetta er mitt blogg og ég má blogga um mín vandamál barasta ef ég vil.
Brynja byrjaði í skólanum i dag var reyndar ekki alveg að nenna því en rauk nú samt af stað enda ekkert annað í boði. Síðasta önnin í gaggó að byrja svo bara MA:) Hún fór í fjallið á bretti í fyrradag með vinkonum sínum og fannst það snilld, fyrsta skipti sem hún fer í vetur held ég, svo byrjuðu fótboltaæfingar aftur í gær og var það kærkomið heyrðist mér á henni. Katla var ekki alveg á því heldur að nenna að fara í Bubbakot í morgun en náði henni fyrir rest, var bara nokkuð sátt þegar þangað kom, sæki hana í fyrra fallinu eða þegar ég er búin hjá dr. Pétri. Rakel gisti hjá vinkonu í nótt og er ekki enn komin, sefur líklega bara á sínu græna þrátt fyrir að vinkonan sé farin í skólann:) Eyþór fór kl 5 að æfa sig, bara harkan sex hjá honum þessa dagana og engin miskunn enda styttist í tónleikana.
Mér fannst það gott hjá Bjarna Ármanns að borga tilbaka vildi að fleiri menn gerðu það líka sem eiga sök á hvernig farið er. Ég vildi að ég gæti fiskað 370 millur úr öðrum rassvasanum en nei bara klink hja mér þar. Er reyndar ekki með rassvasa svo ég er í djúpum..
Inga Salome sjúkraliði og kórmamma mfl. prjónaði á mig æðislegt ullarvesti sem hefur þvílíkt bjargað mér í þessum pestatíma mínum, hlýtt og gott, er að hugsa um að prófa að prjóna á mig peysu úr bómullargarni gerði peysu á Brynju fyrir 2 árum með hettu og hún var æði, langar í þannig. Var ótrúlega fljót að gera hana og aldrei að vita nema ég dembi mér í það núna þar sem ég er lítið bara í skóla. Var að skoða samt og sé að ég á óhugnanlega lítið eftir í stúdentinn spurning um að klára hann, fæ eins launaflokks hækkun fyrir hann munar um allt á þessum síðustu og verstu. Ætla að senda gögnin við tækifæri.
Mér leiðist hroðalega sést kannski á þessu rausi mínu:)
Sjúlli kveður heyrnarlaus
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Upp með bjartsýnina kona góð, og láttu þér batna. kv, kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 6.1.2009 kl. 13:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.