4.1.2009 | 23:13
Sýking á sýkingu ofan
Þetta er ekki fyndið, loks þegar kokkar úr hálsi eru reknir úr húsi, bólgnaði hlustin á mér og fór að leka út vökvi og þvílík eymsli. Ég upp á slysó og viti menn er kjellan ekki komin með sýkingu í eyrað, heyri ekkert með því en komin með einhverja eyrnadropa sem eiga að bæta ástandið. Ég er held ég bara helsýktur skratti varist mig.
Er í fríi á morgun og byrja svo á þriðjudag, merkilegt hvað maður skal oft taka veikindi út í fríunum sínum held ég verði ekki veik nema ef ég á frí. Skítt og lagó. Katlan fer á Bubbakotið í fyrramálið þannig að nú fer rútínan aftur í gang, hefur reyndar ekkert klikkað hjá okkur mæðgum, búnar að vakna flesta morgna bara um kl 6.30-7 og dundað okkur. Fórum út að labba í gærmorgun kl 10 og hún var þvílíkt glöð enda mikil rigning sem þýddi mikið af pollum og hoppaði hún alla göngugötuna fram og tilbaka þá náði ég að tjóðra hana aftur í kerruna, hlaupa í te og kaffi og reykspóla heim enda mamman orðin vel rök.
Hugsa að ég dundi mér við að taka niður jóladótið í fyrramálið, alltaf eitthvað sem fellur til þegar maður á frí merkilegt, aldrei bara svona tími til að gera EKKERT, en niður með seríurnar og upp með alla þá kertastjaka sem til eru svo ekki verði allt dimmt og drungalegt. Svo eru líka útsölur byrjaðar hefur maður heyrt og aldrei að vita nema maður kíki aðeins á þær ef verður tími í afgang sem ég efast um. Nóg af þvotti til að þvo og ryki til að þrífa I love it NOT. Vildi stundum að ég hefði efni á að hafa bryta, svona kall með kúst sem sæi bara um þetta fyrir mig, allavega aðra hverja viku ég fer nú ekki fram á meira en það:)
Hugsa að ég fari fljótlega að sofa er samt ekkert þreytt, er bara að lesa svo skrambi góða bók sem ég dunda mér við að lesa við vasaljós takið eftir því Eyþór fer að sofa snemma þar sem hann vaknar alltaf kl 5 á morgnana núna til að æfa sig fyrir synfóníutónleikana og Katla nottlega sofnuð yfirleitt upp úr kl 8 þannig að ég ligg og nýt mín með vasaljós eins og þjófur að nóttu:)
Sjúlli kveður vopnaður vasaljósi úr Tiger
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þökkum fyrir afbragðs hádegisverð og notalega stund í gær.
Gaman að ná aðeins af ykkur, gekk reyndar ekki að kveðja ykkur mæðgur þar sem að þið virtust báðar hafa fengið ykkur dálitla kríu haha, bara gaman af því.
Takk enn og aftur fyrir góðann hitting og við biðjum að heilsa í kotið
Bestu kveðjur
Margrét og Gísli (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 18:57
Já það var gaman að sjá ykkur þó svo að það væri á hálfgerðum hlaupum hjá mér:) Ójá ég mjög gestrisin sofnaði bara *hóst* svona er þetta:) En það var gaman að sjá aðeins framan í ykkur og vonandi sjáumst við bara í sumar, spurning um kjötbollurnar handa Gísla haha......hafið það sem allra best í Svíþjóð og haldið áfram að standa ykkur eins vel og þið eruð að gera.
Móðir, kona, sporðdreki:), 5.1.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.