Gleðilegt nýtt ár 2009

Mikið óskaplega var skotið í gær upp í loftið, ekki kreppa á klakanum svei mér þá. Ætla ekki að blogga langt núna er enn og aftur orðin lasin með hálsbólgu, hita og beinverki, veit ekki hvar þetta endar. En ætla ekkert að tuða meira um það.

Fór að vinna í morgun og vann hratt og var komin heim rúmlega kl 11 og fór mjög hratt undir teppi það var verulega ljúft. Elduðum gæs og purusteik í gærkvöldin með tilheyrandi:) Stelpurnar fóru svo á skrall með vinum sínum, Brynja kom heim kl 04.00 en Rakel kl 03.00 jájá búin að missa þetta allt út úr höndunum. Við hjónin fórum að sofa um kl 02 þannig að við erum að eldast haha, en eg var að fara að vinna og hann þurfti að sinna Kötlu svona er þetta bara.

Kallinn er núna að spila á Friðriki V og fer að koma gott mál. Ég er komin í 4 daga helgarfrí og ætla að reyna að ná þessari djöfuls pest almennilega úr mér vona að það takist.

Verð alltaf döpur á síðasta degi ársins, ekki út af neinu sérstöku þannig, finnst bara svo sorglegt að þetta ár kemur aldrei aftur..hef alltaf verið svona frá því ég man eftir mér. 

Pabbi kom í kvöldmat í kvöld og sátum hérna lengi og spjölluðum og rifjuðum upp ýmislegt þegar ég var lítil, sagði mér margt sem ég ekki vissi :)  Mér þykir vænt um kallinn, gaman að spjalla við hann um heima og geima. 

Mási bró hringdi, alltaf gott og gaman að spjalla við hann..... þykir líka vænt um hann

Sjúlli kveður "væminn" W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband