29.12.2008 | 21:12
Nú fer hver að verða síðastur
Að gera eitthvað á þessu ári Ég ætlaði að gera rosalega margt á þessu ári sem ég hef ekki gert en aftur á móti gert helling sem ég ætlaði ekki að gera, já svona stjórnar maður engu. Ætla ekki að setja nein áramótaheit, hef gert það og hef komist að því að þau eru bara til að brjóta þau og hafa svo svaðalegt samviskubit, þannig að hjá mér engin áramótaheit
Var að vinna helgina og það gekk skafið, er svo að vinna á nýársmorgun tja það er aukavakt og gefur böns af aur, hefði líklega ekki tekið hana annars að mér, ég meina það er kreppa og maður verður nú að draga björg í bú svona ef maður hefur möguleika á.
Sá að björgunarsveitirnar bjóða upp á límmiða af útrásarvíkingum til að líma á rakettur ég ætla að kaupa þá alla en ekki til að skjóta þeim upp heldur til að skeina mig á þeim, hlýtur að vera nautn ég meina það..betra heldur en að kveikja í þeim allavega. Annars er svo mikið um sprengingar hér núna að ég er hrædd um að kisudrengirnir mínir séu farnir að heiman en vona samt ekki, afhverju þarf fólk að sprengja mörgum dögum fyrir áramót hvað er málið, ég veit það ekki þá líklega væri ég ekki að spyrja.
Heilsan á bænum að skána, Katla er enn með hitalumbru og ljótan hósta, ég bryð en pensilin en er hætt að finna fyrir hálsinum, Eyþór er orðinn góður í sykri eftir heimsókn á slysó vegna mjög hás blóðsykurs, þannig að þetta er allt að koma hjá okkur, skoppum inn í nýja árið og verðum vonandi við hestaheilsu það árið.
Skrýtið hvað er stutt síðan áramótin voru síðast, ætli maður geti ekki látið tímann hægja á sér, hmm einhver vísindamannur þarna úti..verðugt verkefni ekki satt. Ég sagði í dag við Brynju að ég yrði alltaf svo döpur á áramótum þá sagði hún strax "ég líka ég er að verða svo stór" HALLÓ hún er 15 ára hahaha..þessir unglingar
Annars fór þessi elska niður í Kbbanka í dag og ætlaði að sækja sér nýjan auðkennislykil, kom að þjónustuborðinu og konan spurði hvað hún gæti gert fyrir hana, "ég þarf að fá nýja auðæfaklukku" var ekki alveg að muna hvað þetta litla gráa stykki héti og búin að hlusta á alla tala um auð og auðmenn í þjóðfélaginu undanfarið þannig að úr því kom nýtt orð hjá henni hahahahaha.
Rakel er niðri að horfa á DVD með vinum, Brynja fór í Síðuskóla með vinum á opið hús, Eyþór fór að æfa sig fyrir tónleika með Symfóníuhljómsveitinni, Katla sefur og ég er að bíða eftir þvi að Men in trees byrji með bláan maska í andlitinu, vantar bara rúllur í hárið og málið dautt.
Ofur-Sjúlli kveður eins og strumpur
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 30.12.2008 kl. 12:31 | Facebook
Athugasemdir
Halló Erna. Hvers konar heilsufar er á þér og þínum, þokkalegt að heyra/lesa ? en vonandi er allt þetta veikindavesen að verða búið hjá þér/ykkur. Svo nú er bara að brosa hringinn, nýtt ár framundan með einhverju spennandi, kannski með örlitlu fráhvarfseinkennum hjá okkur sem voru í námi. (ég held að ég hafi brosað hringinn þegar ég fékk pappírana í hendur, ekki smá montinn með mig ) Þá er bara að finna sér eitthvað annað skemmtilegt að gera. Hafðu það sem best og gleðilegt nýtt ár . kv, kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 30.12.2008 kl. 11:40
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla, góða vakt á morgun :)
Svava (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.