24.12.2008 | 07:20
Aðfangadagur og streptokokkar
Hve óheppin er ég uhhh helling. Vaknaði í gærmorgun kl 5.17 takið eftir og var með þessa óhræsis hálsbólgu að það var eins og ég væri að kyngja rakvélarblöðum, hef kannski gert það því það blæddi úr kirtlunum. Fór nú samt í vinnuna, með beinverki og hita (svo samviskusöm):) Datt meira að segja á hausinn í hálkinn allt í þágu skjólstæðinganna minna:) En svindlaði mér svo inn á Pétur lækni og hann tók mig og greindi mig með bullandi streptokokka...ég hata þessa kokka, fékk þá einu sinni í höfuðið og var með hausverk í 3 mánuði án þess að nokkuð fyndist þrátt fyrir mænuástungu og fleira skemmtilegt, en svo brutust þeir út í hálsinum á mér og lokuðu kokinu svo það varð að leggja mig inn á spítala....En nóg um það er allavega komin á sterk sýklalyf og svitna hérna eins og Finni í Sánabaði..pjúff en hálsbólgan er enn til staðar.
Nóg um mig og gæludýrin mín. Ætlaði að fara í gærkvöldi og klára jólagjöf karlsins, en lét nægja að fara og kaupa jólakjól fyrir Rakel Ýr fannst það nú meira áríðandi, var búin að ætla að fara með henni lengi en alltaf eitthvað sem kom upp á, fékk sér mjög sætan kjól í Centro stelpan. Á líka eftir að kaupa jólagjöfina fyrir Kötlu en bið Eyþór kannski um það nema maður fari eitthvað að hressast. Náðum að þrífa hérna í gær og gera voða fínt hjá okkur, Eyþór sá reyndar um það að mestu ég vafraði bara um með tusku í hönd og þóttist gera eitthvað. Brynja fór á Krókinn í gærmorgun sakna hennar nú en hún kemur aftur á annan í jólum.
Katla er komin í frí þangað til 5 janúar..jájá rútínan fer klárlega til fjandans.:) Fórum í skötu til Hildar í gær og þvílíkur viðbjóður OJ skil ekki fólk að borða þetta, pabbi táraðist yfir þessu en hrósaði í hástert hvað hún væri góð var samt farinn að gráta hvað er málið..ég kom ekki niður nema 3 bitum af saltfisk þá gafst ég upp. Fór svo í bæinn með pabba að kaupa jólagjöf fyrir hann handa Kötlu og það hafðist.
Eyþór fór niður í miðbæ með stúlknakórinn sinn þar sem þær voru að syngja en voru frekar fáir á ferli nema inni í Eymundsson og te og kaffi:)
Best að hætta að kvarta og fara að þurrka af sér svitann,
Gleðileg jól allir saman og hafið það sem allra best yfir jólin
Sjúlli kveður "hálfgerður kokkur"
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku Erna Það er ekki einleikið hvað lánið eltir þig á röndum. Ég vona að þú og þitt fólk eigið góð jól hvað sem öllum kokkum líður
Bestu kveðjur R
Ragnheiður Sigfúsdóttir, 24.12.2008 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.