Dagurinn í dag er dagurinn þinn

Dúddamía tveir dagar síðan ég bloggaði og kallinn búinn að yfirtaka síðuna, tja sumt líður maður en annað ekki. Hérna snjóar svo fallega í logni og svo sýnist mér á veðurfréttum að eigi að vera 6 stiga hiti á aðfangadag, er það eitthvað að gera sig..uuu nei vil hafa snjókomu:) En ég ræð engu þrátt fyrir að ég mjög gjarnan vildi ráða ÖLLULoL Sitjum hér mæðgur og horfum á Madagaskar á meðan heimilisfaðirinn hamast í þvotti já svona er stjórnin á mínu heimili I´m the bossPouty

Stelpurnar stóru hrjóta enn og eiga eflaust eftir að gera töluverða stund, vorum komin á fætur hjónin með litla grjónið kl 6.30 en þá var jólasveinninn búinn að lauma í skóinn sokkum og kindereggi, góður sveinn sá.  Kláraði að pakka inn síðustu gjöfunum sem fara úr húsi í morgun, þannig að þá á ég bara eftir að kaupa handa Eyþóri og stelpunum, búin að ákveða en ætla að reyna að skjótast á milli vitjana á morgun og klára vona að það reddist, hrikalega vont að fara eftir vinnu þá er allt orðið klikk. Þarf að fara með pabba líka á morgun og klára Kötlu af, búin að redda stelpunum eldri og vorum ekki lengi að.

Fórum í afmæli til Ragnhildar Sólar sem varð 5 ára í gær, fengum dýrindis veitingar og góðan slurk af krakkalátum sem fylgir alltaf svona sem er bara gaman. Komu frá Húsavík Már, Hilmar og Lilja með Magnús Atla og svo komu líka Elín og Viðar með synina svo fullt af öðru liði.

Katla er að tapa sér í öllu glingrinu sem fylgir jólunum, og er komin með sér kassa fullan af gömlu jóladóti sem hún raðar samviskusamlega upp á hverjum degi og mamman gengur svo um á kvöldin og týnir niður svo hún geti byrjað aftur daginn eftir haha.

Fékk voða fallegan módelhring frá Hildi í gær í tilefni útskriftar bara fallegur og verður svona sparihringur:) Fæ svo í dag eða á morgun skjalið mitt frá útskriftinni gaman að sjá allar einkunnirnar á einu bretti. Annars fékk ég þær skemmtilegu fréttir að ég hefði verið að hækka um rúm 40 þús í launum sem er nú allt í lagi á þessum tíma, er þá bæði inni í því launahækkun fyrir námið og svo kjarasamningadæmið. Svo er bara að henda sér á nokkur námskeið og hækka meira, ætla að skrá mig á námskeið í mars í sárum og sáraumbúðum það er þriggja daga námskeið hef svo gaman af sárum:)

Stefni á æðahnútaaðgerð 29 janúar á eftir að bjalla í Haralda skurðlækni og kanna hvort það gangi en ég mátti velja á milli tveggja aðgerðadaga en fylltist valkvíða og hef ekki getað valið fyrr en núna:) Lét Eyþór skera úr um hvenær ég ætti nú að fara gat þetta ekki sjálf haha.

Best að fara að aðstoða eiginmanninn 

Sjúlli kveður ánægður með lífið 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband