Undur og stórmerki

Góðan dag, Eyþór heiti ég

Verð að taka það fram, því ekki blogga ég oft.  Ég var t.d. búinn að gleyma aðgangsorðinu að síðunni.  En einhverra hluta vegna datt mér í hug að skrifa eitthvað.  Vandamálið er að ég er ekki mikill bloggari í mér.  Fæ yfirleitt ritstíflu við jólakortaskrif, skrifa svona eitt kort á klukkutíma.  Mér líður yfirleitt best þegar ég þegi.  Erna aftur á móti.......

Ég gerði mitt besta við að horfa á sjónvarp í gær.  Dagskrá stöðvanna er auðvitað bara rusl.  Meira að segja hinn ágæti þáttur útsvar er að verða þreyttur.  Sjálfsdýrkunarþættir Stöðvar 2 eru ömurlegir.  Mér finnst þáttur Loga næstum jafn leiðinlegur og Leno og Letterman.  Ég er ekki hrifinn af þessum "sitja í sófa og reyna að vera fyndinn" þáttum.  Ég stillti þó á Loga í nokkrar mínútur og heyrði þar eitthvað jólalag með lélegri popphljómsveit með afleitum söngvurum.  Ég vona að trommarar fari að hætta að setja hvíta snúru og heyrnartól í eyrun á sér eins og það sé eitthvað skart.  Ég held að svona uppljóstranir á því að hljómsveitin sé með eitthvað playback séu að detta út.  takturinn sem trommarinn fær í eyrun er semsagt til þess fallin að hann haldi takti.  En þvílíkt hörmungarlag og ömurlegur flutningur.  Ég skil ekki að fjölmiðlar, og þá sérstaklega Stöð 2, Bylgjan og Fréttablaðið, skuli alltaf vera að upphefja meðalmennskuna.  Það er svo mikið að feiknagóðum dægurtónlistarmönnum á landinu sem myndu hrista betra jólalag fram úr erminni á 5 mínútum og spilað það og syngja betur án æfingar.  Kastljósið á reyndar hrós skilið fyrir að láta oft á tíðum prýðilega góða tónlistarmenn vera með frumleg atriði. 

En nú hljóma ég eins og ég sé í vondu skapi.  Er sko alveg að fara í jólaskap, það gerist á Þorláksmessu þegar ég fæ villibráðarlyktina í íbúðina á meðan ég hamfletti rjúpurnar.

Skrifa eitthvað á næst ári líka

Eyþór

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband