10 dagar til jóla

Styttist óðum til jóla og eins og venjulega þrátt fyrir miklar fyrirætlanir um að hafa það einmitt öfugt, þá á ég töluvert mikið eftir að gera fyrir jólin og þá er ég ekki að tala um þrif því ég er löngu búin að fatta að þrátt fyrir skít á skápum og í skúffum þá koma jólin samt. Þannig að ég hef öfugt við marga þrifið á haustin þegar fluguskammirnar eru farnar:) En allt kemur þetta og ætla ég að baka piparkökur á eftir og skera út einhverja kalla og kellingar fyrir litla dverginn að mála, ekki að stóri dvergurinn minn hefur held ég alveg jafn gaman að því.

Fórum á Húsavík í gær við systur með dæturnar okkar fjórar. Eyþór var að vinna og komst ekki...:( Vorum komnar austur rétt fyrir þrjú og fórum til Mása og co og sníktum mat hjá honum, var ekki hissa þó tengdasonur hans spyrði hvort ekki væri til matar á Akureyri þvílíkt hungur var í liðinu...múhaha sátum svo þar lengi og spjölluðum og fórum svo í nammi- og jólaljósarúnt. Kíktum svo til Örnu og Áka í mandarínur og með þeim:) Hef ekki komið til þeirra í 100 ár, var næstum daglegur gestur þar á tímabili svona er lífið. En síðan fórum við í hangi- og sauðakjöt til Elínar og borðuðum mikið og vel. Mási fékk sauðakjöt hjá einhverjum kalli. Allavega þetta var bara góður dagur og gott að hitta gengið sitt allt saman, en Linda, Lilja, Fannar og Guðný voru líka ásamt börnum og svo Bjartur og Hilmar rúsínurass:)

Katla sofnaði fljótlega eftir að við lögðum af stað og svaf alveg s.s. til kl 7 í morgun Eyþór bar hana bara inn í rúm þar sem hún hraut áfram. Er foxill hérna á gólfinu núna því jólabangsarnir hennar neita að hlýða skipun hennar um að setja heldur detta alltaf og almáttugur hvað mín getur orðið ill yfir því haha..Brynja fór til vinar síns um leið og við komum og skutlaði Hildur henni þangað þannig að við hjónin sátum hérna í þrjá tíma og hlustum á Palla og ræddum heimsinsgagn og nauðsynjar.

Einkunnir enn ekki komnar, er hætt að nenna að kíkja bara til að verða fyrir vonbrigðum, verð bara þeim mun glaðari þegar ég lít svo loksins og sé að jú ég hef líklega bara náð öllu:)

Best að fara að leita uppi jólaskraut og hafa eitthvað ofanaf fyrir litlu elskunni minni.

Sjúlli kveður á svo yndislega fjölskyldu vítt og breitt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

Sammála með ruslið í skápunum og jólin, segi bara eins og systir mín á Tjörnesinu segir, "ekki ætla ég að halda jólin inn í skáp" ! Hafðu það gott, kv Kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 14.12.2008 kl. 14:02

2 Smámynd: Móðir, kona, sporðdreki:)

Kolbrún hver er systir þín á Tjörnesinu?

Móðir, kona, sporðdreki:), 14.12.2008 kl. 14:42

3 Smámynd: Kolbrún Pétursdóttir

halló aftur, systir á Tjörnesinu er Jóhanna Mánárbakkabóndi, gift honum Bjarna Sigurði Aðalg. kv, Kolla Pé.

Kolbrún Pétursdóttir, 14.12.2008 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband