12.12.2008 | 15:58
Er ekki málið bara að blogga:)
Hangi í tölvunni á milli þess sem ég hendi plötu af smákökum inn í ofninn, er að baka lakkrístoppa og hver plata er ca 20 mínútur inni í einu þannig að þetta tekur tíma sinn. Var snemma búin í vinnunni í morgun, skellti mér í ljós, fórum svo ég og Eyþór og keyptum eina jólagjöf og svo náði ég á meðan Katla svaf að kaupa 2 þannig að þetta er að verða komið bara:)
Mallinn ögn skárri, má taka Paratabs og það bjargar miklu, var látin taka Norgesic (morfín) minnir mig þegar ég fékk þetta 2003 og jesús minn ég röflaði eins og ég væri dauðadrukkin og þoldi þær engan veginn, var samt þá nestuð með ein 10 stk heim, pjúff 9 fengu að fjúka, en þakka guði fyrir að ég fékk ekki þann ósóma aftur:) Örlar enn á verkjum í maganum en mest samt á ógleði og ég finn að ég þoli ekki að borða fæ bara strax sviða í magann....en þetta grær
Bíð enn spennt eftir einkunnum, búin samt að fá staðfest að ég náði því sem ég hélt ég hefði fallið í þannig að ég allavega er save með það en með hvað ég náði veit ég ekki.
Hérna snjóar fallega í því sem næst logni og mikið fallegt veður, jólaskreytingar njóta sín vel. Dundaði mér við í gærkvöldi að hengja upp jólaóróana frá Georgi Jensen, á síðan 2000 Hilla hefur alltaf gefið mér þá nema núna þá gaf hún Eyþór hann hmm hvað á það að þýða hahaha...svo á ég tvo af minnigerðinni sem Tengdó gaf annan og pabbi hinn.
Best að hætta að rugla og fara að gera eitthvað gáfulegt hvað svo sem það getur verið
Sjúlli kveður bloggóður
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Heyrðu mig góða, þetta er nú full mikið stress hjá þér. Vonandi ertu orðin skárri í maganum og getur slakar á. Ég hef trú á að við allar höfum náð prófum með glans. Enda svo miklar öðlingskonur sem voru saman í þessu námi. Bara taka lífinu með ró og bíða og bíða og bíða. Það væri nú samt allt í lagi þó eitthvað færi að skýrast. kveðjur, Kolla Pé.
Kolbrún Pétursdóttir, 12.12.2008 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.